Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 LYKILLINN að jólunum er nýtt íslenskt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson sem var frumsýnt um síðustu helgi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. „Sagan gerist að miklu leyti upp í fjöllum, á Vinnu- stofu jólanna þar sem jólin eru fram- leidd,“ segir Snæbjörn um verk sitt. Hann er líka höfundur jólaleikritsins Lápur, Skrápur og jólaskapið sem er verið að setja upp í þriðja sinn fyrir þessi jól. „Þessi verk eiga það sam- eiginlegt að vera blanda af gömlum, íslenskum sagnaheimi og nútíman- um. Þau gerast í okkar nútíma og mannfólkið kemur við sögu.“ Í Lyklinum að jólunum er þeirri spurningu svarað hvernig jólasvein- arnir komist yfir að gefa í alla þessa skó á einni nóttu. Svarið leynist í læstum skáp á Vinnustofu jólanna. Þar vinna þau Signý álfastelpa, Stúfsa og Baldur gamli, en hann einn býr yfir leyndarmálinu um jólasvein- ana og skóna. Hann geymir lykilinn að jólunum. Dag nokkurn hverfur Baldur gamli á brott með lykilinn sinn. Signý álfastelpa fær það erfiða verkefni að finna arftaka hans, svo öll börn fái nú örugglega eitthvað í skó- inn fyrir þessi jól. Snæbjörn samdi einnig tónlistina við verkið ásamt bróður sínum, Baldri Ragnarssyni, en þeir eru með- limir hljómsveitarinnar Ljótu hálfvit- arnir. „Það er alveg hálfvitakeimur af tónlistinni,“ segir Snæbjörn og hlær. „Annars hef ég innsett mér það þeg- ar ég er að semja leikrit og tónlist fyrir börn að hafa það ekki þannig að það sé eins og þau skilji ekkert og viti ekkert. Ég set mig bara í sömu stell- ingar og þegar ég skrifa fyrir full- orðna en auðvitað með tilliti til þess að börn eru börn.“ Leikarar í verkinu eru Þráinn Karlsson, María Þórðardóttir og Jana María Guðmundsdóttir. Leik- stjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Lykillinn að jólunum verður sýnd- ur allar helgar fram að jólum. ingveldur@mbl.is Hvernig geta jólasveinarnir gefið í alla þessa skó? Lykillinn að jólunum Á Vinnustofu jólanna er að mörgu að huga. www.leikfelag.is Snæbjörn Ragnarsson The Box kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Love Happens kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ 2012 kl. 4:45 - 8 - 10 B.i.10 ára This is It kl. 5:30 LEYFÐ 2012 kl. 4:45 - 8 Lúxus Desember kl. 8 B.i.10 ára Jóhannes kl. 3:40 LEYFÐ Friðþjófur forvitni kl. 3:40 LEYFÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Meistarar svarta húmorsins, Coen-bræður er mættir aftur með frábært meistarverk. Skylduáhorf fyrir unnendur góðra kvikmynda! YFIR 32.000 M ANNS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í STÓRUM SAL Í REGNBOGANUM SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sýnd kl. 7 og 10 (POWERSÝNING) Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 36.000 MANNS! Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :00 SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI SÍÐUSTU SÝNINGAR! HHH „Frammistaða leikara er í heildina sann- færandi og einlæg... stendur fyllilega fyrir sínu“ -H.J., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI SÍÐUSTU SÝNINGAR! Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum! Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.