Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 41

Morgunn - 01.06.1989, Side 41
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS komin, og með þeirn væri maðurinn, sem hún hefði lýst fyrir sér. Frúin fór inn til gestanna og sá, að þetta var sami mað- urinn, sem hún hafði séð í leiðslunni. Henni varð svo mikið um það, að hún gat lítið við gestina talað, og ekki sagt þeim á undan fundinum, hvað fyrir sig hefði borið. Aðkomufrúin sagði, að þetta væri bróðir sinn, að hún hefði sagt honum frá frú Leonard þá um daginn og boðið honum þá að koma með þeim; þess vegna hefði hún ekki getað gert henni viðvart um það, að hans væri von. Á eftir fundinum sagði hún hjónunum, hvað fyrir sig hefði borið. Pegar hún kom að Geirþrúði, sagði aðkomufrúin, að þetta væri mjög dásamlegt, því að Philip hefði átt frænd- konu, sem hefði heitið Geirþrúður og væri dáin, og hún hefði verið vön að koma til þeirra einu sinni í hverri viku til þess að spila og syngja fyrir þau. Frú Leonard lýsti henni og að- komufrúin sagði, að lýsingin væri ágæt. Geirþrúður hafði dáið fyrir eitthvað 6 árum en Philip fyrir einu ári. Næst lýsti hún herberginu, sem hún hafði séð þau í, Philip og Geirþrúði, móðir Philips sagði, að það væri nákvæmlega eins og samkvæmissalur þeirra hjónanna. Á honum er stór gluggi, sem snýr út að grasflöt. Oft höfðu þau drukkið te á þessari flöt, þegar Geirþrúður hafði komið til þeirra, og þá höfðu verið þar stólar og borð. Frú Leonard furðaði sig á þessu. Hún þóttist þess fullviss, að hún hefði séð þau Philip og Geirþrúði; hvernig stóð þá á því, að hún sá þau í þessu herbergi, sem virtist vera á jörð- inni? Philip skýrði þetta fyrir henni síðar, sagði henni, að heimili sitt í andaheiminum væri nákvæmlega eins og það heimili, er hann hefði farið frá á jörðinni og sér hefði þótt svo vænt um, en auðvitað væri það búið til úr því efni, sem væri á astralsviðinu. Og Geirþrúður kæmi enn til sín og léki fyrir sig á hljóðfæri og syngi, eins og áður, en ekki aðeins gamla söngva, heldur líka nýja. Einni til tveim vikum síðar fór frú Leonard aftur út úr líkamanum. Hún sá þá Philip standa við rúmið sitt, eins og hann væri kominn til þess að sækja hana. Hún missti meðvit- undina fáein augnablik, og þegar hún vissi aftur af sér, stóð 39

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.