Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Hálkutími Nú þegar vetur hefur gengið í garð er hætt við hálku á götum höfuðborgarinnar. Hjólreiðamenn þurfa því að hafa varann á og hyggilegt getur verið að setja nagladekk á hjólin. Ernir Ég hef oft hugsað til gullaldaræðisins sem hér ríkti í að- draganda banka- hrunsins. Ekkert var heilagt og allt var falt fyrir rétt verð. Tek ég hér dæmi af banka- stjóra einum sem var keyptur á milli banka fyrir 300 milljónir. Síðar kom í ljós að aðrar 300 milljónir áttu að greiðast ári síðar. Ekki liggur fyrir hvort þessar greiðslur voru til að losa gylltu handjárnin af honum í gamla bankanum eða smella nýjum um úln- liði hans í þeim nýja. Í bankageiranum fylgdu gylltu hand- járnunum líka launa- hlunnindi, kúlulán og kaupréttarsamningar. Þannig voru lyk- ilstarfsmenn læstir inni í bönkunum með hlutabréfakaupum sínum og lánum. Þeir voru einfaldlega gerð- ir að þrælum viðkomandi banka. Margir fullyrða að gylltu hand- járnin sé að finna á einhverjum stjórnmálamönnum samtímans. Gekk svo langt á gullaldarárunum að þáverandi forsætisráðherra full- yrti að honum hefðu verið boðnar 300 milljónir af ákveðnum aðilum – kunnugleg tala. Síðar var látið líta svo út að um flimtingar hefði verið að ræða af bjóðendum gylltu hand- járnanna. Ég veit um aðila sem sagði frá því hróðugur árið 2006 að hann hefði keypt sér stjórnmálamann. Þannig kann að vera um fleiri. Aðrir fullyrða að nokkuð margir blaðamenn beri gylltu handjárnin á úlnliðum sínum. Helsta einkenni gylltu handjárnanna í fjölmiðlastétt er að viðkomandi aðilar skipta skyndilega um skoðun og fara að verja fráleitan málstað. Þeir eru einfaldlega gerðir að þrælum „hins rétta eiganda“ fjölmiðilsins. Mál eru afvegaleidd, önnur sett á dag- skrá, níð skrifað um stjórn- málamenn – allt til að beina sjón- um almennings í fyrirfram gefnar áttir. Ef við lítum yfir íslenska fjöl- miðlaflóru og margan manninn sem hefur sig þar í frammi þá vakna margar spurningar. Það hvarflar ekki að mér að öll blaðamanna- stéttin sé undir þetta seld. Margir fylgja sem betur fer lögmálum stéttarinnar og sannfæringu sinni eins og meginþorri stjórnmála- manna. Hitt þarf að rannsaka. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Helsta einkenni gylltu handjárnanna í fjölmiðlastétt er að við- komandi aðilar skipta skyndilega um skoðun og fara að verja fráleit- an málstað. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Gylltu handjárnin? Jafnvel þótt efnahagslegur samdráttur hafi markað svo til öll milliríkjasamskipti undanfarin tvö ár fer það ekki fram hjá nein- um sem fylgist með þróun milli- ríkjasamkipta að við erum að öðru leyti að upplifa miklar og hraðar breytingar sem eiga eftir að hafa stórfelld áhrif á þann veruleika sem við í almennu tali köllum alþjóðlegt samfélag. Bandaríkin, sem frá falli Berl- ínarmúrsins hafa borið höfuð og herðar yfir önnur ríki á nánast hvaða styrkleikamælikvarða sem er, standa andspænis því að mikill efnahagsuppgangur í mörgum ríkjum er smám saman að breyta heimsmyndinni. Þau ríki sem stundum ganga undir skammstöfuninni BRICs (Brasilía, Rúss- land, Indland, Kína) hafa öll verið á uppleið þótt með mismunadi hætti sé. Önnur ríki eins og Tyrkland og Suður-Afríka gera sig æ meira gildandi. Frá sjónarhóli Bandaríkjanna skipar Evrópa ekki lengur fyrsta sætið í forgangsröð- inni þegar kemur að utanríkismálum. Kína hef- ur þegar hér er komið sögu algeran forgang. Þungamiðjan í alþjóðastjórnmálum færist frá Atlantshafinu yfir á Kyrrahafið. Í þeim hræringum sem eiga sér stað velta menn eðlilega vöngum yfir hver verði staða Evrópu í breyttum heimi og þá nánar tiltekið Evrópusambandsins enda hefur það á stefnu- skrá sinni að gera sig gildandi á heimsvísu. Frá sjónarmiði efnahagsstyrks eru forsendurnar augljósar. Ef litið er til samanlagðrar lands- framleiðslu hinna 27 aðildarríkja ESB stenst ekkert þjóðríki samanburð. Bandaríkin og Kína koma í annað og þriðja sætið. Efnahagslega hef- ur ESB alla burði til að stíga fram og taka á sig veigamikið hlutverk í alþjóðasamskiptum. Á móti kemur að sambandið er enn sem kom- ið er aðeins að takmörkuðu leyti í stakk búið til að takast á hendur veigamikið hlutverk í fjarlægum heimshlutum enda ekki til þess stofnað í þeim tilgangi. ESB var sett á fót með það fyrir augum að draga úr líkum á enn einni stór- styrjöldinni með því að tvinna þjóðríkin í Evrópu saman í efna- hagslegum skilningi. Forsenda þess er og hefur verið nánari sam- vinna á nánast öllum sviðum þjóð- lífsins sem skilar sér í aukinni hagsæld fyrir aðildarríkin. Sú vegferð að koma ESB á heimskortið á sviði utanríkismála