Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 ÞEGAR ég heyrði fyrst af því að það ætti að afnema sjó- mannaafsláttinn gat ég ekki annað en sagt við sjálfan mig – hingað og ekki lengra. Forsvars- menn sjómanna verða að koma því greinilega á framfæri hver hin raunverulegu kjör skjólstæðinga þeirra – sjómannanna eru. Vissulega hafa há- setarnir á fjölveiðiskipum Íslands það gott núna en skipin eru ekki nema 6! Já, 6 fjölveiðiskip. Það yrði eins og það ætti að afnema einhver réttindi og kjör í heilbrigðisgeiranum vegna þess að örfáir háls/nef og eyrnalækn- ar eða ein grein sérgreinalækna væru með svo há laun og þar af leiðandi væri réttlátt að afnema áunnin kjör allra lækna sem höfðu á sínum tíma komið til vegna þess hve laun voru lág. Höfum eitt á hreinu, á meðan á góðærinu stóð fóru laun sjómanna lækkandi vegna sterks gengis íslensku krón- unnar. Því var komið á að sjómenn skyldu taka þátt í olíukostnaði og ef einhverjar nýjungar yrðu keyptar til að gera vinnuna skilvirkari eða auðveldari þá bæri sjó- mönnum einnig taka þátt í því. Mér finnst eins og fólk átti sig ekki alveg á þessu. Til að koma með dæmi, hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann heyrt um að fyrirtæki ætlist til þess að starfsmaður taki þátt í að borga rafmagns reikninginn eða hitann hjá fyrirtækinu? Hefur þú, ágæti lesandi, heyrt um að laun starfsmanns hjá fyrirtæki lækki vegna þess að yf- irstjórn fyrirtækisins ákvað að end- urnýja tölvukost fyrirtækisins? Að starfsmaður þurfi að borga sér trygg- ingu fyrir sig úr sínu launaumslagi fyrir það eitt að vinna á þessum vinnustað? Þetta eru „æðislegu“ kjör- in sem sjómenn búa við. Svo er eitt að lokum, bak við launin „háu“ er 12 klukkustunda vinnudag- ur, lengjanlegur í 18 tíma ef þörf þyk- ir, alla vikudagana, alla daga ársins fyrir utan 3, aðfangadag, nýársdag og sjómannadaginn. Vinnustundamán- uður hjá sjómanni er því að minnsta kosti 336 klukkustundir í mánuði! Tökum almennan vinnukraft í landi, hann vinnur frá 8-16, fimm daga vik- unnar sem gerir 160 vinnuklukk- ustundir á mánuði. Mismunurinn er því 176 vinnustundir eða 110% vinnu- stunda munur. Ef sjómaður vinnur 6 mánuði ársins gera það 2.016 vinnu- klukkustundir en ef almennur starfs- maður í landi vinnur í ár gera það 1920 vinnustundir, mismunurinn er því 96 vinnustundir sem sjómaðurinn vinnur meira. Gerum líka þann greinarmun að sjómaðurinn stekkur ekki heim vegna þess að barnið er veikt eða það þarf að fara með barn til tannlæknis. Þar kemur til kasta hins helmingsins (vanalega betri) til að sjá um að hlut- irnir gangi upp. Oft er það svo að kon- ur sjómanna eru heimavinnandi og dreifast launin því á tvo aðila. Í nú- tímaþjóðfélagi getur sjómaður róið 6-8 mánuði á ári sem gerir hann 6-4 mánuði launalausan þar sem hann fær einungis greidd laun þegar hann er úti á sjó. Tökum dæmi: Sjómaður með millj- ón í heildarlaun á mánuði (sem er nær raunveruleikanum yfir sjómanns- stéttina) vinnur 6 mánuði sem gera 6 milljónir í árslaun, sem gera 500 þús- und á mánuði í heildarlaun. Það er al- vitað innan stéttarinnar að helminga þarf alltaf heildarlaunin þín (öll gjöld þar inn í) til að fá hver útborgunin verður, sem er þá 250 þúsund í pen- ingum (þetta var fyrir nýsettan há- tekjuskatt). Segjum sem svo að þessi sjómaður eigi betri heimavinnandi helming í landi, þá er þessi fjölskylda með 250 þúsund til ráðstöfunar yfir mánuðinn. Sem núna í dag er rétt svo framfærslukostnaður. Þetta