Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Kalt í veðri Hraustir eru þeir sem vinna úti í brunagaddi eins og verið hefur á suðurhorninu undanfarið. Kristinn HÁTTVIRTUR forseti al- þingis hefur nú kvatt sér hljóðs vegna margumtalaðrar skýrzlu um bankahrunið sem koma á fyrir almenningssjónir í febr- úar næstkomandi. Segir forseti að „viðkvæmustu“ upplýsing- arnar verði ei birtar fyrr en ár- ið 2090. Enda hafi aldrei staðið til að birta allt. Ekki veit ég fyrir munn hverra forseti mæl- ir en hitt veit ég að innistæða kosningavíxilsins var önnur. Þá var talið skilyrði til endurreisnar að fá allt fram, allt upp á borðin og skilja ekki snifsi eftir. Orð forseta alþingis eru því verri en köld vatnsgusa framan í þjóðina, þau eru drottinsvik og skilaboð um áframhaldandi þöggunarsamfélag. Viðkvæmar upplýsingar eru teygjanlegt hugtak, í raun einungis túlkunaratriði. Sú leið sem nú er boðuð, að handvelja gögn úr þessu lykilplaggi endurreisnarinnar, setja í lokað hólf og læsa í 80 ár er þjóðarmorð. Að framlengja líf þöggunarinnar, nógu lengi til þess að fórnarlömb hrunsins séu dauð og líka nógu lengi til að gerendurnir lifi aldrei gjalddagann er þjóðarmorð. Að áskilja hverjum Íslendingi að ná lífaldri bibl- íupersóna gamla testamentisins til að fá botn í samhengi hlutanna er þjóðarmorð. Að ríkisstjórn sem kennir sig við gagnsæi trakt- eri þjóð sína með slíkum skramba er þjóð- arsvik. Með þessu er ekki verið að hlífa þjóðinni heldur refsa og það dauðarefsa. Kjósendum er nú óðum að verða ljóst að skjaldborg heimilanna er tál- sýn. Hin raunverulega skjald- borg er öðrum ætluð. Heimilin og fólkið í landinu er ekki innan hennar heldur utan. Leynt og líka ljóst eftir þessa yfirlýsingu forseta alþingis, sækir þessi ríkisstjórn sér næringu úr sama forarpytti og þær fyrri. Lof- orðin um hreinskilni, heið- arleika og aukna hlutdeild al- mennings í stjórn landsins eru húmbúkk og merkingarlaus. Og nú, með því að leyna mikilvægum upplýs- ingum úr bankahruninu er kröfu þjóðarinnar eftir skýringum út vísað, hvað, hverjir og hvers vegna? Fyrir þjóð sem kenna sig vill við lýðræði breytir þessi yfirlýsing degi í nótt, hún ógn- ar framhaldslífi þjóðarinnar örfáum synda- selum til bjargar. Verði skýrzluleyndin sam- þykkt mun reyna á langlundargeð Íslendinga. Víst er eiginleikinn til staðar en standi valið á milli þess að tóra fram yfir hundraðið eða ýta ómyndinni út úr alþing- ishúsinu ættu fáir að velkjast í vafa. Eftir Lýð Árnason » Sú leið sem nú er boðuð, að handvelja gögn úr þessu lykilplaggi endurreisnarinnar, setja í lokað hólf og læsa í 80 ár er þjóðarmorð. Lýður Árnason Höfundur er næturlæknir. Langlífi eða ýta út ómyndinni? EFLAUST geta stjórn- arflokkarnir nú fagnað því rík- isstjórnin er jafnt og þétt að ná markmiðum sínum um stór- auknar skattahækkanir, álögur og höft. Um langt árabil hafa vinstrimenn gagnrýnt of lága skatta hér á landi og nú er krepp- an notuð sem skálkaskjól til að hækka skatta, bæta við sköttum og flækja skattkerfið út í hið óendanlega. Afleiðingar síðustu ákvarðana um skattahækkanir á atvinnulífið, sérstaka tolla og vörugjöld leiddu til þess að Ölgerðin sagði upp þrjátíu starfsmönnum sl. mánudag og önn- ur sambærileg iðnfyrirtæki bíða átekta. Hinn íslenski iðnaður, þar sem margir hverjir létu glepjast fyrir kosningar af lofrullu Samfylking- arinnar um ESB, er bókstaflega að sligast und- an ákvörðunum stjórnvalda. Ekki er það vegna þess að eftirspurn eftir framleiðslunni hefur dregist saman – þvert á móti hefur eftirspurn eftir íslenskri framleiðslu stóraukist allt sl. ár. Íslendingar velja íslenskt í auknum mæli og vilja standa saman til þess að skapa verðmæti og verja störf. En ekki ríkisstjórnin – hún virð- ist hafa önnur markmið. Með illa ígrundaðri og stórskaðlegri skattastefnu er markvisst verið að eyðileggja störf. Í nafni norrænnar velferðar með „framsæk- inni“ skattastefnu er ríkisstjórnin að fækka skattgreiðendum og fjölga þeim sem þurfa að reiða sig á atvinnuleysisbætur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Í þessum stóra hópi sem því miður missti vinnuna á mánu- daginn er fólk sem hefur unnið hjá Ölgerðinni í áratugi og getur nú