Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 18
18 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 RÆÐUKÓNGAR Alþingis á þessari öld eru nú sestir í ríkisstjórn að Pétri H. Blöndal undanskildum sem talaði lengst allra á nýafstöðnu þingi. Allt þar til Pétur náði titlinum, höfðu þingmenn Vinstri grænna skipt honum á milli sín. Steingrímur J. Sigfússon talaði lengst á fjórum þing- um af níu á öldinni, Jón Bjarnason á þremur þingum og Ögmundur Jón- asson á einu þingi. Steingrímur á metið frá 127. þinginu, þegar hann kom 471 sinni í ræðustól og talaði í tæpar 44 klukkustundir. Þess ber að geta að 129. og 134. þingin voru stutt og teljast ekki með í meðfylgjandi töflu. Þegar ríkistjórnarskipti urðu 1. febrúar sl. bar svo við að ferðum þre- menninganna í VG í ræðustól Alþingis fækkaði stórlega en þingmenn Sjálfstæðisflokksins færðust allir í aukana. sisi@mbl.is Ræðukóngarnir eru sestir í ríkisstjórn          0 ! + & 7 !-1 8! && 7( " 7(9   !& (00       0 ! + & 7 !-1 8! && 7( " 7('%  "      8! && 7( " 0 ! + & 7 !-1 7('%  "                !"  !"# "!"  ! "! !  ! $ % $% $  #0  0 +     0 ! + & 7 !-1 8&   #9: " ;& %() 0%<"=    "  7('%  " 0 ! + & 7 !-1 ;& %() 0%<"=       7('%  " 8! && 7( " )" 1 ( (00                    !  ! # !"# #!  !" "!  #!  ! #!   #0  0 +     7('%  " 0 ! + & 7 !-1 8! && 7( "      0 ! + & 7 !-1 7('%  " ) 0  ;&  >=      ?:0&  ' @ A 7($ !1"=>A B -9 & ! (00                    ! !" !   !  ! !" ! !  !  #0  0 + ÞVÍ fylgir ætíð talsverð eftirvænt- ing hjá þingmönnum þegar dregið er um sæti í þingsalnum. Sæti númer 13 þykir um margt vera sérstakt. Sætið er gegnt ut- anríkisráðherra og er jafnan nefnt forsætisráðherrasætið, því í því sátu forsætisráðherrar á árunum 1987-’91. En fleira kemur til. Það hefur nefnilega sýnt sig, að þeir sem hreppa sætið hafa gjarnan átt vís- an frama í þinginu. Meðal þing- manna sem þarna hafa setið á öld- inni eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Sól- veig Pétursdóttir, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Jón Bjarna- son. Þau tvö síðastnefndu eru ein- mitt nýir ráðherrar í sitjandi rík- isstjórn. Í gær hreppti Ragnheiður Elín Árnadóttir sætið. En seta í sæti 13 boðar ekki alltaf gott. Síðust til að sitja þar var Arnbjörg Sveinsdóttir, en hún datt einmitt af þingi í síðustu kosningum. Jón Bjarnason Katrín Júlíusdóttir Sæti núm- er þrettán boðar gott ÝMSIR hafa velt því fyrir sé hvort 98 daga seta nýkjörins forseta Alþingis, Ástu R. Jóhann- esdóttur, í síð- ustu ríkisstjórn hafi verið sú stysta í sögunni. Svo reynist ekki vera, þegar sag- an er skoðuð. Sá sem hefur setið styst í einni ríkisstjórn er Ólafur Thors. Hann kom inn í ráðuneyti Ásgeirs Ás- geirssonar 14. nóvember 1932 í kjölfar þess að Magnús Guðmunds dómsmálaráðherra hafði í undir- rétti verið dæmdur í 15 daga fangelsi vegna aðildar að gjald- þrotamáli. Magnús var sýknaður í Hæstarétti og tók að nýju sæti í ríkisstjórn 23. desember. Ólafur vék úr stjórninni eftir 40 dag setu sem dómsmálaráðherra. Ólafur varð síðar ráðherra í mörgum ráðuneytum í samtals rúm 16 ár. Aðrir ráðherrar sem setið hafa stutt eru Stefán Jóhann Stef- ánsson utanríkisráðherra (1941), 61 dag og Jón Pálmason landbún- aðarráðherra (1949), 99 daga. sisi@mbl.is Hefur ekki setið styst Ásta R. Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Eggert Fylking Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands voru fremstir þegar gengið var úr Dómkirkjunni í alþingishúsið. