Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 33
20. maí föstudagur 7 áandi íþróttafélagsins Vals. TABULLA menn til að sýna hönnun sína og hafa þeir nú stofnað með sér samtök sem nefnast Módelsam- tökin. „Hugmyndin var að fá ein- hverjar tignarlegar skepnur til að sýna hönnunina og þeir hafa flest- ir mjög gaman af þessu. Nú hafa verið stofnuð Módelsamtök í kring- um þetta og meðlimirnir hittast reglulega til að fara út að borða og svona,“ segir hann og brosir. BRJÁLUÐ FÓTBOLTABULLA Guðmundur er uppalinn í miðbæ Reykjavíkur og á tvö systkini. Hann er miðjubarn en segist þó ekki hafa verið þetta dæmigerða miðjubarn sem hafi þurft að berjast fyrir at- hyglinni. „Ég var mjög athyglisvert og fjörmikið barn,“ segir hann bros- andi. Auk tískunnar á fótboltaíþróttin allan hug Guðmundar, sem kveðst vera einlægur aðdáandi íþrótta- félagsins Vals. „Ég er brjáluð fót- boltabulla, sem er líklega ágætt mótvægi við fatahönnunina. Ég spila fótbolta með utandeildarlið- inu FC Mjöðm og er líka mikill Vals- ari. Ég sótti meðal annars um að hanna 100 ára afmælisbúning liðs- ins, sem var nokkuð snúið verkefni því ég vildi nota bómull í treyjurn- ar en þessir fótboltamenn vilja ekki spila í neinu nema gerviefnum. Það fór svo að lokum að ég gerði þetta bara eftir mínu höfði og notaði bómull í búningana,“ segir hann hlæjandi. Liðsmenn Vals klæddust búningunum í sérstökum afmæl- isleik liðsins og voru búningarnir því næst seldir stuðningsmönnum. Ég fylgist líka með enska bolt- anum og er United-maður þar, það svalar titlaþörf manns.“ Inntur eftir því hvort hann mundi heldur vilja vera atvinnumaður í fótbolta hjá Manchester United eða hönn- uður hjá Alexander McQueen seg- ist Guðmundur mundu kjósa fót- boltann fram yfir hönnunina. „Bara af því ég veit að það er ekki séns að það yrði að raunveruleika. Helst mundi ég samt vilja vera at- vinnumaður í Val.“ FRUMBURÐURINN Á LEIÐINNI Guðmundur trúlofaðist nýver- ið Kolbrúnu Vöku Helgadóttur og eiga þau von á sínu fyrsta barni í byrjun hausts. Hann viðurkenn- ir að spennandi tímar séu fram undan í einkalífinu og hlakk- ar mikið til komu frumburðar- ins. „Ég er orðinn mjög spennt- ur og eins undirbúinn fyrir þetta hlutverk og maður getur orðið. Ég mun ekki klúðra þessu, það vona ég í það minnsta,“ segir hann glaðlega. Spurður út í framtíðaráform sín segir Guðmundur margt á döfinni og nefnir í því samhengi verkefni sem hann hyggst vinna með fyrrverandi bekkjarsystur sinni, Siggu Mæju, nýja og stærri herralínu fyrir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og mögulega kvenfata línu. „Það er hellingur í gangi og nóg af alls konar auka- verkefnum í bígerð. Ég kem oft- ast meiru í gang ef ég hef nóg að gera,“ segir hann að lokum. Glæsilegt úrval af kjólum Njóttu þess að koma! Stíll - Laugavegi 58, 101 Reykjavík sími: 551 4884 - www.stillfashion.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.