eru öll „svakalegu“ launin sem sjómenn og þeirra fjölskyldur hafa. Ég ætla að biðja þig, ágæti lesandi, að hugsa hlýlega til okkar sjómanna og ekki horfa á hvað við erum að fá á mánuði heldur horfa á heildarmynd- ina. Við erum meðaltekjufólk í erf- iðisvinnu þar sem starfsaldurinn er ekki hár þar sem menn endast ekki lengi að jafnaði í starfinu. Í hættuleg- asta starfi Íslands þar sem við erum að gera okkar besta til að skila til samfélagsins bæði gjöldum og gjald- eyristekjum. Ég bið ráðmenn þjóð- arinnar að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir taka frá okkur þessi áunnu mikilvægu réttindi sem voru sett á til þess að sjómannstéttin legðist ekki af. Kjaraviðræður hafa því miður litlu skilað til sjómanna þar sem und- antekningalaust eru lög sett á verk- fall sjómanna. Höfum það í huga, ástæðuna fyrir því af hverju það voru sett lög á verkfall sjómanna. Ástæðan er auðvitað sú að Ísland hefur ekki efni á því að stunda ekki sjóinn. Komum vel fram við þessa dýr- mætu sjómenn sem eru að róa okkur úr þessum „brimsköflum“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Er réttlátt að afnema sjómannaafsláttinn? Eftir Pétur Jakob Pétursson »Hin raunverulegu kjör sjómanna. Pétur Jakob Pétursson Höfundur er ungur 3 barna faðir, sjómaður og þriðja árs nemi í sjávar- útvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. ÞAÐ er ekki lengur fréttnæmt að öll ís- lenska þjóðin sé komin á kaldan klaka, þótt enn sé deilt um það hver eða hverjir eigi mestu sök á því. Að mínum dómi er ógjörningur fyrir svonefndu kla- kasparisjóðsstjórana fræknu að skorast und- an höfuðsökinni og hverjir eru þeir? kynni einhver forvit- inn að spyrja. Því er bæði fljót- og auðsvarað. Það eru engir aðrir en Björgólfsfeðgarnir, Kjartan Gunn- arsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og stjórn- arformaður Landsbankans, og svo auðvitað bankastjórarnir tveir Hall- dór Kristjánsson og Sigurjón Árna- son. Í einlægni sagt var „Icesave“ aldrei nokkurn tímann fyllilega „Ice- safe“, svo engilsaxneskunni sé slett hérna. Spillingarferlið allt saman hófst vitanlega með einkavæðingu bank- anna einkum og sér í lagi með fram- kvæmd hennar, sömuleiðis með einkavæðingu Símans. Allt eftirlit var í molum og ekki bætti það heldur úr skák þegar Seðlabankinn greip til þess óyndisúrræðis af afnema með öllu bindiskyldu viðskiptabankanna. Og ekki skulum við alveg gleyma með öllu brambolti fyrrverandi utanrík- isráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, út um allar koppagrund- ir í örvæntingafullri og fáránlegri til- raun hennar til að koma íslensku rík- isstjórninni í Öryggisráðið, þar var ekkert verið að horfa í aurana, öðru nær, enda voru engar sparnaðar- hugmyndir þá komnar á dagskrá. Frammistaða Geirs Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, var heldur ekki með sérstökum glæsibrag. Er það ekki deginum ljósara að hann virtist alveg sannfærður um að hann gæti leyst allan efnahagsvanda okkar með brosi og blessun? Margt misjafnt hafa gömlu flokks- foringjarnir, þeir Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson á samviskunni, en ljótasta blettinn á henni hygg ég þó tvímælalaust vera gjörsamlega blindan stuðning þeirra við þetta óréttláta og meingallaða kvótakerfi. Viss armur innan Sjálfstæð- isflokksins virðist einna helst minna mann á hálfgerðan sértrúarsöfnuð, enda er fylgispekt hans við flokksfor- ystuna alveg með ólíkindum. Verði þeirra mönnum á alvarleg mistök, af- glöp eða jafnvel lögbrot er þessum ósjálfstæðu taglhnýtingum jafntamt að líta gjörsamlega fram hjá þeim og fyrirgefa þeim svo að segja allt. Ólöf Nordal gekk jafnvel svo langt að full- yrða að hrunið væri ekki Sjálfstæð- isflokknum að kenna heldur banka- mönnunum. Með leyfi að spyrja hvaða flokk heldur þingmaðurinn að flestir klakasparisjóðs- stjórarnir kjósi. Svo þótti mér alveg kasta tólfunum þegar Árni Johnsen var titlaður víkingurinn úr Vest- mannaeyjum. