Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 334. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGTLÍF SKAPANDI SVEITAKONA MEÐ FÆREYSKT BLÓÐ Í ÆÐUM JÓRUNN VIÐAR Tónskáldið fagnar níræðisafmæli KRÓNAN hefur nú styrkst um tæp- lega 20% á tveimur dögum, eða frá því hún var sett á flot að nýju í fyrradag við opnun millibanka- markaðar með gjaldeyri. Krónan styrktist um rúm 11% í gær, sem er mesta styrking hennar á einum degi frá því hún var sett á flot á árinu 2001. Styrkingin kemur til viðbótar við rúmlega 8% styrk- ingu í fyrradag. Evran kostar nú um 153 krónur, Bandaríkjadollar um 121 krónu og dönsk króna tæplega 21 krónu. Margir höfðu spáð því að krónan myndi veikjast við að verða sett á flot að nýju. Ástæðan fyrir því að það gekk ekki eftir er talin vera sú að er- lendur gjaldeyrir útflytjenda sé að skila sér til landsins í meira mæli en út- streymið er. Þá er næsta víst að hin stífu höft sem eru á útstreyminu hafa sitt að segja. | 28 Krónan Styrking í gær var 11%. Krónan styrkist um tæp 20% á tveimur dögum Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is DÆMI er um að sumarbústaður með láni að upphæð 43 milljónir króna hafi verið sleginn á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á tíu milljónir. Bankinn sem lánaði keypti. 50 sumarbústaðir í umdæminu hafa verið seldir á nauðungarsölu, um þriðjungi fleiri en í fyrra, þegar þeir voru 38. Þá hafa 55 íbúðir í strjálbýli, ekki sveitabæir þó, farið undir hamarinn en 31 í fyrra. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður segir bústaðina fara á tom- bóluverði við nauðungarsöluna. „Bú- staðir hafa verið að fara á innan við 25% af því sem ætla mætti og sumir á enn minna.“ Hann nefnir dæmi um þrjá bústaði sem hver um sig hafi farið á þrjár milljónir króna en kost- uðu 24. Í nær öllum tilfellum bjóði bankar, kröfuhafarnir, í bústaðina. Ólafur segir erfitt að fá svör frá Fasteignamati ríkisins um fjölda sumarbústaða í Árnessýslu, en fyrir nokkrum árum hafi þeir verið sex þúsund. 700 byggingarleyfi hafi ver- ið veitt í fyrra. Þegar það sé skoðað ásamt því að þriðjungur eignaupp- boða sé á sumarbústöðum vakni spurningar: „Hvernig var fjárfest- ingum háttað í Árnessýslu? Það hlýt- ur að vakna grunur um það að hér hafi menn í raun og veru ætlað sér að græða verulega mikið.“ Ólafur Helgi bendir á að hvergi á landinu hafi eins margar eignir verið boðnar upp. Nauðungarsölurnar hafi verið 177 á þessu ári. 171 fjölskylda hafi þegar misst eign sína, en verið sé að ganga frá hinum sölunum og niðurstaðan ekki fengin. Í fyrra voru eignir á nauðungarsölu 101 en sjö náðu að af- stýra sölunni á síðustu stundu. Bústaðir á tombóluverði  Bústaður með 43 milljónir áhvílandi  Leysti hann til sín á tíu milljónir ÞÓ AÐ Kári bíti í kinn þessa dagana verður það ekkert endilega til þess að krakkar húki inni við. Margir nýta sér frosið yfirborð Tjarnarinnar í mið- borg Reykjavíkur til að renna sér á skautum og sumir grípa jafnvel til hokkíkylfunnar og leika sér í frostinu. Aðrir stytta sér leið yfir Tjörnina og spara sér þannig sporin. Sólargangur styttist óðum og sólin kyssir nú rétt húsþökin. Það veit á gott því brátt fer hún að hækka á ný. Fúsir krakkar leika sér í frostinu Morgunblaðið/RAX  „NÚNA er ljóst að það þarf að hagræða í ríkiskerfinu. Eitthvað þarf að láta undan og við ákváðum að leggja þetta til,“ segir Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækn- inga hjá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi, en ákveðið hefur verið að sameina bráðamóttökuna á Hringbraut og slysa- og bráðadeild í Fossvogi. Stefnt er að því að sam- einuð bráðamóttaka verði til húsa í Fossvogi og á með þessu að ná fram yfir 100 milljóna króna sparnaði ár- lega. Formaður hjúkrunarráðs LSH hefur mestar áhyggjur af sjúklingum sem fram til þessa hafa leitað á Hringbraut, en líst vel á starfshóp sem skoða á samein- inguna. »38 Bráðadeildir sameinaðar  SLÖKKT verð- ur á friðarsúl- unni í Viðey, listaverki Yoko Ono, næstkom- andi mánudag, 8. desember, á dán- ardægri Johns Lennons. Hún hefur lýst frá af- mælisdegi hans, 9. október. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar má bú- ast við því að kveikt verði á henni á ný á vetrarsólstöðum og hún þá lát- in loga fram á nýársdag, líkt og gert var í fyrra. Súlan er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Slökkt á friðarsúlunni á dánardægri Lennons  ÞEIR sem eiga hamingjusama vini, ættingja og nágranna eru mun líklegri til að vera hamingjusamir sjálfir, samkvæmt viðamikilli rann- sókn vísindamanna í Bandaríkj- unum. Rannsóknin bendir til þess að lík- urnar á því að fólk sé hamingju- samt aukist um 15,3% að meðaltali við það eitt að umgangast ham- ingjusamt fólk. Hamingjan er smitandi og smit- ast eins og flensa, segja vís- indamennirnir. »30 Hamingjan er smitandi Leikhúsin í landinu >> 57 Byggingar uppgangstímans eru of stórar miðað við annað í umhverfi sínu, sjálfhverfar og óhóflegar að nánast öllu leyti, að mati Guju Daggar Hauksdóttur. LESBÓK Byggingararfleifð uppsveiflunnar Ný plata Britney Spears er tilraun til að rétta af ímynd hennar og end- urreisa hana sem poppstjörnu með almennari skírskotun en áður, seg- ir Arnar Eggert Thoroddsen. Lappað upp á ímynd Spears Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Hallgrímur eftir Úlfar Þormóðsson, Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Bara gaman eftir Guð- rúnu Helgadóttur og fleiri. Dómar um nýjar bækur Skráðar fjárnámsbeiðnir hjá sýslumanninum í Reykjavík voru 17.128 í nóvemberlok en aðfararbeiðnir, þar á meðal fjárnámsbeiðnir, voru 19.758 allt árið í fyrra. Flestar voru þær í október, 2.068. Sýslu- maðurinn hefur selt 409 bif- reiðar á nauðungarsölu á árinu en seldi 419 allt árið í fyrra. 147 eignir hafa selst í Reykja- vík á nauðungarsölu, en 137 í fyrra. 17.128 fjárnámsbeiðnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.