Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 32

Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 32
6 föstudagur 20. maí Efnilegur Guðmundur Jörundsson er eini strákurinn sem útskrifaðist úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hann er einnig einlægur aðdá Guðmundur Jörundsson var eini strákurinn sem útskrifaðist úr fatahönn- unardeild Listaháskóla Íslands í vor. Hann hefur þegar hannað heila fatalínu fyrir Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar og dreymir um að stunda framhalds- nám við Central Saint Martins. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Anton Brink Á h u g i G u ð m u n d - ar á tísku kviknaði á unglingsárunum og sautján ára gamall ákvað hann að hætta í menntaskóla og snúa sér að öðru. Hann hóf störf í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og vann þar í nokkurn tíma þar til hann ákvað að sækja um í fatahönnunardeild Listaháskólans. „Það ýtti mikið undir tískuáhugann að vinna í Herrafataversluninni og vera í kringum öll þessi klæðskerasaum- uðu föt. Ég ákvað svo að sækja um í LHÍ, bjó til möppu og fékk inni.“ Þrátt fyrir að hafa verið eini strákurinn í bekknum segist Guð- mundur aldrei hafa verið skilinn út undan. „Þetta var mjög góður bekk- ur og öll okkar samskipti voru mjög eðlileg. Mér leið alltaf vel í hópi með þessum stelpum.“ Guðmundur stefnir á frekara nám í hönnun og dreymir um að stunda framhaldsnám við hinn virta skóla Central Saint Mart- ins í London. Fyrst ætlar hann þó að verða sér úti um meiri starfs- reynslu. „Það er mjög erfitt að komast inn í þann skóla enda er hann einn sá besti í heimin- um. Það er líka frábær stökkpall- ur út í atvinnulífið að útskrifast úr þessum skóla. Mig langar reyndar ekkert sérstaklega mikið að búa í London, en það eru bara fordóm- ar í mér,“ segir hann. Inntur eftir því hvar í heiminum hann mundi helst vilja búa segist hann sér- staklega heillaður af Mongólíu. „Ég rannsakaði fatahefð í Mongólíu fyrir BA-ritgerðina mína og fannst landið mjög heillandi og engu líkt. Draumurinn væri að flytjast þang- að einhvern tímann í framtíðinni.“ Aðspurður segir hann breska hönnuðinn Alexander McQueen alltaf hafa verið í miklu uppáhaldi hjá sér, en sá lést hinn 11. febrú- ar í fyrra. „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Sagan segir að hann hafi fjórum sinnum sótt um í Central Saint Martins áður en hann fékk inngöngu, þannig að maður á kannski séns,“ segir hann brosandi. EKKI BARA RETRÓ FÖT Áður en Guðmundur útskrifað- ist úr náminu var hann þegar far- inn að hanna sérstaka herralínu fyrir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Línuna mætti kalla klass- íska og minntu flíkurnar nokkuð á fatnað breskra herramanna frá því um miðja síðustu öld. Hann seg- ist hafa verið mjög heppinn með það hvað eigendur verslunarinnar voru opnir fyrir hugmyndum hans. Línan seldist vel og viðurkennir Guðmundur að honum hafi í fyrstu þótt skrýtið að afgreiða sína eigin hönnun. „Mér fannst þetta mjög skrýtið fyrst og svolítið óþægilegt að vera í búðinni þegar verið var að selja fötin. Þótt það hafi van- ist reyndi ég oftast að koma mér hjá því að selja fötin sjálfur,“ segir hann. Aðspurður segist hann oftast sækja innblástur sinn til klass- ísks herrafatnaðar en viðurkenn- ir þó að hann sé svolítið klofinn þegar komi að hönnun. „Línan sem ég hannaði fyrir Herrafataverslun- ina er allt öðruvísi en útskriftarlín- an mín. Margir halda að ég hanni bara retró föt og þess vegna kom útskriftarlínan mörgum á óvart. Sú lína fer líklega ekki í framleiðslu eða í sölu, enda voru flíkurnar sérsaumaðar á fyrirsæturnar og ég geri ráð fyrir að þeir fái bara að eiga eitthvað af þessu.“ Guðmundur hefur verið dug- legur við að fá þjóðþekkta karl- BRJÁLUÐ FÓTBOLT ✽ m yn da al bú m ið Tilvonandi eiginkona mín og ég á fyrstu ljósm yndasýnin gu hennar hér- lendis. Við vorum og erum best u vinir. Þórður bróðir og ég í veiðileik eins og flest kvöld. Við vorum og erum bestu vinir. Ég í fangi ömmu min nar, Dóru h eitinn- ar. Drottin n blessi m inningu he nnar, við vorum bes tu vinir. Brot úr línu sem ég hannaði fyrir Kor- mák & Skjöld árið 2010. „Ég er brjáluð fótboltabulla, sem er líklega ágætt mótvægi við fata- hönnunina.“ 5.995,- KRINGLUNNI Verð 18.990,- Stærðir: S - XX L 5.995,- 5.995,- ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ JON&YAN®

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.