er ung að árum og hófst í alvöru fyrir áratug eða svo. Viðleitni til að samræma og samhæfa utan- ríkispólitík aðildarríkjanna í ýmsum málaflokk- um, ekki síst viðskiptamálum, á sér raunar nokkuð langa sögu en vendipunkturinn verður á árinu 1998 þegar leiðtogar öflugstu hervelda ESB, þeir Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, áttu fund í St. Malo í Frakklandi þar sem þeir náðu samkomulagi um að ESB þyrfti að geta látið til sín taka á hernaðarsviðinu. Þar með var viðurkennt að hermálaþátturinn væri nauðsynlegur hluti öryggis- og utanrík- ismálastefnu ESB. Án hervalds væri sambandið bitlaust. Í ESB gildir að landvarnir aðildarríkjanna eru á ábyrgð þeirra sjálfra en ekki sambands- ins. Langflest aðildarríkjanna (21 af 27) byggja stefnu sína í öryggis- og varnarmálum á NATO aðild sem eins og kunnugt er sækir styrkleika sinn til tengslanna við Bandaríkin. Hermálasvið ESB er þess vegna að mestu leyti takmarkað við friðargæslu og krísustjórnun af ýmsu tagi. Tíminn mun leiða í ljós metnað ESB á þessu sviði en eins og staðan er nú er þessi þáttur í starfsemi sambandsins tiltölulega skammt á veg kominn. Höfuðforsenda þess að ESB geti virkjað stærð sína og styrk til þess að láta að sér kveða á hnattræna vísu er samstaða aðildarríkjanna um utanríkispólitísk stefnumið. Það segir sig sjálft að meðal 27 aðildarríkja geta verið uppi afar mismunandi sjónarmið og hagsmunir á hverjum tíma. Af þessu leiðir að oft á tíðum er erfiðleikum bundið að ná saman um stærri mál og tala einni röddu. Dæmi um slík mál eru t.d. afstaðan til Rússlands, stríðsins í Írak, Afgan- istan, Kosovo og Darfur. Íran, málefni Mið- Austurlanda og viðleitnin til að stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna eru aftur á móti dæmi um mál þar sem samstaðan hefur rist dýpra. En á heildina litið er skortur á samstöðu meira áberandi. Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti einhverju sinni fram spurninguna, „Í hvern hringi ég ef ég vil tala við Evrópu?“ Spurning Kissingers hefur gjarnan verið mælikvarði á Evrópusamrunann og hversu langt hann er á veg kominn. Til hvaða átta líta menn ef þeir vilja banka upp hjá Evr- ópu; Brussel, London, París, Berlín eða ein- hvers staðar annars staðar? Með Lissabon-samningnum sem tók gildi undir lok síðasta árs töldu sumir að nú væri hægt að svara spurningu Kissingers enda var það embætti háttsetts fulltrúa í utanríkismálum sem Javier Solana hafði haft með höndum um 10 ára skeið styrkt til muna og búið til embætti eins konar utanríkismálastjóra. Haft var eftir forseta framkvæmdastjórnarinnar, Jose Manu- el Barroso, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gæti nú hringt í bresku barónessuna Catherine Ashton sem fékk það hlutverk að gegna hinu nýja embætti. Hún væri hinn eiginlegi utanrík- isráðherra ESB. Sjálf svaraði Ashton spurningunni í léttum dúr þegar dagblaðið Financial Times bar hana upp á sumarmánuðum. Hún sagði Bandaríkja- menn nú geta hringt í Evrópu og hennar rödd mundi heyrast á símsvaranum og segði mönn- um að ýta á einn til að heyra afstöðu Frakk- lands, tvo til að hlusta á afstöðu Þýskalands, þrjá til að heyra viðhorf Breta o.s.frv. Hún bætti við að hún væri rétt að hefja það starf að skapa rödd fyrir Evrópu og það mundi taka tíma að ná því markmiði. „Í bili erum við að byggja und- irstöðurnar.“ Þegar fyrirrennari hennar, Javier Solana, lét af embætti var haft eftir honum að í þeirri ver- öld sem við blasti væru það draumórar að ætla að Evrópuríkin gætu rekið marktæka utanrík- ispólitík ein og sér. Árangur Ashton í starfi væri háður pólitískum vilja aðildarríkjanna til að sameina krafta sína og markmið. Það dylst engum að í pólitísku tilliti er áhrifa- vald Evrópusambandsins mjög verulegt þegar kemur að nærliggjandi umhverfi. Þá er til þess að taka að ESB er langstærsti veitandi þróun- araðstoðar í veröldinni. Framhjá því verður ekki litið. Einnig ber að hafa í huga að evran er annar sterkasti gjaldmiðillinn á heimsvísu. Það skiptir augljóslega máli. En það er hins vegar engan veginn auðvelt að henda reiður á því hvort við munum sjá þann aukna pólitíska vilja í verki sem Solana vísar til. Við vitum þess vegna í orði kveðnu hvert stefnir en ekki að sama skapi á borði. Eftir Gunnar Gunnarsson » Í þeim hræringum sem eiga sér stað velta menn eðlilega vöngum yfir hver verði staða Evrópu í breyttum heimi og þá nánar tiltekið Evrópusambandsins … Gunnar Gunnarsson Höfundur er sendiherra í utanríkisþjónustunni. Hann var fastafulltrúi Íslands hjá NATO 2002- 2008. Hvert stefnir Evrópusambandið í utanríkismálum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.