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég ekki alveg frá því að þessi ofangreindi og gagnrýnissnauði armur flokksins sé hálfgerðar leifar af nasistaflokkn- um gamla. Í beinu framhaldi af þessu væri kannski ekki úr vegi að sundurliða helstu afglöp fyrri ríkisstjórna og al- þingismanna vorra. Það er vægast sagt eitt samfellt syndaregistur og glappaskotin næstum óteljandi og með öllu ófyrirgefanleg. Meðal þess sem trónir þar eflaust hæst er t.a.m. innganga Íslands í Atlantshafs- bandalagið, það dálaglega hern- aðarbandalag og svo stuðningur okk- ar við innrásarher Bandaríkjanna í Írak að ógleymdum gjafakvótanum ásamt þeirri fáránlegu heimild til framsals. Hugsið ykkur allan þann óskunda sem kvótabraskið hefur gert okkur. Vonandi kemst íslenska þjóðin ein- hvern tímann af þessum kalda klaka sem útrásaróvitarnir og allir óreiðu- mennirnir hafa hrundið henni út á. Þá er það stóra spurningin. Væri ekki réttast að spyrða þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son saman og hengja þá í hjallinn með hinum þorskhausunum í Stöðv- arfirði? segi ég svona í hálfkæringi. Væri ef til vill ekki enn snjallari hugmynd að geyma þá í gjánni hjá Rauðfeldi Þorkelssyni sem Bárður Snæfellsáss hafði steypt þangað í hefndarskyni fyrir að hafa hrundið dóttur hans út á ísjaka sem bar hana alla leið til Grænlands. Að lokum þetta. Fái hinir raun- verulegu sökudólgar ekki sín mak- legu málagjöld væri hreint ekki ónýtt að eiga nú kappa á borð við Rauðfeld Þorkelsson sem gæti komið öllu þessu þokkaliði á ísjaka er bæri það út á reginhaf og næði aldrei landi. Það yrði í einu orði sagt sannkölluð landhreinsun að því. En án alls gamans er ekki löngu kominn tími til þess að núverandi rík- isstjórn taki á sig rögg og sýni þess- um ódámum í tvo heimana? Á köldum klaka Eftir Halldór Þorsteinsson » Vonandi kemst ís- lenska þjóðin ein- hvern tímann af þessum kalda klaka sem útrás- aróvitarnir og allir óreiðumennirnir hafa hrundið henni út á. Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Kanarí í vetur Las Camelias GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Aðeins hjá VITA ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 48 35 7 12 /0 9 Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi í flugflota Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum sjón- varpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Beint morgunflug, glæsilegur flugkostur. Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Verð frá 114.950 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 12 nætur 15. jan.–27. jan. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias. * Verð án Vildarpunkta: 124.950 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð frá 121.300 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 13 nætur 02. jan.–15. jan. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias. * Verð án Vildarpunkta: 131.300 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.