Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 30

Morgunn - 01.06.1989, Page 30
FYRSTI MIÐILL RAYMONDS MORGUNN leynilögreglumaður var ráðinn til þess að komast eftir því, hvort frú Leonard hefði nokkrar njósnir í frammi. Dömurn- ar bera afdráttarlaust vitni um heiðarleik miðilsins og stór- merkilega hæfileika hennar. Pær sýna fram á það með ljósum dæmum, hver fjarstæða það sé að ætla sér að skýra sumt af því, sem fram kom, með fjarhrifun, og þær draga engar dulur á það, að þær telja sig hafa komist í samband við framliðna vinkonu sína, og að henni hafi ekki aðeins tekist að koma með atriði úr lífi sínu, sem þær vissu, heldur og með atriði, sem þeim var með öllu ókunnugt um. Mér þykir ekki ósennilegt, að ýmsum þyki gaman að því að fá einhverja frekari vitneskju um frú Leonard, þar sem hún er áreiðanlega, í sinni röð, ein af merkilegustu konum jarðarinnar. Því miður er magn þeirra sannana, sem komið hefir hjá henni fyrir tilveru ósýnilegs heims og sambandi við hann, lokað fyrir almenningi, að því undanteknu, sem prent- að er í „Raymond“ og þessari nýju bók breska Sálarrann- sóknafélagsins. Hitt er eign einstakra manna, sem fengið hafa fundi hjá frúnni og flestir líta á þessar sannanir, að sögn, sem helga dóma, er þeim komi ekki til hugar að fleygja út í almenning. En ofurlítið hefir frúin látið uppi um reynslu sína, og það verið prentað í enskum blöðum. Þaðan er það tekið, sem hér fer á eftir. Fyrstu kynni hennar af spíritismanum voru þau, er nú skal greina: Hún átti heima hjá móður sinni úti í sveit, fáar enskar mílur frá borginni Birkenhead. Til þessarar borgar var hún einu sinni send,þegar hún var nálægt 15 ára gömul, og átti að fara þar í búðir. Þá sá hún lítið hús; utan á því var auglýs- ingaspjald, og á því stóð: „Spíritistafundir haldnir hér“. Hún hafði enga hugmynd um, við hvað væri átt með þessu, en það settist fast í minninu. Tveim árum síðar sá hún samskonar auglýsingu í öðrum bæ, og réð af að fara þangað næstkom- andi sunnudagskvöld. Þær mæðgur voru vanar að fara snemma að hátta, en hún gerði sér eitthvað til erindis út og fór á fundinn. Þar var kvenmiðill uppi á palli og var að tala, og henni fannst sú kona hafa kynlegt látbragð og tala bjag- 28

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.