Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 39
MORGUNN FYRSTl MIÐILL RAYMONDS koma í hverri viku til þess að spila og syngja fyrir okkur, en nú kemur hún og gerir það fyrir m/g“. Hún fór þá upp stigann, fram hjá Philip, og inn í herbergið. Hurðin var í hálfa gátt og hún sá þegar, að þetta var ekki svefnherbergið hennar. Par var stórt píanó mjög dökkt á litinn, og við það sat ung kona. Hún athugaði þessa konu jafn vandlega eins og hún hafði athugað karlmanninn fáum augnablikum áður. En hún fann það fremur en sá, að bæði konan og Philip voru eitthvað frábrugðin þeim mönnum, sem hún hafði séð áður á þessu ferðalagi og vissi, að voru jarðneskir menn. Pau voru alveg jafn áþreifanleg; þau voru að öllu leyti jafn veruleg ásýndum; en hún fann það ó- sjálfrátt, að þau heyrðu andaheiminum til. Pað var eins og unga konan tæki ekkert eftir frú Leonard. Hún sagði þá við Philip: „Er þetta Geirþrúður?“ Hann sagði svo vera. Hún fór lengra inn í herbergið; það var búið sem samkvæmissal- ur; gluggarnir voru stórir og sneru út að stórum aldingarði. Á grasflöt í garðinum voru allmargir stólar og borð. Frúin furðaði sig dálítið á því, að hún skyldi vera þangað komin, og að hún skyldi hafa haldið, að þetta væri svefnherbergið sitt. Pá fannst henni hún missa máttinn til þess að hugsa sam- stætt og meðvitundin þvarr. Hún veit ekki, hvað lengi stóð á því, en heldur, að það hafi verið aðeins fáar mínútur. Pegar hún vissi af sér aftur, var hún komin í svefnherbergið sitt og andlegi líkaminn lá rétt fyrir ofan jarðneska líkamann. Hún vissi ekkert, hvernig hún hafði þangað komist, og fór að verða hrædd um að hún mundi ekki komast aftur inn í jarðneska líkamann. En hún lagði kapp á að stilla sig og telja sjálfri sér trú um, að allt mundi ganga vel. Þá fannst henni hún síga niður á við, en hugsunin ekki vera jafn samstæð og hún átti að sér. Og allt í einu fann hún, að hún lá aftur ofan á rúminu. Hún rak olnbogann niður í rúmið og gerði sér grein þess, að hún væri aftur komin í líkamann. Samstundis var hún með fullu fjöri, og mundi allt nákvæmlega, sem gerst hafði. Hún stökk fram úr rúminu og fór ofan stigann, niður í herbergi, 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.