aldeilis „fagnað“ jólum hinnar nor- rænu velferðarstjórnar. Skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar þýða ekkert annað en meira atvinnu- leysi, samdrátt þjóðarbúsins og framlengingu kreppunnar um a.m.k. 3-5 ár í viðbót. Og fjár- málaráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki haldið því fram að við höf- um ekkert val. Við sjálfstæðismenn höfum lagt fram ítarlegar tillögur um aðra valkosti, aðrar leiðir út úr kreppunni en ofurskattlagningarleiðina. Þær tillögur hafa verið kynntar opinberlega og hafa það markmið að ýta undir kraftinn í at- vinnulífinu með það að markmið að skapa störf og hraða vegferð okkar út úr kreppunni. En fjármálaráðherrann hefur valið að hunsa þær og á meðan blæðir íslenskum iðnaði út. Afleið- ingin er enn sárari staða fyrir fjölskyldurnar í landinu sem nú þegar eiga verulega undir högg að sækja. Stjórnmálamenn eiga nú að standa saman að því að blása lífi í efnahagslífið en ekki kæfa þá litlu vonarneista sem enn eru glæður í. Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur » Stjórnmálamenn eiga nú að standa saman að því að blása lífi í efnahagslífið en ekki kæfa þá litlu vonarneista sem enn eru glæður í. Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er alþingismaður. Ríkisstjórnin er að ná markmiðum sínum Á SÍÐUSTU dögum hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt uppsagnir starfsmanna. Þau hafa tekið það sérstaklega fram að uppsagnirnar séu beinlínis tilkomnar vegna fyrirhugaðra skattahækkana, auk- inna álaga og sam- dráttar í fram- kvæmdum sem ríkisstjórnin hefur boðað. Með öðrum orðum, vegna efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hingað til hefur ríkisstjórnin svarað allri gagnrýni á stefnu sína á þá leið að hún sé í raun ekki stefna rík- isstjórnarinnar heldur svar við stefnu ríkisins síðastliðin 18 ár. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa svör í þessa veru verið tekin góð og gild í mörgum fjölmiðlum. Nú er hins veg- ar svo komið að ríkisstjórnin getur ekki lengur hlaupist frá eigin stefnu. Það er nefnilega hennar val að hækka skatta og draga svo úr öllum umsvifum í hagkerfinu að fyrirtæki þessa lands sjá engan annan mögu- leika í stöðunni en að segja upp starfsfólki. Það eru aðrar leiðir til að draga úr fjárlagahallanum og á þær höfum við sjálfstæðismenn bent. Nauðsynlegt er að draga úr ríkisút- gjöldum en það er ekki eingöngu hægt að draga saman opinberrar framkvæmdir en snerta varla hár á höfði hinnar opinberu stjórnsýslu sem vaxið hefur hröðum skrefum á undanförnum árum. Vinnubrögð í Reykjavík Á sama hátt og öll einkafyrirtæki þessa lands hafa þurft að hagræða í rekstri sínum þarf ríkisvaldið að gera það sama. Einmitt þetta gerir borgarstjórn Reykjavíkur í nýrri fjárhagsáætlun sinni. Þar er hag- rætt og sparað sem kostur er, án þess að gengið sé að grunnþjónustunni sem borgin veitir. Gengið hefur verið á það fitu- lag sem safnast hefur fyrir í góðærinu en einnig hefur starfsfólk lagt mikið á sig og sparað hvar sem kost- ur gefst. Allt krefst þetta fórna en það er til mikils að vinna ef það tekst að verja störfin og þá þjónustu sem fólk treystir á án þess að auka álögur á fólkið í borg- inni sem síst má við því á þessum tímum. Það samræmist hins vegar ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að fín- kemba ríkisreksturinn til að hag- ræða, spara eða auka tekjur. Stefna hennar er að velta vandanum og erf- iðum ákvörðunum yfir á aðra. Af- leiðingar þessarar stefnu eru vel þekktar og eiga ekki að koma á óvart í ljósi þess að ríkisstjórnin tel- ur sér það til tekna að vera hrein- ræktuð vinstristjórn. Afleiðingarnar eru að einkageirinn dregst saman á meðan hið opinbera lifir góðu lífi og dregur allan kraft úr verðmæta- sköpun og atvinnuuppbyggingu. Þessari stefnu getur ríkisstjórnin ekki klínt á Sjálfstæðisflokkinn. Þessa stefnu á hún skuldlaust. Skattahækkanir Steingríms farnar að virka Eftir Gísla Martein Baldursson Gísli Marteinn Baldursson » Í Reykjavíkurborg er hagrætt sem kostur er en vandanum ekki velt yfir á borg- arbúa með skattahækk- unum eins og gert er hinum megin Von- arstrætis. Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.