Morgunblaðið - 06.12.2008, Síða 50

Morgunblaðið - 06.12.2008, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Atvinnuauglýsingar 1.st engineer and electrician wanted Emerald Fisheries AS is fishing company situated in Aalesund, Norway. The company owns and operates the factory trawler M/S "Juvel", built as M/S "Paerangi" at Slipen Mek in Norway on 2003. The vessel has undergone a major conversion at Motorenwerke Bremerhaven in Germany in 2008, where she was lengthened to LOA 99,5 meter and a newly developed factory for processing Krill was installed. The vessel will from February 2009 be fishing for Krill in Antarctica. For this operation we are seeking key personel, specifically: • 1.st engineer • electrician For further information about the positions, please contact: Kjetil Ervik Kjetil@ervik.com Fundir/Mannfagnaðir Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík sunnudaginn 7. desember kl. 20:00 Gerður G. Bjarklind útvarpskona flytur hugleiðingu kvöldsins. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist. Gestasöngvari verður Raggi Bjarna og mun hann syngja við undirleikTríós Carls Möller. Sunnudaginn 14. desember kl. 14:00 verður Jólatréskemmtun Fríkirkjunnar. Kennsla Skálholtsskóli Kyrrð á aðventu Helgina 12.-14. desember nk. verða kyrrðardagar á aðventu í Skálholti. Umsjón: Kristinn Ólason og Harpa Hallgrímsdóttir. Erindi aðventunnar, tónleikar, kyrrð og hvíld. Nokkur pláss ennþá laus. Verið hjartanlega velkomin. Skráning og frekari upplýsingar í síma 486 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is www.skalholt.is Vantar stálsmiði Óska eftir tveimur stálsmiðum með reynslu í vandaðri smíði, örugg verkefni framundan og góð laun í boði fyrir góða menn. Upplýsingar í s. 848-9710. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 Farðu inn á mbl.is FRIÐRIK Ólafsson hefur verið að sækja í sig veðrið í keppni úrvalsliðs skákmanna sem voru í fararbroddi á seinni hluta síðustu aldar og úrvals- liðs kvenna frá Tékklandi, Úkraínu og Lettlands. Þegar tvær umferðir voru eftir í keppni sem fram fer á fjórum borðum var sveit „Goðsagna“ sem svo hefur verið nefnd með naumt forskot, 12½ : 11½. Með Frið- riki í liði eru fyrrverandi heims- meistari Anatolí Karpov, tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort, og þýski stórmeistarinn Wolfgang Uhlmann. Konurnar eru Jana Jac- kova og Katerina Nemcova frá Tékk- landi, Viktorija Smyilite frá Lett- landi og Anna Ushenina. Stig þeirra liggja á bilinu 2.360 til 2.512 en mun- urinn á sveitunum á þó ekki að vera svo mikill því konurnar tefla mun meira en karlarnir og eru þ.a.l. í betri æfingu. „Goðsagnir“ byrjuðu ekki vel því eftir þrjár skákir í fyrstu umferð var staðan 3:0 konunum í vil. Þar bar hæst glæsilegan sigur Jönu Jackovu yfir Anatolí Karpov í aðeins 22 leikj- um og sá þar dagsins ljós ein af fimm stystu tapskákum Karpovs á ferlin- um. Vlastimil Hort náði að minnka muninn og að loknum sex umferðum hefur hann hlotið fimm vinninga, Karpov er með 4 vinninga, Friðrik 2½ vinning og Uhlmann 1 vinning. Friðrik náði að knésetja Katerinu Nemcovu í 6. umferð en missti unnið tafl niður í jafntefli gegn Viktoríu Cmilyte í 4. umferð. Byrjanirnar hafa ekki gengið alveg nógu vel hjá Friðriki en eftir því sem liðið hefur á mótið hefur öryggið aukist. Samsetning þessa liðs er athygl- isverð. Wolfgang Uhlmann var um langt skeið sterkasti skákmaður Austur-Þjóðverja. Hann varð í 5.