Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNN DRAUMAR VII: Þríbrotni gullhringurinn. Sumarið 1907 dreymdi mig, að ég stæði hér á húströppun- um. Þykir mér maður koma ríðandi norðan hlaðið; hann reiðir undir sér stóran poka með grænu grasi og miklu af blómum í, en heldur á orfi með ljá í hendinni. Þá heyri ég að Sigtryggur Þorsteinsson, heimamaður hér, kallar upp norðan við húsið og segir: „Æ, hvað er þetta? Hvert ætlaðir nú að fara?“ Komumaður svarar honum engu, en réttir út til hans aðra höndina, og var á einum fingrinum þríbrotinn gullhringur stór, og segir: „Þennan hring fékk ég nú hjá Ola mínum Möller“ (bróður mínum á Hjalteyri). í því lítur hann til mín, hvessir á mig augun um stund, stígur svo af baki og gengur hratt að tröppunum, eins og hann ætli upp til mín. Ég varð afar hrædd, því að maðurinn þótti mér svo skuggalegur og ægilegur. En rétt í þessu verður honum litið, og einnig mér, suður á melana; þar koma tveir menn þeysandi alfara- veginn og stefna hingað. Gestinum bregður við þetta, hleypur á bak í flýti, ríður suður úr túninu, en tekur sneiðing austur fyrir veginn á svig við hina, meðan þeir ríða fram hjá. Þeir, sem komu, voru Guðmundur Hannesson, fyrrum hér- aðslæknir á Akureyri, og fylgdarmaður hans. G. H. heilsar mér, og ég segi við hann: ,,Ó, hvað ég varð fegin að þér komuð núna; ég var svo hrædd við manninn, sem fram hjá ykkur reið; hver ætli hann sé?“ G.H. hálfhlær og segir: ,,Það er nú dauðinn; honum er aldrei vel við okkur læknana.“ Draumurinn var ekki lengri. Næstu nótt á eftir veiktist maðurinn minn mikið og hast- arlega; héldu sumir á heimilinu, að draumurinn boðaði dauða hans; en svo varð þó ekki. — Óli bróðir minn hafði misst tvær dætur sínar fyrri hluta þessa árs, en ein dóttir hans lifði þá enn hraust og heilsugóð. Enþessiþriðja dóttirin dó á næsta misseri þar eftir, (Sbr. þríbrotna gullhringinn), úr mislingum, sem þá gengu hér og víðar, og deyddu marga, (Sbr. græna grasið og blómafjöldann). 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.