Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Sudoku Frumstig 9 7 2 1 5 8 6 6 8 1 8 9 3 7 2 9 2 5 3 6 1 2 1 5 9 7 3 8 4 5 8 6 7 4 7 4 3 8 6 1 9 3 1 5 9 9 7 3 6 1 3 2 3 8 9 8 6 6 5 1 4 7 3 8 2 7 5 4 1 7 6 9 4 1 8 2 4 7 9 6 5 1 3 6 1 3 8 5 2 4 9 7 9 5 7 3 4 1 2 6 8 4 3 2 6 1 8 9 7 5 1 9 6 5 3 7 8 4 2 7 8 5 9 2 4 6 3 1 5 6 1 4 8 3 7 2 9 3 7 9 2 6 5 1 8 4 2 4 8 1 7 9 3 5 6 1 4 3 7 2 9 5 8 6 6 7 8 1 4 5 9 3 2 2 9 5 6 8 3 7 1 4 7 3 2 9 5 4 1 6 8 4 8 1 3 6 7 2 9 5 9 5 6 2 1 8 4 7 3 3 2 7 4 9 6 8 5 1 8 6 4 5 7 1 3 2 9 5 1 9 8 3 2 6 4 7 9 3 2 7 4 1 6 8 5 4 8 6 9 3 5 7 1 2 5 1 7 2 6 8 9 3 4 1 6 5 3 9 4 8 2 7 8 7 3 5 1 2 4 9 6 2 4 9 6 8 7 1 5 3 6 9 8 4 2 3 5 7 1 7 2 4 1 5 9 3 6 8 3 5 1 8 7 6 2 4 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 3. desember, 337. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.) Íslendingar hafa margir spurthvers vegna enginn vildi hjálpa Íslandi eftir að íslenskir bankar höfðu skilið eftir sig sviðna jörð víða um Evrópu. Ísland varð vissulega fyrir höggi í október í fyrra, en engu að síður eru kjör fólks víða um heim mun bágari en á Íslandi. Íslensk stjórnvöld skera nú niður framlög til þróunarmála, þótt meiri reisn hefði verið í því að styðja þá, sem eiga von á stuðningi okkar, þrátt fyrir hremmingarnar. Reyndar hafa ís- lensk stjórnvöld alltaf átt erfitt með að finna peninga til þess að leggja til þróunarstarfs – hvort sem verið hef- ur góðæri eða hallæri – og hafa þar verið eftirbátar annarra Norð- urlanda. Almenningur hefur hins vegar verið fús til að leggja sitt af mörkum þegar neyðarkall hefur borist utan úr heimi. Á morgun er dagur rauða nefsins. Þá hyggst Uni- cef á Íslandi safna fé fyrir börn í neyð. Eins og fram kemur á heima- síðu Unicef er hugmyndin að baki Degi rauða nefsins að gleðjast og gleðja aðra um leið og fé er safnað til að styðja börn í fátækari löndum heims. Hugur Víkverja verður hjá fátækum börnum á morgun. Hann vonar að Íslendingar sýni að þeir eru enn aflögufærir. x x x Víkverji hefur fylgst með spurn-ingakeppninni, sem fram fer í morgunþætti Rásar tvö á fimmtu- dagsmorgnum. Fyrirkomulagið á þáttunum er þannig að sá sem tapar á að gera tillögu um næsta kepp- anda. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, féll úr leik skoraði hann á Ólaf Ragnar Grímsson forseta að taka við keflinu. Forsetinn gaf ekki kost á sér og var þá Anna Kristín Jónsdóttir fréttamaður, sem áður sá um morgunvaktina og nú er í Spegl- inum, kvödd til leiks og sýndi þegar rækilega hversu víðlesin og fjölfróð hún er. Víkverji hefur ekki tölu á því hvað Anna Kristín hefur oft haft bet- ur í þessum þáttum, en hefur á til- finningunni að það sé farið að nálg- ast tvo mánuði. Vonandi fær hún laun sem staðgengill forseta fyrir frammistöðu sína. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 áþekkur, 8 leður, 9 ægisnálin, 10 gljúfur, 11 suða, 13 hinn, 15 gleðjast, 18 sussar á, 21 vitrun, 22 drepa, 23 fnykur, 24 lygi. Lóðrétt | 2 ökumaður, 3 prútta, 4 Evrópubúa, 5 ekki gamlan, 6 spil, 7 flanar, 12 væg, 14 tangi, 15 vatnsfall, 16 grotta, 17 flýtinn, 18 furðu, 19 tími, 20 vitlaus. