Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 58

Morgunn - 01.06.1989, Page 58
HITT OG ANNAÐ MORGUNN Nú hagar svo til, að norðanmegin við höfnina í Keflavík er standberg, venjulega kallað Bergið. Það er áframhaldandi klettabelti út undir næsta þorp, Leiruna. Mér fannst ég nú fara meðfram Berginu og gæta að, hvort ég sæi ekki bátinn; því ferðalagi gæti ég helst líkt við flug. Þegar ég er komin út undir Leiru, sé ég bátinn koma á móti mér á fullri ferð. Mér fannst ég fara út í bátinn og gæta að, hvort nokkuð væri að mönnunum. Ekki varð ég þess vör að neitt væri þar óvenjulegt; ég sá, að öllum mönnunum leið vel. Nú fór ég ákaflega glöð heim aftur; það var ég komin á svipstundu; ég gekk að rúminu, og nú langaði mig ákaflega til að kalla á telpuna og segja henn að pabbi hennar kæmi bráðum. En þá komu verstu örðugleikarnir; ég vissi ekki, hvernig ég ætti að segja henni það, því að mér fannst líkam- inn, sem í rúminu lá, svo fjarskyldur mér, að mér þótti það ekki árennilegt að eiga að nota hann til þess. Samt reyndi ég, en stóð þó utan við. Eftir margar tilraunir tókst mér að láta líkamann tala; ég kallaði á telpuna; hún kom, og ég fann, að hún varð hrædd við mig. Ég sagði henni, að hún skyldi ekki vera neitt hrædd, því að pabbi hennar kæmi eftir stutta stund. Ég man, að mér þótti þetta afskapleg áreynsla, og ég fann að ég mundi vera ólík sjálfri mér. Þegar þessu var lokið, fór ég að njóta lífsins og frelsisins. Ég fann, að ég var í undursamlegum heimi, og þeim áhrifum, sem ég varð fyrir, get ég alls ekki lýst. Ekki man ég eftir, að ég sæi neinar verur í kringum mig þá, en mér fannst ég finna til þess, að ég væri umkringd af dásamlegum kærleika frá ósýnilegum mætti. Allt í einu fann ég, að ég var komin inn í höfuðið, fann ekkert nema það, en smátt og smátt fór tilfinningin að færast niður í líkamann, síðast í fæturna og þá var ég eins og ég hafði áður verið. Nú gat ég talað, og það fyrsta, sem ég gjörði, var að kalla á telpuna og spyrja hana, hvort ég hefði sagt nokkuð. Jú, ég hafði sagtí óþekkjanlegum málróm, að hún skyldi ekki vera hrædd, pabbi hennar kæmi rétt strax. Hún sagðist hafa orðið hrædd við mig, henni fundist eins og þarna lægi lík; en 56

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.