Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 74

Morgunn - 01.06.1989, Side 74
HITT OG ANNAÐ MORGUNN hefði sofnað, hefði sig dreymt, að hún sæi tvo menn koma eftir götuslóðanum og bera stórar byrðar; hún sagði, að það sem ég gat lýst mönnunum kæmi alveg heim við það, sem sér hefði sýnst þeir vera; en ekki hafði hún séð konuna. Hinar höfðu einskis orðið varar. f»égar við komum heim, var okkur sagt, að sú saga væri sögð um selið, að enginn gæti eða mætti sofa þar. En um það, hvað væri í selinu, hef ég ekkert heyrt. Fólkið í gamla húsinu. Sagan, sem ég ætla nú að segja ykkur, verður dálítið frábrugðin hinum sögunum, að því leyti, að ég get ekki sagt, hvar hún gerðist; ekki heldur á hvaða tíma. Astæða nokkur er fyrir því, sem ég skal segja síðar. Ég hafði fengið ákaflega mikla löngun til að fá að búa í gömlu húsi, sem hafði staðið autt um nokkur ár. Ég veit ekki, af hverju mér datt það í hug, en hugsunin var mjög sterk. Ég hafði gert ráðstafanir til að fá leyfi til að búa í húsinu. En sama kvöldið, sem ég hafði ákveðið það, dreymdi mig um nóttina, að ég þóttist koma heim að húsinu. Mér fannst þar vera margt fólk, og ég sá, að þar var allt fullt af húsgögnum. Ég mætti í dyrunum ungri stúlku, hvítklæddri. Hún var vin- gjarnleg, en ég sá, að hún átti annríkt, eins og hún væri við heimilisverk. Ég ávarpaði hana og sagðist vera komin hingað til þess að skoða húsið, því að ég ætlaði að fá að búa í því. Það sagði hún, að ég gæti ekki fengið. Ég sæi það víst, að húsið væri fullt; hér byggi svo margt. Ég mundi eftir því en alls ekki, að nokkur væri hér ósýnilegur. Ég mundi líka eftir því, að þetta var draumur, og allt, sem hún segði um íbúa hússins, hlyti að vera vitleysa. Hún hélt sínu máli fram, og því til sönnunar sagði hún mér, að ég skyldi spyrja fjölskyldu sem búið hafði í húsinu, um þetta, og það fólk mundi þó geta sagt, að fleiri hefðu verið þar. Við þrættum um þetta lengi, þangað til ég lét undan og sagði, að það gæti vel verið, það byggi þar, en það gerði mér ekkert til; ég gæti fengið að búa þar eins fyrir því. Ekki sagði 72

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.