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ósjór, 4 þokki, 7 kerlu, 8 ötull, 9 föl, 11 prik, 13 vinn, 14 eigna, 15 ómar, 17 næmt, 20 Óli, 22 ertur, 23 lú- ann, 24 akrar, 25 tossi. Lóðrétt: 1 ósköp, 2 jarfi, 3 rauf, 4 þjöl, 5 kauði, 6 iglan, 10 öngul, 12 ker, 13 van, 15 ópera, 16 aktar, 18 Ævars, 19 tangi, 20 órar, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. Rd2 bxc4 5. e4 Bb7 6. Bxc4 g6 7. Re2 Bg7 8. Rc3 d6 9. O-O O-O 10. Be2 Rbd7 11. Dc2 Hb8 12. Rc4 Ba6 13. Re5 Rxe5 14. Bxa6 c4 15. Da4 Rfd7 16. Be3 Rd3 17. Da3 Hxb2 18. Bxc4 Hc2 19. Rb5 Rxf2 20. Da4 Rg4 21. Bxa7 Hb2 22. Hab1 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti landsliða sem lauk fyrir nokkru í Novi Sad í Serbíu. Serbneski stórmeistarinn Bojan Vuckovic (2600) hafði svart gegn frönskum kollega sín- um Sebastien Feller (2570). 22… Rb6! og hvítur gafst upp enda getur hann ekki umflúið liðstap. Af Norðurlönd- unum stóðu Finnar sig best á mótinu, þeir lentu í 19. sæti af 38 sveitum en Danir lentu í 22. sæti, Norðmenn í 24. sæti og Íslendingar í 34. sæti. Svíar og Færeyingar sendu ekki lið til keppni. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Einhyrningur. Norður ♠Á72 ♥D105 ♦ÁKDG10 ♣96 Vestur Austur ♠K ♠G104 ♥Á93 ♥KG8642 ♦9532 ♦74 ♣ÁDG43 ♣102 Suður ♠D98653 ♥7 ♦86 ♣K875 Suður spilar 4♠. Alfred Sheinwold (1912-1997) hélt úti vinsælum bridsþætti í bandarískum dagblöðum áratugum saman. Hann hafði þá stefnu í skrifum sínum að halda sig við eitt atriði í einu – spilin urðu að vera „one pointers“. Árið 1994 sat hann á öxlinni á Eric Rodwell og fylgist með handbragðinu. Kom þá upp spilið að ofan: „Engin snilld, svo sem,“ skrifaði Sheinwold, „en gott dæmi fyrir dálkinn minn.“ Austur hafði opnað á 2♥ og því kom vestur út með ♥Á. Vestur spilaði hjarta áfram og Rodwell trompaði. Rodwell spilaði nú spaða og sá kónginn koma úr vestrinu. Eftir smáumhugsun ákvað Rodwell réttilega að leyfa vestri að eiga slaginn. Trompstaðan lá ljós fyrir og Rodwell vildi ekki leyfa austri að komast inn til að þruma laufi í gegn- um kónginn. Góður einhyrningur. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Væri það ekki frábært ef ástfangið fólk væri alltaf jafn tillitssamt? En þannig er það bara ekki. Samt er grunsamlegt ef einhver er sammála öllu sem þú segir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Svo virðist sem allir séu mjög hrifnir af áætlunum þínum. Ekki láta óánægju eða óöryggi þitt valda því að þú segir eitt- hvað sem þú síðar gætir séð eftir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert sannkallaður gleðigjafi og þess vegna sækjast margir eftir fé- lagsskap þínum. Vertu því staðfastur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér er ráðlagt að fara varlega í að tjá þig við þína nánustu. Haltu þig við það sem þú þekkir, það gerist þá að minnsta kosti ekki neitt sem kemur flatt upp á þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú munt sennilega eiga óvenjumikil samskipti við foreldra þína næstu dagana. Sumir dagar eru bara þannig að það vant- ar fleiri klukkutíma í sólarhringinn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það gleður þig að komast að því að einhver er reiðubúinn að styðja þig fjár- hagslega eða með öðrum hætti. Leystu því eigin mál áður en þú fæst við annarra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er mikilvægt að þú áttir þig á að þig er farið að lengja eftir ró og næði heima fyrir. Aðrir munu virða þig fyrir að standa á þínu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna því sem raunverulega skiptir máli. Settu því ekki upp hunds- haus þótt þú mætir smámótbyr. