Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Frumgerðir íslenskra peningaseðla fyrir seðlaútgáfu Landsbanka Ís- lands árin 1957 og 1958 verða settar á uppboð í Danmörku um aðra helgi. Um tillögur að seðlum er að ræða á verðbilinu 10 til 5.000 krónur, sem teiknaðar voru á sínum tíma af fyr- irtækinu Thomas de la Rue. Sömu frumgerðir voru á uppboði hjá upp- boðsfyrirtækinu Spinks í London fyrir réttu ári og þá var ásett verð að jafnaði um 3.500 pund, eða um 620 þúsund krónur á núvirði. Seðlasafnið hefur hins vegar hækkað töluvert í verði milli ára en danska uppboðshúsið Thomas Høi- land í Kaupmannahöfn setur upp 90 þúsund danskar krónur, eða jafn- virði um 1,8 milljóna króna. Magni R. Magnússon safnari hef- ur fylgst með afdrifum peningaseðl- anna og segir að hér sé að mörgu leyti um merkilega seðla að ræða, þó að þeir hafi ekki orðið fyrir valinu sem eiginlegir gjaldmiðlar landsins. Myndir af þjóðkunnum mönnum prýða seðlana, en þeirra á meðal eru Tryggvi Gunnarsson, Magnús Stephensen og Jón Sigurðsson. Hef- ur Magni bundið vonir við að Seðla- bankinn yrði sér úti um þetta safn, ekki síst ef það er komið í hendur Dana. Hjá Seðlabankanum fengust þau svör að ekki stæði til að bjóða í peningaseðlana og fá þá heim til Ís- lands. bjb@mbl.is Íslenskir seðlar á uppboði Tillögur Frumgerðir íslenskra pen- ingaseðla eftirsóttar meðal safnara. Uppsett verð um 1,8 milljónir króna Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Jákvæð áhrif íþróttaiðkunar unglinga fara ekki á milli mála í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á nemendum í 8., 9. , og 10. bekk nær allra grunn- skóla á Íslandi. Rannsóknin var unnin fyrir Íþrótta- og tómstundaráð og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. Það sem m.a. kemur í ljós er að sjálfsmynd ung- linga sem stunda íþróttir er almennt betri en þeirra sem gera það ekki og eykst hún eftir því sem unglingarnir stunda fleiri æfingar á viku. Mælast þau bæði hamingju- samari og almennt ánægðari með líkama sinn og heilsu. Að sögn Viðars Halldórssonar, íþróttafélagsfræð- ings, staðfestir rannsóknin einnig forvarnaráhrif íþrótta, ekki síst í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Þeir sem iðka skipulagt íþróttastarf segjast síður reykja, drekka eða neyta annarra vímuefna. Viðar segir að draga megi þá ályktun að í skipulögðu íþróttastarfi til- einki ungt fólk sér ákveðin gildi og viðmið sem gefi þeim festu í lífinu. Munntóbaksneysla ekki bundin við íþróttafólk Athygli vekur að samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar eru þeir sem iðka íþróttir í Reykjavík ekki líklegri til að nota munn- og neftóbak en þeir sem ekki iðka íþróttir. „Neysla á munntóbaki hefur aukist hratt síðustu ár og mýtan hefur verið sú að það sé sérstaklega tengt íþróttum, en þetta sýnir að innan íþrótta er þetta ekki sérstakt vandamál sem slíkt heldur helst í hendur við landsmeðaltal,“ segir Viðar. Meirihluti þeirra unglinga sem stunda íþróttir er afar ánægður með starfið og finnst gaman á æfingum. Þegar líður á unglingsaldurinn verður þó aukið brottfall úr íþróttastarfinu. Flestir, eða 39%, þeirra nemenda í 8.- 10. bekk sem hætta að stunda íþróttir með íþróttafélagi segja ástæðuna þá að þeir hafi misst áhugann. Aðrar helstu ástæður eru tímaleysi, meiðsl, óánægja með þjálfarann og vegna vina. 14% nefna kostnað sem ástæðu brottfalls, en fæstir nefna að æfing- ar hafi verið of erfiðar eða samkeppni of mikil. Á næstu vikum fá 15 stærstu íþróttafélög Reykjavíkur kynningu á niðurstöðum meðal sinna iðkenda. Markmiðið er að hvert félag fyrir sig geti í framhaldinu unnið í þeim þátt- um sem niðurstöðurnar sýni að þörf sé að bæta. Forvarnargildi íþrótta- starfs unglinga staðfest  Unglingar eru almennt ánægðir með íþróttastarfið  Neyta síður vímuefna en þeir sem ekki stunda íþróttir Morgunblaðið/hag Fimleikar 83% þeirra sem stunda íþróttir finnst gaman á æfingum. Ánægðastir eru þeir sem æfa af mestu kappi. Íþróttaiðkun og vímuefni Nemendur í 8.