Morgunblaðið - 06.12.2008, Síða 64

Morgunblaðið - 06.12.2008, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI WWW.AINTITCOOLNEWS.COM “A STRANGE THING HAPPENED ON MY WAY TO RIDICULE MY WIFE’S LOVE FOR TWILIGHT… I KINDA SORTA FELL A LITTLE IN LOVE TOO.” - HARRY KNOWLES METSÖLUBÓKIN TWILIGHT SEM HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM HEIMINN ER KOMINN ÚT Á ÍSLANDISVALASTA MYND ÁRSINS EIN STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÞESSU ÁRI Í USA MYNDIN SEM GERÐI ALLT BRJÁLAÐ Í USA EMPIRE / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI MYND SEM KEMUR STÖÐUGT Á ÓVART. SÝND Í KRINGLUNNI ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI TWILIGHT kl. 6D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL MADAGASCAR 2 m/ensku tali kl. 8:30D LEYFÐ DIGITAL BODY OF LIES kl. 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL W kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára FERÐIN TIL TUNGLSINS kl. 43D LEYFÐ 3D - DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 3:50 Síðasta sýning! LEYFÐ SEX DRIVE kl. 6 Síðasta sýning! B.i. 12 ára GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ SÝND Í KRINGLUNNI - ROGER EBERT - SÆBJÖRN, MBL ÁSGEIR - SMUGAN - GUÐRÚN HELGA, RÚV TWILIGHT kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 1:30D - 2 - 3:30D - 4 - 6 LEYFÐ DIGITAL MADAGASCAR 2 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:40 PASSENGERS kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára HOW TO LOSE FRIENDS... kl. 5:50 - 8:10 B.i. 12 ára RESCUE DAWN kl. 10:40 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ Þegar ég var krakki vorukeðjubréf það leiðinlegastasem ég gat hugsað mér að fá með póstinum. Ekkert var meira óspennandi og bréfunum fylgdi alltaf sú kvöð að þurfa að senda þau áfram, ég gerði það aldrei. Sleit keðjuna samviskulaust og vonaði að vinir mínir fyndu sér önnur áhugamál en að senda keðjubréf, sú hefur ekki orðið raunin.    Nokkrum árum síðar komnefnilega tölvupósturinn til sögunnar. Á upphafsárum hans í almennri notkun var ómælanlegt magn allskonar keðjubréfa og brandara sent manna á milli. Sem betur fer hefur sendingum fækkað en eitt og eitt keðjubréf læðist þó enn til mín og með harðari hót- unum en fyrr. Fyrstu keðjubréfin voru nefnilega nokkuð saklaus, ég var aðeins leiðinleg við hina sem í keðjunni voru ef ég sleit henni en nú, samkvæmt bréfunum, set ég líf mitt og jafnvel annarra í hættu ef ég sendi það ekki áfram. Stundum horfi ég lengi á tölvu- skjáinn og velti fyrir mér hvort ég eigi að taka áhættuna á að eyða þessum pósti. Hugsanir eins og: „Hvað kemur fyrir mig ef ég vel að sendan þennan póst ekki áfram? og Er hægt að leggja bölv- un á fólk með einni tölvupóstsend- ingu?“ fara í gegnum huga mér. Yfirleitt er rökhugsunin óttanum yfirsterkari og eyða-takkinn verð- ur fyrir valinu. Ef ég vel að senda póstinn áfram, sem gerist nánast aldrei, skammast ég mín svolítið fyrir að vera hjátrúarfull og fer jafnvel að velta fyrir mér hvort álfar og æðri máttarvöld séu til.    Furðulegt er að keðjubréfin seminnihalda þessar hótanir eru yfirleitt voða falleg, fjalla um ást- ina eða vináttuna. Um daginn fékk ég t.d sent ægi- fagurt bréf frá vinkonu minni sem byrjaði á orðunum: „Veistu að á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa er ein persóna af gagnstæðu kyni að hugsa fallega um þig.“ Svo heldur þessi fegurðarrulla áfram en endar á: „Ef þú slítur þessa keðju mun enginn verða skotinn í þér eða bjóða þér út í fimm ár. Sendu þetta áfram á 20 mann- eskjur innan 69 mínútna og þú munt eiga besta dag lífs þíns næsta laugardag.“ Hver vill eiga á hættu að eiga ekki góðan dag næsta laugardag?    Ég eyddi þessum tiltekna póstiog hef fulla trú á því að mér verði samt boðið út næstu fimm ár- in. Mér finnst reyndar kvikind- islegt að senda þennan póst áfram á einhleypa vinkonu sína, það er eiginlega níðingsverk. Svona keðjubréf á að senda á óvini sína, valda þeim hugarangri og vona að bölvunin í bréfinu rætist. Það hvarflar samt alltaf að mér hvort ég hafi gert eitthvað á hlut þeirra sem senda mér slík keðjubréf, en tel líklegast að ég hafi bara orðið fyrir valinu af handahófi.    Það er augljóst hvaða vinir mín-ir það eru sem trúa svona bulli því það eru alltaf þeir sömu sem senda keðjubréfin áfram. Það voru líka þeir sömu sem sendu mér handskrifuð keðjubréf í pósti þeg- ar ég var krakki, þeir hefðu betur sparað frímerkið. ingveldur@mbl.is Kvöðin að fá keðjubréf AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » Það hvarflar samtalltaf að mér hvort ég hafi gert eitthvað á hlut þeirra sem senda mér slík keðjubréf. Reuters Bréf Keðjubréfum fylgir oft falleg hugsun en þau geta samt verið kvöð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.