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ALÞINGI Íslendinga kom saman í gær í fyrsta sinn að loknum alþing- iskosningunum. Búast má við því að aðildarumsókn að Evrópusamband- inu verði helsta mál hins nýja þings. Þingsetningarathöfnin hófst með hefðbundum hætti kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. For- seti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, forseti Alþingis, ráðherrar og al- þingismenn gengu fylktu liði til kirkju. Séra Helga Soffía Konráðs- dóttir, prestur í Háteigskirkju, pre- dikaði. Athygli vakti að nokkrir þingmenn kusu að sækja ekki guðs- þjónustuna, heldur stóðu í sólinni á Austurvelli þegar gengið var til kirkjunnar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti 137. löggjafarþingið og flutti stutta ræðu. Forsetinn sagði m.a. að aldrei fyrr hefði al- þingiskosningar borið að með slík- um hætti og mikilvægt væri að geta nú „fagnað því að þjóðin tók af ör- yggi og festu valdið sem henni bar í sínar hendur“. Ólafur gerði einnig aðild- arviðræður að Evrópusambandinu að umtalsefni og sagði: „Enn eru hér alþingismenn sem kynntust því á yngri árum hvernig ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlaga- stundum. Allir vita að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu getur orðið, ef illa tekst til, efnivið- ur í slíkan klofning og því þarf öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir.“ Að ræðu Ólafs lokinni hylltu þingmenn fósturjörðina með fer- földu húrra samkvæmt venju. Síðan tók starfsaldursforseti, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, við fundarstjórn, og stjórnaði kjöri kjörbréfanefndar. Móttaka var haldin í alþingishús- inu og að henni lokinni voru kjör- bréf afgreidd og nýir þingmenn unnu drengskaparheit að stjórn- arskránni. 20 þingmenn unnu eið- inn. Starfsaldursforseti stjórnaði síðan kjöri forseta, kosnir voru varaforsetar og kosið í fastanefndir Alþingis og til Íslandsdeilda þeirra alþjóðasamtaka sem Alþingi á aðild að. Að síðustu var hlutað um sæti þingmanna samkvæmt venju. Nýkjörinn forseti, Ásta R. Jó- hannesdóttir, boðaði endurskoðun á starfsháttum og vinnutíma þingsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu sína mánudagskvöldið 18. maí og hefst hún klukkan 19.50. Bein útsending verður frá umræðunni í útvarpi og sjónvarpi. ESB efniviður í klofning  Forseti Íslands sagði að meðferð ESB-málsins yrði að vera með þeim hætti að sem flestir yrðu sáttir  Þjóðin tók valdið sem henni bar í sínar hendur Morgunblaðið/Kristinn Eiður Svandís Svavarsdóttir er eini nýi þingmaðurinn sem jafnframt er ráð- herra. Hún undirritaði í gær eiðstaf að stjórnarskránni og Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis fylgdist með. Blað var brotið í sögu Alþingis í gær við kjör forseta og vara- forseta þingsins. Forsetinn og allir varaforsetarnir eru konur. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, var kjörin forseti Al- þingis með 59 atkvæðum. Þrír greiddu ekki atkvæði og einn þingmaður var fjarstaddur. Sex varaforsetar voru kjörn- ir: Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, Þuríður Backman, Álfheiður Ingadóttir, Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifs- dóttir og Unnur Brá Konráðs- dóttir. Þetta eru mikil tíðindi því lengst af hefur Alþingi verið stjórnað af körlum. Frá end- urreisn Alþingis árið 1845 allt fram til 1961 voru karlar í for- setastóli, en það ár var Ragn- hildur Helgadóttir kjörin forseti neðri deildar Alþingis. Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sameinaðs Alþingis fyrst kvenna árið 1988. Alþingi hefur starfað í einni deild frá árinu 1991 og hafa þrjár konur gegnt embætti forseta Alþingis frá þeim tíma, Salome Þorkels- dóttir, Sólveig Pétursdóttir og nú Ragnheiður Ásta Jóhann- esdóttir. Loks var kosið í fastanefndir þingsins. Nefndir koma saman á mánudag, þar sem kosnir verða formenn og varafor- menn. Blað brotið á þingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.