Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mig dreymdi einhverja vit-leysu í nótt, en migdreymir oft draumasem ég tek mark á og stundum er ég bara nokkuð ber- dreyminn,“ segir Símon Jón Jó- hannsson þjóðfræðingur en hann sá um að taka saman skýringar á um tvö þúsund draumtáknum sem finna má í Nýju draumaráðningabókinni sem kom út á dögunum. Að baki slíkri bók liggur mikil heimildavinna. „Ég sanka að mér öllum þeim bókum sem ég get, tíni úr þeim, raða saman, skrifa í kringum og vel úr. En ég hef í gegnum tíðina lært á það hvaða bæk- ur eru bitastæðastar. Ég nota líka heilmikið af því sem ég á fyrir, því ég hef skrifað mikið áður um drauma, en ég endurskrifa og bæti heilmiklu við.“ Draumar bænda og sjómanna Símon Jón segir að hluti af táknakerfi drauma sé alþjólegur og hafi verið lengi við lýði, sömu hlut- irnir hafi merkt það sama öldum saman. „Annað er séríslenskt eða bund- ið við sérstök svæði eða einstaklinga. Dæmi þar um er að ef mann dreymir hvítar kindur þá boðar það snjó- komu, en það hef ég hvergi séð ann- ars staðar en á Íslandi. Þetta tengist íslenska bændasamfélaginu og reyndar er það þannig að bændur og sjómenn, þessar stéttir sem eiga ým- islegt undir veðri og vindum, velta draumum meira fyrir sér. Ég hef heyrt ótal sögur af sjómannadraum- um. Nýlegt dæmi er af sjómanni sem dreymdi bátinn sinn fullan af sjó og hlakkaði mikið til að fara í róður því hann bjóst við að fiska mikið. En þessi maður skilaði sér aldrei heim, hann drukknaði.“ Konur hafa meiri áhuga Nafnatrú, meðal annars sú að nöfn hafi merkingar í draumum, er líka einkennandi fyrir Íslendinga, enda er sérstakur kafli um nöfn í nýju draumaráðningabókinni. „Ís- lendingar virðast pæla meira í merk- ingu nafna en margar aðrar þjóðir,“ segir Símon Jón og bætir við að sér finnist konur hafa meiri áhuga á draumum en karlar. „Ég hef enga skýringu á því, nema þá helst þá að konur séu meira í mýkri gildunum. Ég get ekki verið annað en ánægður með að konur hafi mikinn áhuga á draumum, því eftir að Stóra drauma- ráðningarbókin mín kom út fyrir nokkrum árum, þá mun ég vera á náttborðum fleiri íslenskra kvenna en nokkur annar maður.“ Símon Jón er framhaldsskólakennari og segist verða var við að þar komi stelpurnar frekar en strákarnir til hans og spyrji hann um draumaráðningar og segi frá draumum. Mikill áhugi á því ósýnilega Símon Jón telur að ekki hafi dregið úr trú fólks á drauma, nema síður sé. „Ég verð mikið var við að fólk hafi áhuga á draumum og reynd- ar öllu dulrænu í kringum okkur. Það er ekkert lát á draugatrú og álfatrú, trú á ýmislegt sem við ekki sjáum í kringum okkur. Fólk segir mér til dæmis oft frá draumum sínum þar sem það dreymir látna ættingja. Þetta fólk talar um það eins og sjálf- sagðan hlut að látnir komi til þeirra í gegnum draum og tali til þeirra. Þetta er mjög sterkt hjá okkur Ís- lendingum.“ Fólk leitar oft til Símonar Jóns í Oft er ljótur draumur fyrir litlu Suma dreymir fyrir daglátum, aðra dreymir aðeins fyrir stórviðburðum og sumir segja að þá dreymi aldrei neitt. Draumráðningar hafa fylgt siðmenningunni frá upphafi, elstu draumaráðningabækur eru yfir 3.000 ára gamlar og koma frá Egyptum. Símon Jón þjóðfræðingur hefur lengi gruflað í draumum. Í Draumalandi Þegar fólk sefur dreymir það stundum ótrúlegustu hluti. Hlutverk vefsíðunnar Fark.com er að taka saman þær furðufréttir sem birtast á öðrum fréttaveitum og vef- síðum. Á hverjum degi fær Fark send- ar um tvö þúsund ábendingar frá les- endum um undarlegar fréttir og er valið úr fyndnu, furðulegu og ekki- fréttunum og birtar á vefsíðunni með fyrirsögnum notenda. En fyrirsagn- irnar eru málið og eiga að fá fólk til að smella á fréttirnar. Á vefsíðunni segir að Fark fylli tómið sem verður þegar venjulegir fjölmiðlar verða uppiskroppa með fréttir. Aðstandendur Fark hafa gefið út bók sem heitir: It’s Not News It’s Fark: How Mass Media Tries to Pass Off Crap as News. