Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Bónus Gildir 3.-6. desember verð nú áður mælie. verð Gríms plokkfiskur, 400 g ............ 398 459 995 kr. kg Kf kofareykt folald m/ beini ........ 466 698 466 kr. kg Kf saltað folald .......................... 466 698 466 kr. kg Bónus kjarnabrauð, 500 g.......... 159 198 318 kr. kg Bónus kleinur, 15 stk. ................ 298 349 20 kr. stk. Bónus ferskar kjúklingabringur .... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Bónus piparkökur, 500 g............ 298 359 596 kr. kg Ali ferskt grísahakk .................... 479 719 479 kr. kg KB ferskt ungnautahakk ............. 974 1.349 974 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 3.-5. desember verð nú áður mælie. verð Lambafille m/fitu úr kjötborði ..... 2.898 3498 2.898 kr. kg Hamborgarar 4x80 g m/brauði ... 456 548 456 kr. pk. Nautahakk, I. fl.......................... 998 1.298 998 kr. kg FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.......... 1.598 2.430 1.598 kr. kg KF léttreyktur lambahryggur ........ 1.755 2.507 1.755 kr. kg KF Londonlamb ......................... 1.539 2.198 1.539 kr. kg Hamborgarhryggur ..................... 798 798 kr. kg Hagkaup Gildir 3.-6. desember verð nú áður mælie. verð Óðals rifjasteik .......................... 549 1.098 549 kr. kg Nautaat, gúllas.......................... 1.379 2.298 1.379 kr. kg Nautaat, snitsel ......................... 1.379 2.298 1.379 kr. kg Holta kalkúnabringur.................. 1.947 2.995 1.947 kr. kg Holta kalkúnalæri ...................... 697 995 697 kr. kg Íslandslamb, lambaprime........... 2.099 2.998 2.099 kr. kg Merrild Black Ground, malað ...... 399 419 399 kr. stk. Machintosh Q.S., 2.418 kg ........ 2.999 3.989 2.999 kr. stk. Kötlu glassúr, 4 litir .................... 189 199 189 kr. stk. Krónan Gildir 3.-6. desember verð nú áður mælie. verð Krónu hamborgarhryggur ............ 898 1.498 898 kr. kg Ungnauta mínútusteik................ 1.979 3.198 1.979 kr. kg Ungnauta piparsteik .................. 1.979 3.498 1.979 kr. kg Ungnauta innlæri, danskt ........... 1.979 3.298 1.979 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.649 2.098 1.649 kr. kg Lambalærissneiðar, kryddaðar .... 1.649 2.098 1.649 kr. kg Samb. hangiframp. úrb., 1/1 ..... 1.798 2.248 1.798 kr. kg Sambands hangilæri, úrb. .......... 1.989 2.848 1.989 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur, skinnl..... 1.598 1.898 1.598 kr. kg Úteyjar taðreyktur silungur .......... 2.698 3.185 2.698 kr. kg Nóatún Gildir 3.-6. desember verð nú áður mælie. verð Nóatúns grísahamborgarhryggur . 1.598 1.898 1.598 kr. kg Grísasteik að hætti Dana............ 999 1.998 999 kr. kg Grísahnakki, úrbeinaðar sneiðar.. 899 1.698 899 kr. kg Grísalundir ................................ 1.299 1.998 1.299 kr. kg Grísalæri í heilu ......................... 598 798 598 kr. kg Grísa Spare Ribs........................ 398 649 398 kr. kg Grísabógur, hringskorinn............. 498 598 498 kr. kg Grísahryggur með pöru ............... 799 1.198 799 kr. kg Grísasíður, pörusteik .................. 489 698 489 kr. kg Þín Verslun Gildir 3.-9. desember verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingabringur, úrb. ....... 2.094 2.992 2.094 kr. kg Ísfugls kjúklingur, heill ................ 682 975 682 kr. kg Ísfugls kjúklingalæri og -leggir ..... 