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú verður valin/n til að hreinsa til. Ekki hika við að sýna væntumþykju þeim sem þú umgengst reglulega. Stund- um er best að telja upp að tíu áður en orð eru látin falla. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert ekki nógu skipulögð/ lagður og það pirrar þig þegar skipulags- leysið kemur niður á frítíma þínum. Inn- blásturinn færðu í þínu nánasta umhverfi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er hægt að lyfta sér upp án þess að kosta miklu til. Gæti það verið betra? Fjölbreyttara? Einfaldara? Þú gerir alla brjálaða með spurningum þín- um en þeir eiga eftir að þakka þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Eitthvað sem þú ert að spá í er sennilega ekki mjög góð hugmynd. Betra er að kanna málin sjálf/ur og vita hvað raunverulega er á ferðinni. Stjörnuspá 3. desember 1886 Oscar Nickolin, lyfjasveinn í Reykjavíkurapóteki, auglýsti í Þjóðólfi að hann tæki að sér „tannlækningar án þess að draga tennurnar út“ en þetta mun vera fyrsta íslenska aug- lýsingin um tannlækningar. 3. desember 1970 Verslunarmiðstöðin Glæsibær í Reykjavík var tekin í notkun. Þar var m.a. verslun Silla og Valda sem þá var stærsta mat- vöruverslun landsins. 3. desember 1979 Framsóknarflokkurinn vann einn sinn stærsta sigur í Al- þingiskosningum, hlaut 24,9% atkvæða og 17 þingmenn. 3. desember 1981 Menntamálaráðuneytið stað- festi ákvörðun Náttúruvernd- arráðs um að friðlýsa Þjórs- árver við Hofsjökul. 3. desember 1992 Georgíumaðurinn Grigol Matsjavariani kom til landsins í boði ríkisstjórnarinnar, en hann var sjálfmenntaður í ís- lensku. „Ég er meira en glað- ur, fremur agndofa,“ sagði hann í viðtali við Morgun- blaðið. Grigol dvaldi hér í hálft ár við fræðistörf. 3. desember 1998 Hæstiréttur kvað upp þann dóm að fimmta grein laga um stjórn fiskveiða væri í and- stöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Morg- unblaðið sagði að „líklega hafi ekki verið kveðinn upp jafn óvæntur og jafn afdrifaríkur dómur í 78 ára sögu Hæsta- réttar“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … AUK þess að fagna hálfrar aldar afmæli í dag á Gylfi Þór Orrason þrjátíu ára starfsafmæli hjá Bændasamtökunum á þessu ári. „Ég hef unnið þar nánast allan minn starfsaldur og það liggur við að ég sé að verða þar allra karla elstur,“ segir skrif- stofustjórinn um brauðstritið. Gylfi er þó eflaust þekktari fyrir áhugamál sitt, en hann var til skamms tíma einn fremsti knattspyrnudómari landsins og dæmdi fjölmarga leiki á alþjóðavett- vangi. Hann er varaformaður Knattspyrnusam- bands Íslands og m.a. formaður dómaranefndar. „Áhugamálin eru meira og minna tengd bolt- anum, það má segja að þar séu mínar ær og kýr,“ segir Gylfi. „Ég hef haldið með West Ham frá blautu barnsbeini og það breytist ekki. West Ham hefur verið mitt lið frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 með West Ham-snillingana Moore, Hurst og Peters innanborðs.“ Spurður um veisluhöld í tilefni afmælisins segir Gylfi að slíkt standi ekki til. Hann hafi haldið veglega upp á fertugsafmælið. „Í það afmæli mættu Framarar, dómarar, bændur og vinir mínir úr öllum áttum og skemmtu sér konunglega saman. Ég sá þá að slíka hátíð væri ekki hægt að endurtaka.“ aij@mbl.is Gylfi Þór Orrason knattspyrnudómari 50 ára Slík hátíð ekki endurtekin Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.