Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 5

Morgunn - 01.06.1989, Side 5
Guðjón Baldvinsson: RITSTJÓRARABB Ágætu lesendur. Hér með er fyrra hefti Morguns 1989 loks í höfn komið. Enn erum við nokkuð seint á ferðinni en vonandi förum við nú fljótlega að ná réttum takti aftur hvað útgáfutíma snertir. Á þessu ári erum við að gefa út 70. árgang Morguns og af því tilefni ákváðum við að horfa tilbaka og birta valið efni úr fyrstu 3 tölublöðunum sem út komu af ritinu árið 1920. í þessum ritum kennir að sjálfsögðu ýmissa grasa og flest af því efni er sígilt þar sem það fjallar um hina margvíslegu dulrænu hæfileika fólks og ýmislegt þeim tengt, annað hvort í frásögnum þess sjálfs eða umfjöllun annarra um þá, en í tímanna rás hafa þessir hæfileikar og ejginleikar fylgt manninum og yfirleitt lífinu í heild, og mun gera svo um ókomna tíð. Og ekkert er nýtt undir sólinni, sagði einhvers staðar og svo er um þessi atriði líka, þó þau hafi ef til vill ekki hlotið verðuga viðurkenningu aftur fyrr en nú á allra síðustu áratugum. Síðara hefti Morguns 1989 mun einnig verða á svipupum nótum og þetta hefti og munum við þá væntanlega birta valið efni úr eldri og nýrri tbl. ritsins. Á síðasta aðalfundi félagsins kom reyndar fram sú tillaga að Morgunn birti einstök erindi sem rituð hefðu verið af 3

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.