Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Kæra Hulda, ég mun halda áfram að leita til þín með huga og hjarta. María Birna. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helga straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali, og drauma vekur purpurans í blæ, og norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei nið’r í sæ. (Benedikt Gröndal.) Elsku ljúfan, ekki óraði okkur fyrir því að þessu mundi ljúka svona fljótt. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman, fara saman norð- ur á Akureyri, í útilegur í gömlu tjaldvögnunum okkar, sitja saman og spjalla um lífið og tilveruna, því þegar þau mál bar á góma var ekki komið að tómum kofunum hjá ykkur Gunna. Yndislegar stundir og oft var fallegt glas í hendi hjá okkur konunum. Mikið erum við þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur hjónum þegar börnin okkar fóru að draga sig sam- an og úr varð yndisleg vinátta. Mik- ið á Fönn eftir að sakna ömmu Huldu – þessi mikla vinátta og kær- leikur ykkar á milli. Við munum gera okkar besta til að halda vel ut- an um Gunna og litlu fjölskylduna á Akureyri, þeim og fjölskyldum hinna bræðranna er missirinn mik- ill. Elsku ljúfan, það var yndislegt að fá að kveðja þig og eiga með þér stund áður en þú kvaddir lífið. Elsku Hulda, takk fyrir vinátt- una. Margrét og Hjálmur Geir. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð kæran vinnufélaga og vinkonu. Ég kynntist Huldu fyrir 10 árum þegar hún kom til starfa á Grens- ásdeild Landspítala. Með okkur myndaðist traust samband og góð vinátta. Í Huldu átti ég trúnaðarvin sem ég gat deilt með gleði og áhyggjum í starfi og leik. Hulda sem var menntaður sjúkraliði ákvað um fertugt að skella sér í háskólanám og lauk hún prófi í hjúkrunarfræði frá Háskól- anum á Akureyri 1998. Hulda var því ungur hjúkrunarfræðingur þeg- ar hún kom til starfa á Grensás- deildinni þó svo að hún hefði langa reynslu af umönnun sjúklinga og störfum á sjúkrahúsi. Hulda var mjög metnaðarfull og dugleg og var fljótt valin til stjórnunarstarfa eftir að hún hóf störf á Grensási, fyrst sem aðstoðardeildarstjóri og síðar sem deildarstjóri haustið 2000. Hulda var farsæll deildarstjóri sem leitaðist ætíð við að gera veg deildar sinnar sem mestan og var ötul og óþreytandi við að leita leiða til að bæta aðbúnað og fagmennsku á deildinni með hagsmuni sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks að leið- arljósi. Í starfi sínu sem stjórnandi þurfti Hulda að leiða starfsfólk sitt í gegn- um ýmsar breytingar og hvetja það til að takast á við ný og ögrandi verkefni. Þessi verkefni voru Huldu misauðveld en hún tókst á við þau með samstarfsfólki sínu af festu og einurð. Síðasta verkefni hennar í vor sem deildarstjóri var að taka þátt í að sameina legudeildirnar tvær á Grensási. Hún tókst á við það verkefni af heilum hug þó það væri henni erfitt, henni var efst í huga að gera sjúklingum og starfsfólki deildarinnar sameininguna sem auðveldasta. Hulda var ekki einungis góður samstarfsmaður heldur var hún einnig skemmtilegur félagi og hvatamaður að ýmsum skemmtileg- um ferðum og uppákomum meðal samstarfsfólks á Grensásdeild. Hulda lét af starfi deildarstjóra síðastliðið vor og hóf störf á blóð- meinafræðideild spítalans í ágúst. Hulda var spennt að takast á við ný verkefni en hún hafði ekki verið nema stuttan tíma á nýjum stað þegar hún veiktist. Með Huldu er gengin öðling- skona. Hlýja, glaðlyndi og ljúf- mennska einkenndu fas hennar sem samstarfsfólk hennar mun minnast um ókomna tíð. Ég votta Gunnari og öðrum að- standendum mína innilegustu sam- úð. Þórdís Ingólfsdóttir. Í dag er Hulda Bergvinsdóttir kvödd hinstu kveðju. Við samstarfs- fólk hennar á Grensásdeild erum harmi slegin vegna skyndilegra veikinda hennar og fráfalls. Eftir situr minningin um góðan starfs- félaga sem við nutum samvista við í áratug. Að loknu hjúkrunarfræði- námi kom Hulda til starfa á end- urhæfingardeildina á Grensási árið 1999. Henni var fljótlega falin aukin ábyrgð og gegndi hún starfi deild- arstjóra mestan hluta starfstíma síns. Hulda var farsæl í starfi og bar hag sjúklinga og starfsfólks ætíð fyrir brjósti. Ábyrgð og trúmennska einkenndu störf hennar sem stjórn- anda ásamt glaðværð og hlýju gagn- vart öllu samferðafólki sínu. Við ótímabært fráfall Huldu fyllist hug- ur okkar sorg og söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir að hafa átt samleið með henni og notið alls þess góða sem hún hafði fram að færa. Starfsfólk Grensásdeildar færir Gunnari, eiginmanni hennar, og fjölskyldu samúðarkveðjur sínar og hluttekningu. Stefán Yngvason yfirlæknir. Við starfsfélagarnir á Grensási minnumst Huldu, kærs vinnufélaga og deildarstjóra okkar til margra ára. Við