Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 4

Fréttablaðið - 20.05.2011, Side 4
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL Stjórn Skautafélags- ins Bjarnarins í Reykjavík hefur afráðið að fara í átak gegn munn- tóbaksnotkun á æfingum og leikjum hjá félaginu. Kannanir og sölutölur ÁTVR sýna að munntóbaksnotkun hefur verið í mikilli sókn og ekki síst meðal íþróttaiðkenda. Stefán Örn Þórisson, stjórnar- meðlimur í íshokkídeild Bjarn- arins, segir að fyrst og fremst sé hugsað um forvarnagildi þessara aðgerða. Ungir iðkend- ur innan raða Bjarnarins, bæði í íshokkíi og list- dansi, skipti hundruðum. „Við höfum rætt þessi mál mikið að undan- förnu, en nú er kominn tími til að láta verkin tala.“ Stefán segir að á næstu dögum verði send út skilaboð til iðkenda félagsins og annarra liða um að tóbaks notkun verði bönnuð á heimavelli Bjarnarins í Egilshöll. Gildir bannið jafnt um iðkendur sem og áhorfendur, en Stefán segir að fólki verði vísað frá hafi það tóbak í vörinni. Stefán tekur fram að hann telji ekki að notkun sé meiri eða minni hjá leikmönnum Bjarnarins en öðrum liðum. „Þetta er hins vegar afar hvim- leiður ósiður hjá mörgum og það er mikill misskilningur í gangi um að þetta sé eitthvað skárra en annars konar tóbaksnotkun.“ Með þessu átaki vill stjórn Bjarnarins leggja sitt af mörkum fyrir yngri iðkendur, enda þurfi ekki að fjölyrða um hversu sterkar fyrirmyndir meistaraflokksmenn eru fyrir krakkana. „Við erum með öflugt barna- og unglingastarf sem við erum að hlúa að og þetta átak er hluti af því. Þátttaka í íþróttafélögum er hluti af uppeldi barna og unglinga og mér finnst við ekki geta skil- að af okkur krökkum án þess að okkar boðskapur í þessum málum hafi komið skýrt fram,“ segir Stef- án sem bætir þó við því að hann búist fastlega við því að átakið muni mæta einhverri mótspyrnu. „Þetta verður mögulega umdeilt, en ég ber fullt traust til okkar leikmanna að þeir hafi þroska til að átta sig á þýðingu málsins og vinni með okkur að þessu marki. Endaniðurstaðan er engu að síður sú að tóbaksnotkun er ekki leyfileg í okkar húsi.“ thorgils@frettabladid.is GENGIÐ 19.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,203 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,82 115,36 185,83 186,73 163,91 164,83 21,977 22,105 20,790 20,912 18,272 18,380 1,4014 1,4096 182,63 183,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Opnir skógar á Íslandi Tunguskógur Opnaði: júlí 2004 Akurgerði Opnaði: júlí 2008 Eyjólfsstaðir Opnaði: júlí 2004 Hálsaskógur Opnaði: júní 2008Hofsstaðaskógur Opnaði: ágúst 2005 Daníelslundur Opnaði: ágúst 2002 Hrútey Opnaði: ágúst 2003 Snæfoksstaðir Opnaði: júní 2004 Ásabrekka Opnaði: júlí 2009 Sólbrekkur Opnaði: ágúst 2004 Tröð Opnaði: júlí 2006 SKÓGRÆKT Skógræktarfélag Íslands hefur gert samstarfs- samning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg, auk útgáfu og kynningu á skógrækt- arsvæðum á Íslandi. Skrifað var undir samninginn, sem er til þriggja ára, síðdegis í gær. Markmið samningsins er sagt vera að styrkja skógræktarstarf hér á landi og miðla og kynna almenningi alhliða upplýsingar um tré og skóg. Liður í samn- ingnum er útgáfa bæklings með upplýsingum um 50 skógarreiti víðs vegar um landið, en honum er ætlað að kynna ferðamönn- um á leið um landið skógana og hvetja þá til að staldra við í þeim. Fram kemur í tilkynningu Skógræktarfélagsins að með verkefninu Opinn skógur hafi ellefu svæði verið opnuð og það tólfta verði opnað í sumar að Fossá í Hvalfirði. „Með sam- komulaginu verður tryggð end- urnýjun og viðhald eldri svæða Opinna skóga og unnið að því að opna ný svæði og gera þau að fyrirmyndar útivistar- og áning- arstöðum,“ segir