Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is AF 58 apótekum sem eru í land- inu eru 42 í eigu stóru lyfjaversl- anakeðjanna tveggja, Lyfju og Lyfja og heilsu. Verslanir þeirra raðast afar misjafnlega í lands- hluta og borgarhluta í Reykjavík. Forsvarsmenn keðjanna segja ástæðuna sögulega. Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju, bendir á að áður hafi ríkið úthlutað leyfum til apóteka á grundvelli þess hvort markaðurinn bæri þau, þannig hafi t.d. aðeins verið leyfi fyrir einu apóteki á Ísafirði o.s.frv. Þegar þessu var breytt árið 1996 og markaðurinn opnaður hafi Lyfja keypt apótek af sjálfstæðum apótekurum á þessum svæðum og lyfjaútibú stundum fylgt með í kaupunum. Með apótekinu á Húsavík fylgdu t.d. útibú á Kópa- skeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Hið sama á við á Austurlandi og Vestfjörðum. Varla sé grundvöllur fyrir fleiri en eitt apótek á fá- mennari stöðum úti á landsbyggð- inni. „En á öllum stærri stöðum þar sem markaður er til staðar, þar er samkeppni.“ Guðni B. Guðnason, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, bendir á að keðjan hafi verið mynduð af lyfsölum sem vildu ekki selja Lyfju. „Þetta eru bara gömlu apótekin sem voru til á þessum stöðum. Það hefur ekki orðið nein skipting og umræðan um að lyfjakeðjurnar séu að skipta svæðum á milli sín er fá- ránleg.“ Þá liggi fyrir að í bæjum sem eru fámennari en um 5.000 íbúar sé ekki grundvöllur fyrir tvö apótek. Apótekarinn á Akureyri Lyfja rekur nokkur lágverðs- apótek undir nafninu Apótekið. Slíkt apótek er á Akureyri og þar reka Lyf og heilsa einnig lág- verðsapótek undir nafninu Apó- tekarinn. Lágverðsapótek er hvergi ann- ars staðar að finna á landsbyggð- inni en Lyf og heilsa stefna nú á að opna Apótekarann á Akranesi, en loka í staðinn apóteki undir eigin nafni. Hvorki Lyfja né Lyf og heilsa hafa í hyggju að opna lágverðsapótek á Selfossi þótt í nágrenni Selfoss búi töluvert fleiri en í nærsveitum Akraness og um- ferð ferðamanna um Selfoss sé mun meiri. Guðni B. Guðnason hjá Lyfjum og heilsu sagði í samtali við Morg- unblaðið á föstudag að ekki væru skilyrði fyrir að opna lágverðsapó- tekið Apótekarann á Selfossi, m.a. vegna þess að Lyf og heilsa á Sel- fossi væri hluti af verslunarkjarna og ætlast væri til að afgreiðslutími væri lengri en raunin er í Apótek- aranum. Hann bendir á að mikið sé selt af dýrum snyrtivörum í Lyfjum og heilsu en þær eru ekki á boðstólum í Apótekaranum. Í sjálfu sér stæði samt ekkert í vegi fyrir því að opna Apótekarann á Selfossi. „Hinn möguleikinn er að hafa lengri afgreiðslutíma og selja þessar dýrari [snyrti-]vörur,“ seg- ir hann. Spurður um ástæður þess að Apótekarinn verður opnaður á Akranesi en ekki á Selfossi, segir hann að staðan hafi einfaldlega verið sú að markaðshlutdeild Lyfja og heilsu á Akranesi hafi verið komið niður í 30%. Þar geti hins vegar ekki verið tvö apótek nema hvort um sig hafi um 50% markaðshlutdeild. „Við vorum komnir niður í 30% og apótekið var að deyja. Þannig að við gátum annað hvort lokað eða gert eina tilraun til viðbótar og náð henni upp í 50%. Sú staða er ekki uppi á Selfossi. Svæðið þar er miklu stærra og ber miklu meira en tvö apótek.“ Hugsanlega væru þó for- sendur til þess að opna líka Apó- tekarann. „En þetta er alltaf spurning um framboð og eft- irspurn. Ef eftirspurnin er ekki meiri fyrir okkar apótek á Akra- nesi er ekki annað fyrir okkur að gera en að hætta.