669 956 669 kr. kg Hunt’s tómatsósa, 680 g............ 269 325 396 kr. kg Hunt’s pitsusósa í dós, 425 g ..... 235 325 553 kr. kg Chicago osta-/pepperoniflatb..... 698 989 2.053 kr. kg Nóa nizzabitar m/frönsku núgga . 549 698 549 kr. pk. Nóa rjómasúkkulaði, 200 g ........ 315 389 1.575 kr. kg Helgartilboðin Kleinur og kjúklingur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is A f einhverjum ástæðum er spilum ekki gert jafn hátt undir höfði og bók- um, þrátt fyrir þá stað- reynd að við Íslend- ingar spilum meira en aðrar þjóðir. Við fengum verðlaun ár eftir ár fyrir að vera með mestu spilasölu miðað við höfðatölu í heimi,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri hjá Eg- ilsson ehf. en það fyrirtæki hefur séð Frónbúum fyrir alls konar spilum og púslum í áratugi. „Það er ekki gott að segja hvað veldur því að við Íslend- ingar erum svona mikið fyrir alls konar spil og púsl. Margir vilja meina að veðráttan ráði þar ein- hverju. Vegna kuldans þurfum við að fórna ýmsum áhugamálum yfir vet- urinn sem við stundum annars utan- dyra á sumrin og þá þarf að finna upp á einhverju skemmtilegu inn- andyra. Og svo er það myrkrið, kannski spilum við og púslum til að bægja vetrardimmunni frá. Bæði myrkur og kuldi gera okkur að inniþjóð meirihlutann af árinu enda eigum við í orðaforða okkar hið merkilega orð gluggaveður, sem merkir fallegt veður til að horfa á út um glugga en ekki til að njóta utan- dyra. Á slíkum dögum getur verið gott að vera inni í hlýjunni og púsla, spila, lesa eða leysa krossgátu.“ Stórhuga norðanmenn Kjartan upplýsir þá stórmerkilegu staðreynd að áralöng íslensk tölfræði sýni að fólk fyrir norðan púsli meira en fólkið fyrir sunnan. „Og ekki nóg með það, Norðlendingar púsla líka stærri púsl. Þar kaupa margir tólf þúsund bita púsl en það heyrir til tíð- inda þegar slíkt gerist hér fyrir sunn- an. Fyrrnefnd veðrátta gæti vissu- lega verið skýringin á þessu því á vetrum er jú oft mun kaldara fyrir norðan en sunnan. Við getum líka velt fyrir okkur hvort ólíkar mann- gerðir búi í ólíkum landshlutum. Kannski eru norðanmenn bara svona stórhuga, en það tekur tímann sinn að púsla tólf þúsund bita púsl og und- ir það þarf verulega stórt borðstofu- borð.“ Mikið spilað og púslað á jólum Þónokkur slökun felst í því að púsla og hjá sumum er púsl hrein- lega áhugamál. „Í haust kom átján ára strákur oft í eina búðina okkar til að skoða níu þúsund bita púsl. Hann bað okkur um að taka það frá fyrir sig því hann átti ekki peninga til að kaupa það fyrr en um mánaðamót þegar bætur eru greiddar út, en hann hafði misst vinnuna skömmu áður. Hann hafði sem sagt fundið sér verkefni í atvinnuleysinu, að púsla risastóru púsluspili, og það finnst mér frábært. Það er mikil ögrun að púsla svona stóru púsli og í því felst líka heilmikil þjálfun fyrir heilann.“ Kjartan segir að vissu- lega séu spil og púsl mest keypt fyrir jól, rétt eins og bækur. „Það er hefð fyrir því í mörgum fjöl- skyldum að kaupa nýtt spil fyrir hver jól og margir hlakka til þeirrar skemmtunar sem felst í því að spila saman. Eins kaupa sumar fjölskyldur alltaf stórt púsl fyrir hver jól sem er svo á borðum yfir hátíðirnar og allir grípa í. Tenging við spil og möndlugjöf eru líka mjög sterk og svo eru bæði spil og púsl vinsælar jólagjafir. Við reynum að setja ný spil á markað ár- lega í október en spilasala tek- ur alltaf kipp á vorin og þá komum við oft með annað spil á markaðinn. Þessi vorkippur helgast af því að þegar fólk fer í sumarfríin vill það gjarnan taka með sér spil í bústað- ina eða til útlanda.