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvað Fark þýðir þá þýðir það ekki neitt, það er einu sinni ekki skamm- stöfun. Hugmyndin á bak við orðið var að það myndi tákna fréttir sem væru í raun og veru ekki fréttir. „Þetta er ekki frétt, þetta er Fark.“ Fark.com er aðgengileg síða, frétt- unum er skipt eftir dögum á forsíð- unni og þegar smellt er á fyrirsögn- ina er farið í fréttina á þeim miðli sem hún birtist upphaflega. Frétt- unum er líka skipt í nokkra flokka svo auðvelt er að finna þær eftir áhuga- sviðum, það eru; íþróttir, stjórnmál, viðskipti, nördar, skemmtanaiðn- aðurinn, tónlist, myndbönd og svo allar fréttir. Hægt er að lesa sér til um uppruna og tilgang Fark, það er verslun þar sem hægt er að kaupa boli með Fark- fyrirsögnum og áðurnefnda bók. Svo er hægt að gerast TotalFark með því að skrá sig og borga smáþóknun á mánuði. Þá fær viðkomandi meiri að- gang, t.d geta óskráðir aðeins skoðað um fimmtíu fyrirsagnir á dag en þeir sem eru TotalFark geta séð 1.800 til 2.000 fyrirsagnir á dag. Þetta er góð síða fyrir þá sem hafa gríðarlegan áhuga á að lesa furðulegar fréttir og fyndnar. Vefsíðan www.fark.com Reuters Furðufrétt? Páfinn lagar húfuna eftir að vindhviða feykti henni um. Furðufréttir og ekki-fréttir Bónus Gildir 28.-31. október verð nú áður mælie. verð Bónus ferskt kryddað lambalæri.. 1.298 1.598 1.298 kr. kg Kf reyktur grísabógur .................. 478 598 478 kr. kg Nv ferskt nautahakk ................... 898 998 898 kr. kg Bónus kofareykt sveitabjúgu ....... 398 498 398 kr. kg Kók/pepsíkippa, 4x2 ltr ............. 759 898 95 kr. ltr Gk suðusúkkulaði, 300 g............ 259 298 863 kr. kg Nicky wc-pappír, 12 rúllur........... 698 931 58 kr. stk. Bónus mjúkar kringlur, 4 stk. ...... 198 259 50 kr. stk. Nóa konfektmolar, 650 g............ 1.498 1.798 2.304 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 28.-30. október verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.398 2.198 1.398 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.498 998 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.490 3.195 2.490 kr. kg Hamborgarar m/br., 2x115 g...... 358 438 358 kr. pk. Frosin lifrarpylsa frá Fjallalambi... 598 797 598 kr. kg Frosinn blóðmör frá Fjallalambi... 568 757 568 kr. kg KF Íslenskt heiðarlamb............... 1.398 1.568 1.398 kr. kg Ali bayonneskinka...................... 1.098 1.499 1.098 kr. kg Hagkaup Gildir 28.-31. október verð nú áður mælie. verð Holta ferskur kjúklingur heill........ 637 849 637 kr. kg Holta ferskar kjúklingalundir ....... 1.946 2.595 1.946 kr. kg Íslandsgrís lundir ....................... 1.559 2.598 1.559 kr. kg Íslandsgrís kótilettur/hnakkas..... 1.049 1.398 1.049 kr. kg Nektarínur ................................. 399 478 399 kr. kg Myllu möndlukaka ..................... 299 518 299 kr. stk. Myllu hvítlaukshringur ................ 299 594 299 kr. stk. Myllu steinbakað baguette ......... 