Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 18

Morgunblaðið - 06.12.2008, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BLEIKJUSTOFNINN í Elliðavatni stendur höllum fæti og sjúkdómur sem greindist í bleikju í vatninu í haust eykur enn á áhyggjur af stofn- inum. Sérfræðingar á rann- sóknadeild fisksjúkdóma á Keldum og Veiðimálastofnun vinna nú að undirbúningi á viðamiklum rann- sóknum í Elliðavatni og fleiri vötn- um þar sem bleikjustofninn hefur hopað síðustu ár. Unnið verður eftir þeirri rannsóknaáætlun næsta sum- ar. Sjúkdómurinn nefnist PKD (e. Pro- liferative Kidney Disease) og veldur sýkingu í nýrum fisksins. Allir lax- fiskar eru næmir fyrir sjúkdómnum, sem hefur ekki áður fundist á Ís- landi. „Ég get ekki neitað því að þetta er alvarlegur sjúkdómsvaldur, sér- staklega í regnbogaeldi, en þekk- ingin á villtum stofnum er takmörk- uð,“ segir Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræðingur á rann- sóknadeild fisksjúkdóma. „Í eldinu geta afföllin verið 30-90% þar sem sjúkdómsins verður vart og dæmi eru um talsverð afföll á villtum stofnum, en rannsóknir þar eru skemmra á veg komnar,“ segir Árni. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma, segir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur í Noregi upp úr 1972. Hann hafi slegið veru- lega á stofna bleikju og urriða í norskum ám og um 70 vötnum og vatnasvæðum. Mikill afföll af yngri fiski Eins og áður hefur komið fram reyndust þrjár bleikjur af átján vera sýktar við rannsókn í Elliðavatni í haust. Ekki aðeins báru þær sýk- ilinn, heldur voru þær orðnar sjúkar. Ekki er vitað hvort þetta hlutfall má yfirfæra á bleikjustofninn í vatninu í heild en þessar bleikjur voru veiddar í net. Talið er að afföll verði sér- staklega mikil af yngri fiski. Það er einnig stofnabundið hve næmir þeir eru fyrir sjúkdómnum. Hitastig vatnsins er sett í sam- hengi við útbreiðslu sýkinnar, en fiskar verða ekki sjúkir fyrr en hita- stig hefur náð 12-15 gráðum. Hita- stig Elliðavatns hefur hækkað mikið á síðustu áratugum. Í vatninu er mosadýr sem er millihýsill fyrir ein- frumunginn sem veldur PKD. Þetta smásæja dýr finnst aðeins í nýrum (blóðdálki) fisks og fiskurinn er á engan hátt hættulegur mönnum. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur hjá Veiðismálastofnun, segir að bleikjan í Elliðavatni hafi ekki náð sér á strik og séu fáar bleikjur í vatninu. Veiðimálastofnun hafi tekið sýni þar árlega frá árinu 1988. Urriðastofninn virðist vera svip- aður yfir þetta tímabil, en frá því í kringum 1990 fækkaði jafnt og þétt í bleikjustofninum fram til aldamóta. Ekki má hrapa að ályktunum Frá árinu 2000 hafi bleikjur í vatn- inu verið mjög fáar. Á sama tíma hafi bleikju einnig fækkað í Hafravatni og Vífilsstaðavatni og þar hafi verið talsvert kaldara en í Elliðavatni. Því þurfi að kanna hvort þessi fækkun bleikju í vatninu tengist hlýnun. Sú tilgáta sé ágæt, en varast beri að hrapa að ályktunum, segir Guðni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsóknir Í Elliðavatni hefur bleikjustofninn hopað á síðustu árum og verður rannsakað hvað veldur, en hækkað hitastig sem auðveldar sjúkdómum leið er meðal líklegra skýringa. Myndin er tekin við vatnið í vetrarstillu í vikunni.                                          !" Viðamikil bleikjurannsókn  PKD-nýrnasýk- ing í Elliðavatni  Alvarlegur sjúkdómsvaldur STJ’ORN Starfsmannafélags Kópa- vogs hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Samningurinn felur í sér framlengingu og breytingu á eldri samningi og er byggður á sama grunni og önnur starfs- mannafélög hafa verið að skrifa undir við Launanefnd sveitarfé- laga. Farið var yfir samninginn á fundi með trúnaðarmönnum í gær. Stefnt er að því að kjósa um hann á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Samið um laun í Kópavogi KORNRÆKT gekk vel í Horna- firði í sumar og hafa kornakrar stækkað og fjölgað úr um 100 hekturum í 150 ha. og nýir korn- ræktendur bæst við. Á vefnum hor- nafjordur.is er haft eftir Grétari Þor- kelssyni hjá Búnaðarsam- bandinu að hey séu mikil og góð eftir sumarið og ásetningur hjá sauðfjárbændum er heldur meiri. Þórey Bjarnadóttir hjá Bún- aðarsambandinu segir að fram- undan sé annatími hjá sauð- fjárbændum, verið er að rýja féð, meta ullina og koma henni til Ís- tex þar sem ullin er þvegin og unnin. Skráðir sauðfjáreigendur í sýsl- unni eru um 40 og sá sem státar af stærsta fjárhópnum er með um 1.200 kindur. Hrútaskráin er ný- komin út og segir Þórey að á þessum tíma sé hún mest lesna bókin meðal sauðfjárbænda enda fengitíminn framundan. Annatími hjá sauð- fjárbændum Á heimasíðu Náttúru- fræðistofnunar Kópavogs er fjallað um bleikjustofninn í Elliðavatni undir fyrirsögninni Nýrnaveiki og loftslagshlýnun. Þar segir meðal annars: Eðlilega vakna margar spurningar í kjöl- far þessa fundar. Þar á meðal af hverju PKD−sýking skjóti fyrst upp kollinum nú. Enda þótt full- snemmt sé að staðhæfa nokkuð í þessum efnum er ekki útilokað að hlýnun Elliðavatns eigi hér sök að máli... Einnig segir þar: Erlendis er vel þekkt úr laxfiskaeldi að sjúk- dómurinn tengist vatnshita en hástig sýkingar og mest afföll verða fyrst og fremst síðsumars þegar vatnshiti nær hámarki, iðulega á bilinu 15−18 °C. Gjarn- an er miðað við að neðri hita- stigsmörk á PKD−faraldri séu við 15 °C. Síðar í umfjölluninni segir: Flest bendir því til að fækk- unina í bleikjustofni Elliðavatns megi rekja a.m.k. að hluta til of hás vatnshita. Neikvæð áhrif óhagstæðs vatnshita á bleikju geta m.a. falist í vaxtarrýrnun, lélegri þroskun hrogna, minni sjúkdómsvörnum og auknum líkum á dauðsföllum. www.natkop.is Tengist vatnshita ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Skíðapakkar 20% afsláttur Skíðadeildin er í Glæsibæ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Jólatilboð Norskir eðal plastbátar. Sterkir, stöðugir og ósökkvanlegir SJÁLFSTÆÐISMENN undirbúa nú Evrópu- og gjaldmiðilsumræðu landsfundarins, sem haldinn verður í janúar. Meðal annars hefur flokkurinn fengið þá Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ársæl Valfells, lektor í við- skiptafræði við sömu stofnun, til þess að framkvæma úttekt á mögu- leikum Íslendinga í gjaldmið- ilsmálum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ársæll hlutverk þeirra Gylfa að taka saman upplýsingar um hvern kost fyrir sig, sem innlegg í um- ræðuna á landsfundi. onundur@mbl.is Gera úttekt fyrir landsfund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.