Morgunblaðið - 06.12.2008, Side 22

Morgunblaðið - 06.12.2008, Side 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 3.495kr. áður 6.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 990kr. áður 1.980 kr. Aðeins 1.245kr. áður 2.490 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 03.12.08 til 08.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. SJÓMANNAFÉLAG Íslands vil beina þeim óskum til stjórnvalda að auka nú þegar við þorskkvótann um 30 til 40 þúsund tonn á yf- irstandandi kvótaári. „Því oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir í ályktun frá stjórn félagsins. Einnig vill félagið koma því á framfæri við menntamálaráðherra að öll skerðing á útsendingum út- varps og sjónvarps bitnar mest á sjómönnum á hafi úti. Þá skorar Sjómannafélagið á ís- lensk fyrirtæki, stóriðjuver (álver) að þau notist eingöngu við farm- skip í reglubundnum áætlunarsigl- ingum til og frá landinu mönnuðum íslenskum farmönnum. „Með því væri verið að skapa tugi starfa til sjós og ættu ráðamenn að ljá þessu lið því ekki veitir af.“ Þá segir félagið að nú sé ljóst að enn og aftur sé sjávarútvegur sú at- vinnugrein sem treysta þurfi á eftir fjármálakreppuna. Aukið verði við þorskkvótann og útsendingar útvarps verði ekki skertar Morgunblaðið/RAX Traust Sjómennska er enn og aftur orðin undirstöðuatvinnugreinin. LÖGMANNAFÉLAG Íslands hefur komið athugasemd- um á framfæri við forseta Alþingis þar sem farið er fram á að Alþingi leiti eftir umsögn og áliti sérfræðinga við smíði á lagafrumvörpum enda hafi borið á því að und- anförnu að frumvörp séu afgreidd í miklum flýti. „Það er sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaaðilum og dóm- stólum, meðferð trúnaðarupplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Telur stjórn Lögmanna- félagsins það afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins. Það er grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum við- urkenndum grundvallarreglum og/eða alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist.“ Lögmannafélag Íslands gagnrýnir vinnubrögð við lagasetningu á Alþingi Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. GISTINÆTUR á hótelum í október sl. voru 103.700, en voru 108.800 á sama tíma í fyrra, sem er því tæp- lega 5% samdráttur milli ára. Á Reykjavíkursvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.100 í 76.400 eða um 8%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 6.400 í 5.100 eða um 20%. Á samanlögðu svæði Suð- urnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 7.400 í 7.300, þrátt fyrir að tvö ný hótel hafi þar bæst við gagnagrunninn. Gistinóttum fjölgaði hins vegar umtalsvert á Austurlandi og Suður- landi. Á Austurlandi fjölgaði úr 2.100 í 2.900 eða um 35%, og á Suð- urlandi fjölgaði gistinóttum úr 9.800 í 12.100 eða um 24%. Morgunblaðið/Valdís Thor Fækkun Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum er nú tekið að fækka. Gistinóttum fækkaði um 5% á milli ára í októbermánuði VEGNA frétta um hugmyndir stöðvarstjóra Laxárvirkj- unar um stækkun stíflu í Laxá vilja Náttúruvernd- arsamtök Íslands benda á að Laxá er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar. Bent hafi verið á aðrar lausnir til að stemma stigu við ísvandamálinu. Vandamálið er að inntak Laxár III er hannað fyrir lón sem aldrei var gert. Opið stendur því upp úr vatninu og ís á greiða leið inn í afrennslisgöngin. Þetta á að vera hægt að laga án þess að eyðileggja ein- hvern fallegasta dal landsins með uppistöðulóni, að mati samtakanna. „Bent