Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 60

Morgunn - 01.06.1989, Page 60
HITT OG ANNAÐ MORGUNN ganga rétt á eftir kistunni, og ég sá fólk, sem ég þekkti, allt í kringum mig; þetta fannst mér vera í götu, sem liggur rétt hjá stöðinni. Þetta var allt mjög greinilegt, og ég var ekki í neinum vafa um, að ég hefði séð rétt. Ég sagði mæðgunum þegar frá þessu. f»ær höfðu tekið eftir breytingunni, sem stóð nokkur augnablik, og þær giskuðu þá á, að þetta mundi verða fyrir farðarför konu, sem við vissum að lá mikið veik í austurenda kauptúnsins. Ekki féllst ég á það, sagði, að þessi jarðarför yrði frá einhverjum húsunum fyrir neðan okkur. En þar var þá enginn veikur. Fjórum eða fimm dögum síðar varð gömul kona bráð- kvödd í næsta húsi fyrir neðan stöðina. Ég var við jarðarför hennar. Hún var borin þá götu, sem ég hafði séð líkfylgdina fara um, og ég tók eftir því, að alveg af tilviljun hafði ég lent í líkfylgdinni, þar sem mér hafði fundist ég vera í sýninni. Feigð Fyrst í febrúar 1912 var ég við stöðina í Keflavík. Það var morgun einn að fátækur heimilisfaðir úr næsta húsi við stöðina kom inn í þeim erindum að tala til Reykjavíkur; hann var vanur að vera á fiskiskútu á vertíð og sumrum, og í þetta sinn var hann að tala við skipstjóra sinn, sem var að segja honum að koma sem fyrst inneftir, því að hann færi bráðlega að leggja út. Meðan maðurinn var að tala, fannst mér eins og hvíslað væri að mér: „Þessi maður kemur ekki aftur, hann drukknar“. Ég sagði vinstúlku minni frá þessu þegar á eftir og bætti því við, að ég væri alveg viss um þetta. í mars — man ekki mánaðardag — frétti ég einn morgun, þegar ég opnaði stöðina, að skútan, sem þessi maður var á, hefði siglt á annað skip og hálf skipshöfnin hefði farist. En engin frétt kom um það, hverjir hefðu drukknað. Ég sagði þá aftur, að áreiðanlega hefði þessi maður verið í þeim flokknum, sem, farist hefði. Síðar um daginn frétti ég, að svo hefði verið. 58

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.