“ Lyfja skoðaði Vesturbæinn Eins og fyrr sagði er Lyfja að- eins með eitt apótek í vesturhluta Reykjavíkur. Sigurbjörn Gunn- arsson segir að skýringin sé að hluta til söguleg. Lyfja hafi keypt Laugavegsapótek og reki það nú undir eigin nafni en hafi ekki opn- að nýtt apótek í þessum borg- arhluta. Lyfja hafi á hinn bóginn skoðað Vesturbæinn. „Við vorum að skoða hann mjög alvarlega áð- ur en hrunið varð. Þá reyndar opnaði Apótek Vesturlands nýtt apótek þar, Reykjavíkur apótek, og það hafði sín áhrif,“ segir hann. Skipting landsins sögð eiga sögulegar ástæður Lyfjaverslanir og lyfjaútibú Landsbyggðin Höfuðborgarsvæðið Vík Kirkjubæjarklaustur Höfn Stöðvarfjörður Fáskrúðsfjörður Vopnafjörður Þórshöfn Borgarfjörður Egilsstaðir SeyðisfjörðurNeskaupst. EskifjörðurReyðarfjörður Kópasker Húsavík Siglufjörður Ólafsfj. Dalvík AkureyriSauðár- krókur Skagaströnd BlönduósHólmavík Bolungavík Ísafjörður Þingeyri Patreksfjörður Hvammstangi Búðardalur Borgarnes Akranes Ólafsfjörður Grundarfjörður Stykkishólmur Reykjanesbær Grindavík Þorláks- höfn Vestmannaeyjar Hvera- gerði Laugarás Selfoss Hella Hvolsvöllur Aðrar lyfjaverslanir Raufarhöfn  Lyf og heilsa opna lágverðsapótek á Akranesi en ekki á Selfossi sem þó er vænlegri verslunarstaður Í HNOTSKURN » Lyfja rekur verslanirundir merkjum Lyfju, Apóteksins, Heilsuhússins og Lyfjalausna. VÍS á 40% í Lyfju, Kaupfélag Suð- urnesja á 40% og VBS Fjárfestingabanki á 20%. » Lyf og heilsa rekaverslanir undir nafni Lyfja og heilsu, Apótek- arans og Skipholtsapó- teks. Lyf og heilsa er í eigu Karls og Steingríms Wernerssona en þeir keyptu félagið út úr Mile- stone. Í Reykjavík vestan Kringlumýrar- brautar búa 40.000 manns. Þar rekur Lyfja eitt apótek en Lyf og heilsa reka á hinn bóginn fimm apótek á þessu svæði. Skýringin er sögð söguleg. Hinn 15. september 2007 birti Ólaf- ur Adolfsson sem rekur Apótek Vesturlands auglýsingar undir yf- irskriftinni: „Ert þú að niðurgreiða lyf fyrir Skagamenn?“ Þar kom fram að verð hjá Lyfjum og heilsu og Apóteki Akraness væri nánast alltaf hið sama, en hjá Lyfjum og heilsu í Vesturbæ væri verðið mun hærra eða allt frá 22% til 77%. Sama dag gerði Samkeppniseft- irlitið húsleit hjá Lyfjum og heilsu. Ólafi Adolfssyni finnst rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafa tekið alltof langan tíma. „Í því er ákveð- inn sigur fyrir Lyf og heilsu, vegna þess að menn hugsa sig nú tvisvar um áður en þeir leggja út í sam- keppni við lyfjarisana ef þeir þurfa að þreyja þorrann í upp undir þrjú ár áður en niðurstaða fæst í mál- inu.“ Finnst rannsókn á samkeppni ganga hægt RÓSA Dögg Flosadóttir, sett- ur forstjóri Út- lendingastofn- unar, segir að tónlistarmann- inum Ben Frost hafi ekki verið synjað um fram- lengingu á tíma- bundnu dvalarleyfi, sem dvöl hans hér hafi byggst á, heldur hafi honum verið synjað um búsetuleyfi sem sé ótímabundið. „Það er rétt að taka skýrt fram að það er ekki verið að meina honum frekari dvöl hér á landi,“ segir hún. Sá sem fær búsetuleyfi þarf að hafa búið hér í a.m.k. fjögur ár, á grundvelli tímabundins dvalarleyfis. Meðal skilyrða fyrir veitingu slíks leyfis er svokölluð trygg framfærsla. Útlendingastofnunin hafi ekki talið þessum skilyrðum uppfyllt og var umsókninni synjað. Sú ákvörðun var kærð til dómsmálaráðuneytis. Í við- tali við Ben Frost í Morgunblaðinu í gær undraðist að hann fengi aðra meðferð, en Bobby Fischer sem fékk ríkisborgararétt sem Alþingi veitti honum með sérstakri ákvörðun. Frost getur dvalið hér áfram Ben Frost

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.