Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 16
DULRÆNANAR FRÁSAGNIR MORGUNN ég ákvað, svo að ég yrði viss um, að þetta væri merki frá þeim. Um sannindi þessara frásagna eru þeir fúsir til að vitna, sem nærstaddir eru nú, og skrifa hér nöfn sín undir: Að frásögnin hér að framan, um úr-og klukkuhljóðið, sé rétt, vottum við undirritaðir: Halldór Stefánsson. Halldór Guðmundsson. Kolbeinn Guðvarsson. Steindór J. Steindórsson. Síðasliðið vor vorum við Steindór í ,,sambandi“ og lék þar allt í lyndi. Mér fannst mikil eftirsjá í því að missa ósýnilegu vinina okkar frá okkur, að loknu sambandinu. Við vorum svo glöð og í góðu skapi, og segi ég við þá: „Góðu vinirnir mínir, reynið þið nú að lofa mér að verða ykkar vör, áður en ég sofna, svo að ég viti, að ég er ekki ein“. „Við skulum reyna“, var svarað, og svo kvöddumst við og sambandið hætti. Steindór fór, og ég háttaði með eftirvæntingu um, hvað nú kæmi. Svo tók ég bók og beið eftir þeim nálægt klukkutíma. Ekkert gerðist. F*eir hafa ekkert getað gert fyrir mig, hugsaði ég, lagði frá mér bókina og kúrði mig til svefns ofan í koddann. í sama bili kom hár hvellur bak við hnakk- ann á mér, og annar álíka rétt á eftir fram við ofninn, eins og skotið væri af tvíhleypu, nema hvað hvellurinn var minni. Ég hló, og þakkaði þeim með glaðri hugsun og fór að sofa. Oft verð ég vinanna minna vör á ýmsan hátt, mér til ánægju, þegar ég er ein, og því er ég sjaldan ein, og hefði ég margt af því að segja. En af því að engin sönnunargögn eru að því, sem ég verð ein vör við, er það ónýtt öðrum en mér. Fyrir tveim árum fékk ég bréf frá Haraldi prófessor Ní- elssyni, með jólapóstinum, og var það Iagt inn til mín í rökkrinu um kvöldið, svo að ég beið með að opna það, þangað til ég kveikti ljós. Áður en ljósið var kveikt, kom Steindór inn til mín. Við höfðum talað um að hafa ,,samband“ það kvöld. Ég kveikti þá, lít utan á bréfið og sé, að hönd séra Haralds er á því. Opna það ekki, en segi við Steindór: „Nú skulum við reyna hvað ábyggilegt samband 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.