Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÍSLENDINGAR borga 110-115 milljónir króna á dag í vexti af Ice- save, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, við aðra umræðu um Icesave-málið í gær. Það gerir ríflega 40 milljarða króna á ári. Bar hann þetta saman við heildar- tekjur ríkisins af tekjuskatti ein- staklinga og fékk út að allur tekju- skattur 79.041 íslensks skatt- greiðanda á árinu 2009, færi í eins árs vaxtakostnað af Icesave- skuldinni. „Þetta er hrikaleg staða. Þetta eru þær tölur sem menn neita að horfast í augu við,“ sagði Þór og bætti því við að 104 milljarðar króna, fjórðungur allra tekna rík- issjóðs, ættu að fara í afborganir skulda á ári hverju. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsóknarflokks, spurði Þór þá hvort ekki væri verið að tví- telja þær krónur sem ríkið hefði til ráðstöfunar, þar sem þessir tæplega áttatíu þúsund skattgreiðendur ættu að borga Icesave-vextina, en síðan væri gert ráð fyrir sömu sköttum í fjárlagafrumvarpinu, sem hluta af aðgerðum ríkisstjórn- arinnar til að loka fjárlagagatinu. Fyrr um morguninn hafði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, gagnrýnt harðlega að það vantaði inn í bæði fjárlagafrumvarp og fjáraukalög, að gert væri ráð fyr- ir 16 milljarða kostnaði við tónlistar- húsið og 700 milljarða kostnaði vegna Icesave. Sagðist Þór vita af hverju ekki væri búið að setja Icesave-tölurnar inn í fjárlagafrumvarpið, en það væri vegna þess að deilur stæðu um það hvernig, nákvæmlega, ætti að færa þær í ríkisreikninginn. Þór sagði niðurstöðu fram- kvæmdavaldsins í málinu ekki rök- studda. „Það má kannski kalla það því nafni að styðjast við tölur frá Seðlabankanum, en þær tölur eru að hluta til skáldskapur, ég vil fá betri rökstuðning.“ Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefði bent á að skuldir þjóðarbúsins væru ósjálfbærar næstu fimm árin en eftir það gætu Íslendingar mögulega einhvern tím- ann borgað þær. „Ég var á fundi OECD í París um skuldastöðu ríkissjóða Afríkuríkja og OECD-ríkja þar sem Afríkuríkin buðu Ísland velkomið í hópinn.“ Sagðist hann hafa fengið aðvaranir frá Afríkumönnum um að leiðin sem Ísland væri á væri slæm. Sum ríki hefðu orðið þróunarríki þegar þau reyndu að standa við óviðráðanlegar skuldir en festust í skuldafeni. „Það var áhugavert að heyra mál fulltrúa Alþjóðabankans og OECD vera nánast samhljóða í þá veru að við séum komin með ósjálfbæra skuldastöðu og það þurfi að leita annarra leiða, en að skattleggja al- menning inn að beini,“ sagði Þór. Morgunblaðið/Golli Skáldskapur Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, tjáði sig um Icesave. Sagði hann rökstuðning ríkisstjórnar- innar í málinu að hluta til reistan á skáldskap frá Seðlabanka Íslands, um viðskiptajöfnuð og hagvöxt á næstu árum. Tölurnar sem þingmenn neita að horfast í augu við Tekjuskattur 80.000 skattgreiðenda tvítalinn en nýtist bara í eitt: Icesave-vexti „ÞETTA er alveg yndislega, ótrú- lega ómerkilegt,“ sagði fjármála- ráðherra Stein- grímur J. Sigfús- son á Alþingi í gær um meintar leynilegar ástæð- ur sem þrýsti á um lok Icesave- málsins. „Ég er einfaldlega að tala um hinn augljósa veruleika, að ýmislegt tengt okkar stöðu nú er viðkvæmt. Er það eitthvað skrýtið?“ spurði Steingrímur. Hann sagði erfið vandamál tengjast hagsmunum Ís- lendinga hjá meðal annars stórum norrænum og evrópskum bönkum og sjóðum. „Og auðvitað tölum við varlega um það héðan úr ræðustóli á Al- þingi,“ sagði Steingrímur. Yndislega, ótrúlega ómerkileg upphlaup Steingrímur J. Sigfússon ÓSÆTTI er milli þingflokka um hvernig farið skuli með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem væntanleg er í febrúar. Þingflokkur Hreyfingarinnar er ekki aðili að breytingum á lögum um nefndina og vill að í þingnefnd sem mun fjalla um skýrsluna verði tryggt að enginn þingmaður eigi sæti, sem var á Al- þingi í október 2008. Útiloka verði að Alþingi sópi skýrslunni undir teppið. Ekki fæst séð að framlagt frumvarp uppfylli þau skilyrði. Þessari breytingartillögu Hreyf- ingarinnar, sem og öðrum tillögum hennar, var hins vegar hafnað, segir í bréfi til forseta Alþingis frá þing- mönnum Hreyfingarinnar. Deila um meðferð rannsóknarskýrslu Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. Sex vinir alveg óháð kerfi Sími Netið SjónvarpÞað er800 7000 • siminn.is Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.