þar. - óká Skógræktarfélag Íslands hefur samið við Arion banka um stuðning við Opna skóga og fræðslu um skógrækt: Tólfti skógurinn verður opnaður í sumar VEITT Í ELLIÐAÁM Óleyfilegt er að vera með hund á laxveiðitímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÝRAHALD Hundaeftirlit Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án und- antekninga vera í taumi á borgar- landinu. Talsvert er kvartað yfir að hundaeigendur fari ekki eftir þessum reglum. Hundaeftirlitið vill eins minna á að bannað er að vera með hunda á ylströndinni í Nauthólsvík, á hólmunum í Elliðaárdal og við bakka Elliðaánna um laxveiði- tímann. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirs- nefi, í Geldinganesi og á auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga í umsjá ábyrgs aðila. - shá Hættur af hundahaldi: Hundar skulu vera í taumi BRUSSEL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, ræðir nú hvað eigi að gera til þess að draga úr mengun vegna innkaupa- poka úr plasti. Meðal þess sem lagt hefur verið til er bann við plastpokunum. Samkvæmt fram- kvæmdastjórninni fljóta um 500 tonn af plastpokum í Miðjarðar- hafinu. Hver Evrópubúi notar að meðaltali 500 plastpoka á ári og flestir nota þá aðeins einu sinni. Ræða á alla möguleika til þess að draga úr notkun plastpokanna sem sagðir eru menga umhverfið í áratugi. Taka á ákvörðun í málinu í ágúst næstkomandi. - ibs Framkvæmdanefnd ESB: Bann við plast- pokum rætt MENNTUN Samtals 60 milljónir voru veittar fimmtán doktors- nemum við Háskóla Íslands í gær úr Háskólasjóði h/f Eimskipa- félags Íslands. Úthlutunin fór fram í Hátíðarsal aðalbyggingar háskólans. Verkefni doktorsnemanna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goða- fræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Sex styrkþeganna koma að utan til doktorsnáms hér á landi. - mþl Háskólasjóður Eimskips: Styrkir veittir doktorsnemum Fara í herferð gegn munntóbaksnotkun Skautafélagið Björninn ræðst í átak gegn munntóbaksnotkun. Bannar tóbaks- notkun iðkenda og áhorfenda í Egilshöll. Treystir því að leikmenn meistara- flokks átti sig á hlutverki sínu sem fyrirmyndir yngri kynslóða félagsins. STEFÁN ÖRN ÞÓRISSON ÓSIÐUR Skautafélagið Björninn hyggst skera upp herör gegn munntóbaksnotkun í tengslum við íshokkíiðkun. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 27° 24° 17° 23° 21° 17° 17° 21° 17° 20° 23° 33° 14° 21° 17° 15° Á MORGUN 4-10 m/s SUNNUDAGUR 4-10 m/s. 0 1 1 0 1 4 8 6 6 3 6 8 4 1 -2 5 12 15 10 10 15 8 5 5 1 0 -1 0 -1 -1 5 4 HELGARKULDI Ekki ætti að loka vetrarfl íkurnar inni alveg strax því það verður kalt um helgina. Talsverður vindur verður um mest allt land í dag en hægir til morg- undagsins. Hiti um frostmark N-lands um helgina en 2-8 stig S-lands. Næturfrost um allt land. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Það er mikill misskiln- ingur í gangi um að þetta sé eitthvað skárra en annars konar tóbaksnotkun. STEFÁN ÖRN ÞÓRISSON STJÓRNARMAÐUR Í BIRNINUM Eitt lag í lagasamkeppni Aðeins eitt lag barst í samkeppni um Hafnardagalag 2011 í Ölfusi. Bæjar- yfirvöld ætla að ræða við höfundinn um áframhaldandi vinnslu á laginu. ÖLFUS Vínbúðarmáli aftur frestað Skipulagsnefnd Akureyrar frestaði á fundi sínum á miðvikudag að taka afstöðu til umdeildrar breytingar á deiliskipulagi sem gerir ÁTVR kleift að byggja við vínbúð sína á Hólabraut. Íbúar í kring mótmæla harðlega og afgreiðslu málsins hefur áður verið frestað. AKUREYRI ESB vill framfarir Evrópusambandið segir að Serbía verði að hraða umbótum og herða leitina að grunuðum stríðsglæpa- mönnum, vilji Serbar geta hafið aðildarferli á þessu ári. SERBÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.