Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 11

Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 11
FÖSTUDAGUR 20. maí 2011 11 JAFNRÉTTISMÁL Auglýst er eftir framlögum þessa dagana í sam- evrópska auglýsingakeppni sem miðar að því að uppræta hvers kyns ofbeldi gegn konum. Í fyrstu verðlaun eru fimm þúsund evrur sem jafngilda 824 þúsund krónum. Að keppninni stendur UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir Vestur-Evrópu, í samvinnu við jafnréttisstofnun SÞ en skila- frestur í hana rennur út 31. maí. Á síðasta ári héldu SÞ sams konar keppni gegn fátækt en þá bar Íslendingurinn Stefán Einarsson, hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Hvíta hús- inu, sigur úr býtum. Stefán er meðlimur í dómnefnd að þessu sinni. „Það var skemmtilegt fyrir mig sem Íslending, þegar Stef- án vann sams konar keppni í fyrra og ég sé enga ástæðu til að íslenskir hönnuðir láti ekki til sín taka að þessu sinni. Það er enn tæpur hálfur mánuður til stefnu og það hafa aldrei þótt rök á Íslandi að lítill tími sé til stefnu!“ segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá SÞ, um keppnina. Rúmlega tvö þúsund fram- lög bárust í keppnina í fyrra og þegar hafa borist rúmlega átta hundruð auglýsingar frá 37 ríkjum í ár. Þátttökurétt hafa allir Evr- ópubúar en tilkynnt verður um sigurvegara 25. nóvem- ber á Alþjóðlegum baráttudegi til upprætingar ofbeldis gegn konum. - mþl NEI VIÐ OFBELDI Skilafrestur í keppn- ina rennur út 31. maí næstkomandi. ALÞINGI Stjórnvöld hafa ákveðið að taka upp strandsiglingar með vörur milli landshluta að nýju í tilraunaskyni. Fram kom í máli Ögmundar Jónassonar innaríkis- ráðherra á Alþingi í gær að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær af því yrði. Í svari sínu við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns utan flokka, sagði Ögmundur þverpólitískan vilja til að koma á strandsiglingum við Íslandsstrendur að nýju þó að dagsetningar lægju ekki fyrir. - bj Strandsiglingar teknar upp: Tímasetning ekki ákveðin ELDHRESS Robert Mugabe segir rangt að hann sé orðinn heilsuveill. NORDICPHOTOS/ AFP SIMBABVE, AP Robert Mugabe, for- seti Simbabve, blæs á sögu sagnir þess efnis að heilsu hans fari hrakandi. Hinn 87 ára harðstjóri segist þvert á móti vera við hestaheilsu og það sama gildi um eiginkonu hans. Í viðtali við ríkisfjölmiðilinn Herald sagði Mugabe að þau hjón- in iðkuðu líkamsrækt reglulega. Þau hefðu þó gengist undir minni- háttar aðgerðir, hann við skýi á auga, en hún fór úr mjaðmarlið og hefur því verið hjá sjúkraþjálfara. Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980. - þj Forseti Simbabve: Segist vera við hestaheilsu DÓMSMÁL Ríflega tvítugur Ólafs- firðingur hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fang- elsi fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan Sjallann á Akureyri aðfaranótt þjóðhátíðar- dagsins 17. júní í fyrra. Maðurinn lenti í átökum við jafnaldra sinn sem lyktaði með því að hann sparkaði ítrekað í höfuð hans og líkama. Maðurinn, sem á nokkurn sakaferil að baki, játaði brotið. Þolandinn hlaut talsverða áverka í andliti, meðal annars skekktust tennur hans verulega. Honum eru dæmdar ríflega 420 þúsund krónur í bætur úr hendi árásarmannsins. - sh Skilorð fyrir árás við Sjallann: Barði mann á þjóðhátíðarnótt FÉLAGSMÁL Innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna fag- ráð sem fjalla á um ásakanir um ofbeldisbrot og kynferðisbrot, sérstaklega hjá trúfélögum. Í tilkynningu frá innanríkis- ráðuneytinu kemur fram að fag- ráðið eigi að vera ráðherra til ráðgjafar og leiðbeina um leiðir til úrbóta í þessum málaflokki. Starfshópinn skipa Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vist- heimila, sem er formaður hóps- ins, Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, og Björgvin Björgvinsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn. - bj Nýtt fagráð um kynferðisbrot: Skoða trúfélög sérstaklega ze br a OKKAR líftryggingar hf. • Sóltúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 540 1400 • www.okkar.is Með nýrri lagasetningu Alþingis þann 14. apríl síðastliðinn vannst sigur í því réttlætismáli að bætur sjúkdómatrygginga verði skattfrjálsar. Jafnframt er skattyfirvöldum heimilt að endurgreiða tekjuskatt sem þau hafa innheimt af bótagreiðslum úr sjúkdómatryggingum. OKKAR líftryggingar hf. beittu sér fyrir því að bundið yrði í lög að bætur sjúkdómatrygginga væru skattfrjálsar. Þeim er ætlað að auðvelda fólki að takast á við gjörbreyttar aðstæður í lífi sínu og eru í eðli sínu bætur til að mæta nýjum fjárhagslegum forsendum og breyttu lífsmynstri. Ekki er eðlilegt að skilgreina bótagreiðslur af þessu tagi sem tekjur. Þess vegna fögnum við nýrri lagasetningu Alþingis og bendum þeim sem fengið hafa bætur úr sjúkdómatryggingum á undanförnum misserum á rétt sinn til endurgreiðslu hafi þær verið skattlagðar. Auglýst eftir framlögum í samevrópska auglýsingakeppni: Evrópubúar sameinist gegn kynbundnu ofbeldi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.