hefur verið á leiðir til að veita ísnum framhjá opinu. Þær leiðir hafa – eftir því sem næst verður komist – ekki verið skoðaðar í alvöru vegna þess að uppistöðulón er sú lausn sem Landsvirkjun einblínir á,“ segir í frétt frá Náttúruverndarsamtökunum. Mótmæla uppistöðulóni í Laxárdal Virkjun Laxá í klakaböndum neð- an Laxárvirkjunar. MÓTMÆLAGANGA verður á Ak- ureyri í dag og hefst hún kl. 15. Gengið verður frá samkomuhúsinu og inn á Ráðhústorg. Til máls munu taka Hannes Blandon prestur, Sonja Eyglóardóttir fram- kvæmdastjóri og Jóhann Ásmunds- son nútímafræðingur, auk þess sem Þórarinn Hjartarson sagnfræð- ingur flytur ljóð. Fundarstjóri verð- ur George Hollander leik- fangasmiður. Mótmæla spillingu SUNDLAUG Kópavogs á Rútstúni hlaut viðurkenningu fyrir gott að- gengi í tilefni af degi fatlaðra hinn 3. desember sl. Það var ferilnefnd Kópavogs sem veitti viðurkenn- inguna. Hlutverk ferilnefndar Kópavogs er að sjá til þess að opinberar bygg- ingar og annað húsnæði sé aðgengi- legt öllum, ekki síst hreyfihöml- uðum, sjónskertum og öðrum með sérþarfir. Sundlaug fyrir alla STUTT Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is EKKI verður sparað í grunnskólum án þess að það bitni að einhverju leyti á mannahaldi. Afleiðingin gæti í einhverjum tilvikum orðið sameining bekkja. Þetta segir Kristinn Breið- fjörð, formaður Skólastjórafélags Ís- lands, um mögulegan niðurskurð í grunnskólum. „Ég held að það sé í umræðunni að það þurfi í einhverjum skólum, alveg eins og í öðrum stofnunum sveitarfé- laga, að reyna að hagræða en halda þó uppi lögboðinni þjónustu. Ef það á að hagræða verður um niðurskurð í rekstri að ræða. Launakostnaður í grunnskólum er um 85 prósent af rekstrarkostnaði þannig að það verður ekkert sparað án þess að það bitni á mannahaldi að einhverju leyti. Í einhverjum tilvikum yrði mögulega að sameina bekki þar sem því verður við komið. Það kemur þá kannski niður á gæðum,“ bendir Kristinn á. Sveitarfélögin vinna enn að gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár og eru skólastjórar í viðbragðsstöðu vegna mögulegs niðurskurðar, að sögn Kristins sem er skólastjóri við Foldaskóla í Grafarvogi. „Hjá Reykjavíkurborg voru strax settar á ákveðnar reglur þegar ósköpin dundu yfir nú í október. Það má ekki fara út í fjárfestingar eða annað slíkt nema nauðsynlegt sé til þess að halda grunnstarfseminni uppi. Eins þarf að fá heimild hjá starfsmanna- stjóra til þess að ráða fólk.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir það al- veg ljóst að allra leiða verði leitað til þess að hagræða í rekstri grunnskól- anna. Hins vegar verði að halda uppi lögboðinni grunnþjónustu. „Það hef- ur verið dregið úr kennslu í ákveðnum greinum tímabundið þeg- ar ekki hafa fengist kennarar til starfa. Þá hefur verð reynt að bæta í þá grein á næsta ári til að tryggja að nemendur fái kennslu í greininni á skólagöngunni,“ greinir Eiríkur frá. Hann útilokar ekki að gripið verði til slíkra úrræða í hagræðingarskyni en vonar að menn skoði fyrst og fremst þá þætti sem hafa verið umfram lagaskyldu. Bekkir mögulega sameinaðir í kreppu Niðurskurður í grunnskólum mun bitna á mannahaldi Í HNOTSKURN »Sveitarfélögin vinna nú aðgerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. »Skólastjórar vita enn ekkihversu mikið þeim verður gert að skera niður. Morgunblaðið/G. Rúnar Hagræðing Skólastjórar eru í viðbragðsstöðu vegna mögulegs niður- skurðar í grunnskólum landsins. Halda á grunnstarfsemi uppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.