“ Morðgáta og sprengjuspil Auk þess að gefa út nýtt spil þessi jólin sem heitir Sprengjuspilið ætl- ar Egilsson að gefa út eina morð- gátu sem og að endurútgefa nokkur spil sem voru vinsæl fyrir tveimur ára- tugum. „Flest spil eru sí- gild, við sjáum það best á því að mörg þeirra spila sem við seldum í leikskóla fyrir tuttugu árum eru enn í fullri notkun þar, til dæmis spil eins og Segðu mér sögu og Kapphlaup dýranna, sem bæði eru þroskaspil. Við ætlum meðal annars að endur- útgefa hina sívinsælu hlæjandi kart- öflu eða Potatohead sem hefur reynst vel sem leikur í afmælum.“ Kjartan er sérstaklega ánægður með hugmyndaauðgi Íslendinga þeg- ar kemur að því að hugsa upp ný spil. „Gott dæmi þar um eru ungu stelp- urnar sem bjuggu til Heilaspuna- spilið, strákarnir á bak við Vík- ingaspilið að ógleymdu Fimbulfambinu, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki aðeins að Íslendingar séu duglegir í seinni tíð við að búa sjálfir til sín spil frá grunni, heldur er líka aukning í því að staðfæra spil, svo þau passi í íslenskan veruleika. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í ís- lensku við Háskóla Íslands, sá um að staðfæra Sprengjuspilið fyrir okkur því spilið gengur út á það að búa til orð í kringum stafarunu og þá geng- ur augljóslega ekki að vera með stafarunur sem tilheyra öðru tungu- máli.“ Við spilum meira en við lesum Norðanmenn púsla meira og stærra en Sunn- lendingar. Og íslenska þjóðin hefur margsinnis mælst með mestu spila- sölu í heimi, miðað við höfðatölu. Morgunblaðið/Kristinn Sprengja í hendi Kjartan skemmtir sér vel þar sem hann grípur í sprengjuspilið ásamt starfsfólkinu í Egilsson. Spilabunki er á miðju borði og eitt spil er uppi í einu sem allir leikmenn sjá en á því eru tveir eða þrír bókstafir í röð. Leik- menn eiga að finna orð sem inni- heldur stafarununa. Fyrst er kastað upp teningi og hann segir til um hvort stafarunan megi vera hvar sem er í orði, í upphafi orðs eða enda orðs. Kveikt er á „sprengju“ sem tifar og getur sprungið hvenær sem er næstu 10-60 sekúndurnar. Sprengjan gengur á milli leikmanna og ekki má láta sprengjuna frá sér fyrr en viðkomandi hefur hrópað upp eitthvert orð sem inniheldur stafarununa. Sprengjan skapar spennu því enginn vill að sprengjan springi í höndum hans, því þá situr hann uppi með spilið en sá vinnur sem er með fæst spil á hendi í lokin. Fólk ræður hvað það byrjar með mörg spil í miðjubunkanum og því er hægt að grípa í það án þess að þurfa að spila lengi. Sprengjuspilið er hugsað fyrir alla þá sem eru læsir, allir í fjöl- skyldunni geta verið með. Barnaútgáfa af spilinu kemur út í vor, en þá eru myndir á spil- unum í stað stafaruna. Hægt er að þrengja mögu- leikana til að gera spilið erfiðara, setja til dæmis þau skilyrði að orðið megi einungis vera nafn- orð eða sagnorð eða heiti á stað, svo dæmi sé tekið. Einnig er hægt að leggja upp úr frumleika í orðum. Eins getur refsingin fyr- ir sprenginguna verið eitthvað annað en að sitja uppi með spil! Sprengjuspilið Eftirfarandi orð væri hægt að smíða úr þessum stafarunum: æta: Spætan, ætar, kæta. skj: Skjöldur, ferskja, skjáta. mi: Arminn, missti, nammi. J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.