-6. sæti á millisvæðamótinu í Palma 1970 en tapaði í fyrstu hrinu áskor- endakeppninnar fyrir Bent Larsen. Uhlmann var alla tíð kunnur fyrir dálæti sitt á franskri vörn og í þeirri byrjun tókst honum að sigra Bobby Fischer í Buenos Aires 1960 og gera síðan jafntefli við hann í Stokkhómi ’62. Snemma á áttunda áratugnum höfðu A-Þjóðverjar komið upp harð- snúnu liði ungra skákanna en kerfið var miskunnarlaust; með einu pennastriki var þátttaka þeirra á ól- ympíumótum útilokuð og þeir fengu aðeins á tefla á yfirráðasvæði Var- sjárbandalagsríkjanna. Vlastimil Hort reyndi að halda friðinn við stjórvöld eftir innrásina í Prag 1968 en hafði alla tíða illan bifur á yfirráðum Sovétríkjanna sem m.a. opinberaðist á millisvæðamótinu í Palma 1970 þar sem hann stóð í hörðum deilum um fyrirkomulag mótsins. Hann tefldi við Spasskí í Reykjavík og tapaði naumlega, setti síðan heimsmet í fjöltefli í Valhúsa- skóla, tefldi á Reykjavíkurmótinu 1978 og á afmælismóti Skáksam- bandsins 1985. Karpov er yngstur þeirra fjór- menninga fæddur 1951 og á að baki hvorki fleiri né færri en tíu heims- meistaraeinvígi. Á ýmsu hefur geng- ið í skákum Friðriks gegn þessum heiðursmönnum. Hann hefur unnið þá alla einhverntímann og er fræg- astur sigur hans yfir Karpov í Buen- os Aires 1980. Sú skák sem mun halda minning- unni um þessa keppni á lofti fylgir hér: Prag 2008; 1. umferð: Jana Jac- kova – Anatolí Karpov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Rf6 7. 0-0 Bd6 8. f4 Bc5 9. Rce2 Rc6 10. c3 d6 11. Kh1 Bd7 12. De1 0-0 Það kann að vera að betra hafi ver- ið leika 12. … h5 og hrókera langt. 13. Dh4 Hfe8 14. Rf3 e5 15. b4! Mikilvægt er að hindra aðgang biskupsins að e7-reitnum. 15. … Bb6 16. fxe5 dxe5 17. Rg5 h6 Betra var 17. … Dd8 en 18. Bc4 af- hjúpar þá ýmsa veikleika í stöðu svarts. Nú fær Karpov á sig skæða- drífu baneitraðra leikja. 18. Hxf6! hxg5 Meira hald var í 18. … gxf6 t.d. 19. Dxh6 fxg5 20. Dxg5 Kh7 21. Dh6+ Kg8 og ekki er auðvelt að finna rak- inn vinning því hrókurinn er á leið til e6. 19. Bxg5 Be6 Vitaskuld ekki 19. … gxf6 20. Bxf6 og mátar á h8. Sjá stöðumynd 20. Rf4! Þennan þrumuleik tók Karpov ekki með í reikninginn, 20. … exf4 er svarað með 21. e5! g6 24 Bxg6! og vinnur. 20. … Re7 21. Rd5! Dd7 Skipti svartur upp á d5 opnast leiðin á h7-reitinn. 22. Hh6! Glæsilegur lokahnykkur. Í ljósi þess að 22. … f6 er svarað með 23. Rxf6+ gxf6 24. Hh8+ og 25. Dh7 mát gafst Karpov upp. Tvísýn glíma goðsagna við valkyrjur SKÁK Prag, Tékklandi Friðrik Ólafsson aftur við taflið 29. nóvember-6. desember 2008 Ljósmynd/Helgi Uppsöfnuð reynsla Anatolí Karpov, Wolgang Uhlmann, Vlastimil Hort og Friðrik Ólafsson Helgi Ólafsson helol@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.