sjáum hana fyrir okkur mæta fyrsta í vinnuna á morgnana, fríska eftir göngutúrinn að heiman og tilbúna að takast á við verkefni dagsins með okkur. Hún var mjög skipulögð og bar hag deildar sinnar og starfsfólks fyrir brjósti. Hún treysti starfsfólki sínu, var ábyrgð- arfull, jákvæð, hvetjandi og for- dómalaus gagnvart trú og lífsskoð- unum annarra. Haft hefur verið á orði hve vel hún tók á móti erlend- um starfsmönnum og var annt um velferð þeirra. Hulda var falleg kona með heillandi framkomu, skaprík og mikil tilfinningavera. Hún kunni virkilega að gleðjast með glöðum. Heimili hennar stóð okkur ætíð opið og áttum við margar góðar stundir með henni og „Gunna mín- um“. Við minnumst einnig margra skemmtilegra ferða bæði innan- lands og utan, þar sem Hulda var mikil stemningskona og hafði sterka nærveru. Við minnumst þess, þegar Grensásdeildin tók við nýjum og krefjandi verkefnum haustið 2006, hve Hulda skipulagði þau vel og studdi starfsfólkið til að framkvæma flókin verkefni. Grens- ásdeildin var Huldu hugfólgin og var hún með fyrstu mönnum að skrá sig í Hollvinasamtök Grensásdeild- ar. Það var öllum þungbært þegar Hulda greindist með alvarlegan sjúkdóm fyrir þremur mánuðum. Hún fékk allt of skamman tíma með sínum nánustu sem voru henni svo kærir. Huldu er sárt saknað en minning góðs starfsfélaga lifir. Um leið og við þökkum Huldu samfylgdina sendum við Gunnari og öðrum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Grensásdeild, Halldóra Kristjánsdóttir. ✝ Hjartkær systir mín, GUÐBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR frá Minni-Völlum, lést á dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn 1. desember. Jarðsungið verður frá Skarðskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Ásgeir Auðunsson. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, HLYNUR ÞÓR SIGURÐSSON, Grófarseli 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hlyns Þórs Sigurðssonar, kt. 411209-0160, banki 115-05-60550. Sigurður B. Arnþórsson, Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Elísabet Lúðvíksdóttir, Kristján Þór Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson, Arndís Árnadóttir, Hjálmar Diego Arnórsson, Anna Kristjánsdóttir og frændsystkini. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN KÁRADÓTTIR ljósmyndari, Boðahlein 5, Garðabæ, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 1. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eiríkur Svavar Eiríksson, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Dirk Lubker, Steinunn Eiríksdóttir, Þorsteinn Lárusson, Þóra Eiríksdóttir, Ómar Guðjónsson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, WALTER HELGI JÓNSSON húsgagnabólstrari, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 1. desember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Hjartaverndar. Aðstandendur vilja koma fram sérstöku þakklæti til starfsfólks deildar B-7, Landspítalanum Fossvogi. Jón Þorvaldur Waltersson, Jolanta Tomaslewska, Hrönn Waltersdóttir, Kristján H. Lárusson, Ólöf Birna Waltersdóttir, Kristján Einarsson, Auðun Helgi Waltersson, Gerda Christine Waltersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, afa, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, JÓHANNS MÁS JÓHANNSSONAR, Heiðardal 1, Vogum. Við viljum þakka öllu starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og kærleik í okkar garð. Ennfremur viljum við þakka lækninum hans, Friðbirni Sigurðssyni, Hrönn Finnsdóttur hjúkrunarfræðingi og öllum öðrum á deild 11-B sem hlúðu að honum á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Við þökkum Ísfelli fyrir frábæran stuðning. Ragnhildur B. Svavarsdóttir, Íris Ósk Jóhannsdóttir, Kristján Guðbrandsson, Helga Dögg Jóhannsdóttir, Aron Freyr Kristjánsson, María Jóhannesdóttir, Jóhann Th. Þórðarson, Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir, Ingi Karl Ingibergsson, Hermann Freyr Jóhannsson, Bryndís María Björnsdóttir, Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Waage. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BECK ELBERGSSON, Hrannarstíg 18, Grundarfirði, lést sunnudaginn 29. nóvember. Útför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Guðrún Kristjánsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember kl. 15.00. Björn Jónsson, Erna Nielsen, Kristín Jónsdóttir, Guðlaugur Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLI JÓSEFSSON, Kleppsvegi 16, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 26. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Sigurveig Jakobsdóttir, Bjarni Ólason, Sif Ólafsdóttir, Rósa Björg Óladóttir, Bergsveinn Marelsson, Halldór Ólason, Elín Þóra Böðvarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.