-10. bekk á öllu landinu Iðka einstaklings- íþróttir Iðka hóp- íþróttir Iðka ekki íþróttir með íþróttafélagi Daglegar reykingar 4% 1% 8% Drukkin/n einu sinni eða oftar sl. 30 daga 4% 5% 12% Munntóbak einu sinni eða oftar sl. 30 daga 7% 6% 8% ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrr- verandi bæjarstjóri, hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands, tímabundið, vegna kynningar og markaðssetningar á beinu millilandaflugi til Norðurlands.    Svavar Alfreð Jónsson er vinsæll prestur en líka lunkinn mynda- smiður. Hann ferðaðist um Eyjafjörð í sumar, ljósmyndaði fossa og býður fólki að sjá afraksturinn á sýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Hún hefst kl. 13 á laugardag og er op- in til kl. 17 báða dagana og næstu vik- ur á meðan heimilið er opið.    Ástæða er til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta á tón- leik í Hofi nk. þriðjudagskvöld. Þeir eru til styrktar Sævari Darra Sveins- syni, átta ára dreng á Akureyri, sem greindist nýverið með hvítblæði.    Sævar Darri fór undireins til Reykjavíkur í stranga lyfjameðferð og verður þar næstu mánuði ásamt foreldrum sínum, Ýri Helgadóttur og Sveini Sævari Frímannssyni. Þegar fréttin spurðist tóku sig til nokkrir góðhjartaðir vinir þeirra og fengu marga snjalla listamenn til að spila án endurgjalds, starfsfólk gefur einnig vinnu sína þannig að hver einasta króna sem kemur í kassann rennur til fjölskyldunnar.    Meðal þeirra sem fram koma í Hofi eru Retro Stefson, FM Belfast, Rúnar Eff, Erna Hrönn, Matti Matt úr Pöpum, Magni Ásgeirsson, Hvanndalsbræður og Lára Sóley. Miðasala hefst í Hofi í dag og er miða- verð 2.000 kr.    Bandarísku hljómsveitunum Pearl Jam og Creedence Clearwater Revival verður gert hátt undir höfði á Græna hattinum um helgina. Annað kvöld leikur sveitin Elsu sulta með Magna Ásgeirsson í fararbroddi lög Perla Jam. Magni verður aftur á staðnum á laugardagskvöld; gesta- söngvari austfirsku sveitarinnar Creedence Travellin’Band.    Sævar Pétursson hefur verið ráð- inn verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Alls sóttu 48 um starf- ið. Sævar, sem er viðskiptafræðingur að mennt (og bróðir Lindu P!) hefur frá ársbyrjun 2009 gegnt starfi íþróttafulltrúa Skagafjarðar. Tónleikar til styrkt- ar Sævari Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Icelandic Group hefur sótt um vott- un samkvæmt Marine Stewardship Council-staðli fyrir þorsk- og ýsu- veiðar á íslenskum miðum. MSC vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran og ábyrgan hátt en fjölmargir kaup- endur gera kröfu um slíka vottun. Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, segir fiskkaup- endur vilja merkja umbúðir með slíkri vottun. „MSC hefur farið hraðast yfir og það er ákveðinn þrýstingur frá okkar kúnnum í okkar viðskipta- mannahópi að við förum MSC-leiðina. Að einhverju leyti tengist það því að þeir vilja merkja pakkningarnar sínar með einhverju sem neytandinn mun þekkja.“ Ingvar segir Icelandic Group hafa mikla trú á íslenska merkinu en Ís- landsstofa vinnur nú að því að búa til sambærilega vottun. „Við höfum mikla trú á íslenska merkinu og teljum að það verði mjög mikilvægt fyrir íslenskan sjávar- útveg í framtíðinni. Í þessum að- stæðum sem nú eru uppi þá teljum við að það þjóni viðskiptunum best að bjóða upp á þennan valkost. Við þurfum tæki og tól til að sanna sjálf- bærni og ábyrga fiskveiði á Íslandi,“ segir Ingvar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir fagvottaðan aðila á Írlandi nú vinna að vottun ís- lenska þorskstofnsins en búast má við vottuninni í lok nóvember. Icelandic vill vottun um sjálfbærni  Þrýstingur frá fiskkaupendum sem vilja merkja pakkningar  Íslensk vottun um ábyrga veiði og sjálfbærni íslenska þorskstofnsins væntanleg í lok nóvember Ingvar Eyfjörð Séra Svavar Alfreð Jónsson Sigrún Björk Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.