Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 24

Morgunn - 01.06.1989, Síða 24
DRAUMAR MORGUNN þó jarðaðar á Skeggjastöðum; — þetta er þó undarlegt“. Pá segir hún: „Það er nú verið að taka þá þriðju“. Rétt í þessu heyri ég, að séra Jón segir; „Takið þið gröfina þarna hjá þessum gröfum"; hann bendir um leið með hægri hendinni á grafirnar—þá sá ég að þarna voru grafir—og bætir við: „Nú er hægri hönd mín orðin máttlaus“. Pá vaknaði ég. Séra Jón fluttist að Sauðanesi vorið 1906; þar dó síðasta kona hans um sumarið. VI. Maðurinn, sem var að biðja guð miskunnar. Nóttina fyrir 20.des. 1909 dreymdi mig, að ég þóttist ganga út í kirkjuna hér á Möðruvöllum, og ætlaði inn í kórinn. Stúlka af heimilinu var með mér. Þegar við komum inn á kirkjugólfið, sé ég mann standa inni á gráðupallinum, hallast fram á altarið og byrgja fyrir andlit sér með höndun- um. Hann er að tala, og svo hátt, að ég heyri glöggt fremst á kirkjugólfið að hann er að biðja guð miskunnar og fyrir- gefningar á syndum sínum. — Eftir að við höfðum staldrað þarna við örlítið, segir stúlkan, sem með mér var: Æ, við skulum halda áfram inn í kórinn. En ég þverneitaði því. I þessari svipan snýr maðurinn sér snögglega við, og þegar hann kemur auga á okkur, gengur hann mjög hratt fram hjá okkur og út úr kirkjunni; í því hann snaraðist fram hjá okkur þekkti ég hann, hafði séð hann hjá Óla bróður mínum á Hjalteyri; ég flýti mér út til að vita, hvert hann myndi eigin- lega vera að fara; hann gengur norðaustur í kirkjugarðinn og hverfur þar. Um morguninn eftir þessa nótt fannst maðurinn, sem mig dreymdi og ég þekkti í svefninum, á bryggju á Hjalteyri, skotinn gegn um höfuðið. Hann var jarðaður í norðaustur- hluta kirkjugarðisins hérna, nálægt þeim stað, sem ég í svefninum sá hann hverfa mér sjónum. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.