Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 10
Jólateiti Varðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpar samkomuna, sr.Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur les úr nýrri bók sinni og Tríó Eddu Borg leikur létta jólatónlist. – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið föstudaginn 4. desember frá kl. 17 til 19 í Valhöll Bjarni Benediktsson Hjálmar Jónsson 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Forsetinn fór í útvarpsviðtal til að tjásig ekki um viðbrögð við áskor- unum vegna Icesave. En forsetinn er búinn að tjá sig. Yfirlýsingin sem hann gaf við undirritun núverandi laga er mjög afdráttarlaus. Ef forsetinn vill vera sjálfum sér samkvæmur getur enginn vafi leikið á viðbrögðum hans við nýju ríkisábyrgðarfrumvarpi. En hitt er ekki útilokað að forsetinn hafi svo sem ekki áhuga á að vera sjálfum sér samkvæmur að þessu sinni     Nú segist forsetinn ekki mega tjá sigá meðan þetta mál sé til með- ferðar á þingi. Mikið rétt. Hann hafi einmitt gætt þessa er fjölmiðla- frumvarp var til meðferðar. Það er nú svo.     Þá breytti forsetinn ferðaplönum oglagði nótt við dag til að komast heim. Hann lenti í eltingarleik við blaðamenn. Hann sendi Dorrit eina í konunglegt brúðkaup í Danmörku og sat eftir á Bessastöðum, ef ske kynni að Alþingi lyki umræðunni. Málið var enn til umræðu þegar Dorrit kom heim. Það vissu því allir sjáandi menn með góðum fyrirvara hvað stóð til. Kosningastjórinn Sigurður G. og skjólstæðingurinn Jón Ásgeir gátu andað rólega.     Látbragðsleikarar hafa margsannaðað það má segja langa sögu sem ekki verður misskilin án þess að mæla orð frá vörum.     Allir vita líka að fjölmiðlalögummátti breyta aftur hvenær sem þingið kaus og allt var komið í samt lag. Icesave-lögin munu hins vegar bíta íslenskan almenning í áratugi og enginn fær því breytt. Ólánið felst í því að nú er það fólkið sem á mikilla hagsmuna að gæta en í fyrra dæminu var það fjölmiðlakóngurinn og frænd- inn. Þetta er ekki miklu flóknara en það. Forsetinn og fjölmiðlakóngurinn. Tjóar ekki um að tala Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EKKI hefur tekist að færa sönnur á að fimm menn, sem grunaðir eru um að hafa ætlað að gera 19 ára stúlku frá Litháen út í vændi hér á landi, hafi verið með fleiri stúlkur á sínum snærum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á málinu. Lögreglan hefur ekki viljað útiloka að fleiri stúlkur tengist málinu. Umfangsmikil rann- sókn málsins hefur hins vegar ekki staðfest þenn- an grun. Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum frá Litháen sem grunaðir eru um að hafa ætlað að selja stúlk- una mansali hér á landi hefur verið framlengt til 30. desember. Mennirnir hafa verið í varðhaldi frá 13. og 18. október. Málið hófst þegar 19 ára stúlka frá Litháen kom til landsins í október. Ýmislegt þótti benda til þess að landar hennar hér á landi ætluðu sér að fá hana til að stunda vændi. Grunur beindist líka að því að Íslendingar tengdust málinu og sat einn maður alllengi í varðhaldi sem grunaður var um aðild að málinu. Málið er núna hjá ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákærur. Mennirnir fimm eru einnig grunaðir um innbrot, ofbeldisbrot og að hafa innheimt verndargjald af löndum sínum frá Litháen sem búa hér á landi. Þeir hafa flestir áður gerst brotlegir við lög. Grunur lék einnig á að mennirnir tengdust bruna í fiskverkunarhúsi í Grundarfirði, en ekki er talið að hann eigi við rök að styðjast. Eigandi húsnæðisins hefur einnig verið grunaður um að hafa valdið brunanum. Ekki hefur hins vegar tek- ist að sýna fram á að rekja megi brunann til íkveikju. Rannsókn á mansalsmálinu lokið Ekki hefur tekist að sanna að fleiri stúlkur tengist mansalsmálinu á Suðurnesjum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 1 snjókoma Lúxemborg 4 skýjað Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík -1 snjókoma Brussel 6 skýjað Madríd 11 skýjað Akureyri 2 rigning Dublin 8 skýjað Barcelona 14 léttskýjað Egilsstaðir 2 skýjað Glasgow 7 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 rigning London 10 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Nuuk -6 léttskýjað París 9 skúrir Aþena 13 skúrir Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 5 súld Winnipeg -6 snjóél Ósló -6 snjóél Hamborg 2 skýjað Montreal 3 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Berlín 1 léttskýjað New York 9 heiðskírt Stokkhólmur -5 heiðskírt Vín 6 léttskýjað Chicago 6 skýjað Helsinki -4 heiðskírt Moskva 9 þoka Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 3. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.28 0,4 6.40 4,3 13.01 0,4 19.03 3,9 10:52 15:44 ÍSAFJÖRÐUR 2.36 0,2 8.39 2,3 15.13 0,2 21.05 2,0 11:29 15:17 SIGLUFJÖRÐUR 4.37 0,2 10.53 1,3 17.18 0,0 23.44 1,2 11:13 14:59 DJÚPIVOGUR 3.55 2,2 10.14 0,3 16.09 1,9 22.16 0,2 10:29 15:06 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari breytileg átt norðaustanlands. Víða él eða slydduél, einkum við ströndina, en lengst af þurrt suðvest- anlands. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost inn til landsins. Á laugardag Austan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-15 vestan til á landinu fram eftir degi. Víða slydda eða rigning, en úrkomuminna seinni partinn. Hlýnandi veður. Á sunnudag Stíf austlæg átt, rigning og hiti 2 til 8 stig, en slydda með köfl- um norðanlands og hiti rétt yfir frostmarki. Á mánudag og þriðjudag Útlit fyrir austlæga átt með skúrum eða éljum, en úrkomu- lítið norðan og vestan til. Hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil slydda eða rigning, en létt- skýjað að mestu SV- og S- lands. Hiti 1 til 6 stig að deg- inum, en annars um eða rétt yf- ir frostmarki. 957 karlar og 772 konur voru án at- vinnu á Suðurnesjum í gær, eða samtals 1.729 manns. Að sögn Ket- ils Jósefssonar, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Suður- nesjum, er atvinnuástandið veru- lega bágborið en reynt er að útvega atvinnuleitendum úrræði til gagns á meðan beðið er betri tíðar. „Nóvember, desember og janúar eru myrkir, langir og kaldir. Það virðist hafa áhrif hvort sem árferði er gott eða slæmt. Við erum samt bjartsýn og horfum fram á betri tíma með hækkandi sól,“ segir Ket- ill. Í millitíðinni nýtir Vinnumála- stofnun á Suðurnesjum tímann til að útvega þau úrræði sem hægt er. M.a. með samstarfi við atvinnulífið sem boðið hefur upp á starfsþjálf- unarsamninga í 3-6 mánuði. 1.729 atvinnulausir á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.