279 389 279 kr. stk. Svali 1 lítri, 2 teg. ...................... 119 145 119 kr. stk. Kostur Gildir 28.-31. október verð nú áður mælie. verð Kjarnafæði ávaxtaf. lambaframp. 1.389 2.315 1.389 kr. kg Goði lambafile kryddað .............. 2.799 3.998 2.799 kr. kg Goði grísakótilettur .................... 974 1.298 974 kr. kg Goði grísasnitsel........................ 974 1.298 974 kr. kg Goði grísabógur ......................... 483 879 483 kr. kg Husets kaffi, 400 g .................... 349 395 349 kr. pk. GV Toasted Oats morgunkorn ...... 389 479 389 kr. pk. Starbucks kaffi malað, 907 g...... 1.598 2195 1.598 kr. pk. Krónan Gildir 28. okt.-31. okt verð nú áður mælie. verð Lambaskrokkur 1/1................... 799 898 799 kr. kg Lúxus grísalæri úrb..................... 798 798 798 kr. kg Grísabuff................................... 699 898 699 kr. kg Ódýrt kjötfars ............................ 399 679 399 kr. kg Móa kjúklingavængir ferskir ........ 399 533 399 kr. kg Eðalf. laxabitar með roði............. 1.648 1.939 1.648 kr. kg Folaldasnitsel............................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Folaldagúllas ............................ 1.598 1.798 1.598 kr. kg Folaldahakk .............................. 499 598 499 kr. kg Nóatún Gildir 28.-31. október verð nú áður mælie. verð Lambafile með fiturönd .............. 2.798 3.498 2.798 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu........ 1.498 1.698 1.498 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu............. 1.198 1.498 1.198 kr. kg Lambaframhryggjarsneiðar ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambagrillleggir......................... 1.099 1.198 1.099 kr. kg Kjúklingabitar kóríander/hvítl...... 798 798 798 kr. kg Ýsuflök roðlaus og beinlaus ........ 1.390 1.598 1.390 kr. kg Kjörís fjörís karam./súkkul, 2 ltr. . 649 749 649 kr. pk. Jöklabrauð ................................ 249 399 249 kr. stk. Þín verslun Gildir 28.-31. október verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill................. 749 1.072 749 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.698 2.379 1.698 kr. kg Kálfasnitsel úr kjötborði.............. 1.898 2.398 1.898 kr. kg Svali epla, 3 x 250 ml ................ 145 189 49 kr. stk. Coca Cola ................................. 169 210 169 kr. ltr Skyr.is drykkur jarðarb., 330 ml .. 145 163 440 kr. ltr Weetabix, 430 g ........................ 498 569 1.159 kr. kg Blue Dragon sataysósa, 200 g .... 359 449 1.795 kr. kg Pataks Plain naanbrauð, 280 g... 385 485 1.375 kr. kg Helgartilboðin Verð 3.900 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK Verð 4.900 kr. fyrir aðra Skráning á imark@imark.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 0 8 6 M2M – ÁSKORANIR OG TÆKIFÆRI MARKAÐSFÓLKS Hádegisverðarfundur ÍMARK, 29. október kl. 12-13.30 á Grand Hótel Reykjavík. Alistair MacCallum er fram- kvæmdastjóri M2M í Englandi, fjölmiðlahúss sem er eitt fyrirtækja Omnicom Group (www.omnicomgroup.com). M2M þjónar bæði stórum og smáum fyrirtækjum en meðal viðskiptavina eru Estee Lauder, Hewlett Packard, Lovefilm, The Swatch Group og Icelandair. Alistair fjallar um áskoranir markaðsfólks í mjög flóknu neytendaumhverfi, þróun þess og hver tækifærin eru. „How M2M sees it....what marketeers need to know and do“ – Alistair MacCallum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.