Morgunblaðið - 28.10.2010, Page 14

Morgunblaðið - 28.10.2010, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 - nýr auglýsingamiðill Finnur.is er nýr miðill fyrir þá sem eru að leita að vinnu, húsnæði, bíl og nánast hverju sem er. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Tilboð á finnur.is TexTi + logo 6.500 kr. Hægt er að senda pantanir á finnur@mbl.is eða í síma 569-1107 –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rannsókn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sýnir að kæling á flugvéla- hreyflum, sem hafa fengið í sig ösku úr gosinu í Eyjafjallajökli, veldur því að askan sprettur af hreyflunum og þar með minnkar ógnin ef til vill. „Ef hægt er að drepa á og kæla hjálpar askan sjálf við að hreinsa sig,“ segir Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands. Þetta er fyrsta staðprófunin, sem gerð er í heiminum á áhrifum gosöskunnar úr Eyjafjallajökli, og var greint frá niðurstöðunum í breska tímaritinu New Scientist í gær á sama tíma og skýrslan var kynnt hérlendis. Þorsteinn segir að hjá stofnun- inni sé mikil hefð fyrir því að skoða áhrif umhverfis á ýmsan búnað eins og til dæmis áhrif sands í ám á hverfla hjá Landsvirkjun og áhrif jarðhitagass á rör og búnað í virkjunum. Þegar hann hafi verið stopp í Kaupmannahöfn þar sem ekki hafi verið flogið vegna ösku- gossins í Eyjafjallajökli sl. vor hafi hann ákveðið að beita öllu þessu tækniafli til þess að skoða hvað gerist í flugvélahreyflum, þegar flogið er inn í fíngert öskuryk. Eyðimerkur næst Þorsteinn segir að niðurstöðurn- ar sýni að áhrif öskunnar úr Eyja- fjallajökli á flugvélahreyfla séu ekki einstakt fyrirbæri. Hann hafi fundið 126 sambærileg atvik frá 1935 og nærtækt sé að vísa til flugs BA í júní 1982, þegar allir hreyflar þotunnar stöðvuðust eftir að hún hafði flogið inn í mikinn öskumökk úr eldgosi við Jakarta. Hreyflarnir hafi kólnað í dýfu vélarinnar til jarðar og eftir að hafa verið kaldir í nokkurn tíma hafi þeir aft- ur farið í gang. Niðurstöður rannsóknarinnar í sumar hafa leitt huga Þorsteins og félaga að flugvöllum nálægt eyði- mörkum eins og Sahara og Sádi- Arabíu. Þorsteinn segir að þar séu mikil vandamál vegna svonefndrar sandþoku, fínna efna, sem berast í flugvélahreyfla og valda miklum vandræðum. „Við ætlum að fara í það að skoða enn betur þessa um- myndun,“ segir hann og vísar til þess að niðurstöðurnar geti komið að miklu gagni á alþjóðavettvangi. „Við ætlum að leggja til þekkingu og staðprófun sem aldrei hefur verið gerð.“ Þorsteinn segir að þar sem hægt sé að afísa flugvélar eigi hann sér þann draum að hægt sé að afaska þær, „en þetta er fyrsti þátturinn í áttina að einhvers konar við- bragðskerfi“. Lausnin felst í kælingu hreyfla  Askan flagnar af flugvéla- hreyflunum þegar þeir kólna Áhrif kólnunar Uppi til vinstri er hreyfilhluturinn 880°C heitur. Uppi til hægri er hitinn 760°C, niðri til vinstri 650°C og niðri til hægri 600°C. Þá hef- ur glerkennd öskuhúðin flagnað af málminum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til að beðið verði með friðlýsingu á landi ríkisins við Geysi í Haukadal á meðan leitað er samninga um allt svæðið. Unnið er að lagfæringum á hverasvæðinu. Á vegum Umhverfisstofnunar og Ferðamálastofu er unnið að betri af- mörkun göngustíga á hverasvæðinu við Geysi og uppsetningu aðvörunar- skilta. Settar eru nýjar kaðalgirðing- ar meðfram göngustígum og aðvör- unarskilti á staurana. Um 400 staurar eru í girðingunni og alls um 1,2 km af grönnum kaðli. Ólafur Arnar Jónsson, deildar- stjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að göngustígarnir séu nú betur af- markaðir frá hættusvæðum. Vonast hann til þess að verkinu ljúki að mestu í næstu viku. Þá tekur við vinna við lagfæringar á pallinum við hverinn Blesa og úr- bætur í öryggismálum þar. Loks er verið að undirbúa hálkuvarnir á göngustígum. Ólafur Arnar segir til greina koma að setja litla palla á verstu hálkusvæðin eða veita affalls- vatni hvera frá stígum. Landeigendur ræða saman Ríkið á hverina Geysi, Strokk og Blesa og svæðið á milli þeirra. Hinn hluti hverasvæðisins er í eigu fjöl- margra einstaklinga, eigenda og erf- ingja jarðanna í kring. Umhverfis- stofnun hefur undirbúið friðlýsingu á landspildu ríkisins og hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir sveitarfé- laginu og landeigendum. Í umsögn sinni mælir Byggðaráð Bláskógabyggðar eindregið með því að friðlýsingu verði frestað. Drífa Kristjánsdóttir oddviti hefur verið að leiða landeigendur saman til að ræða um framtíðarskipan á eignar- haldi svæðisins og meðal annars rætt við iðnaðarráðherra í þeim til- gangi. „Ég tel að á meðan vilji er til að ræða málin sé rétt að fresta friðlýs- ingu,“ segir Drífa. Hún segist hafa það á tilfinningunni að það myndi ekki bæta andrúmsloftið ef ríkið frið- lýsti sína landspildu en bendir á að ríkið geti alltaf gert það ef þessar viðræður leiði ekki til niðurstöðu. Samningar um kaup ríkisins á öllu hverasvæðinu innan girðingar voru langt komnir í byrjun árs 2008. Til- boði ríkisins var ekki tekið þegar á reyndi. Enginn einn umsjónaraðili Mikið álag er á Geysissvæðinu vegna þess fjölda ferðamanna sem þangað sækir. Flókið eignarhald og ósamstaða eigenda hefur valdið því að ekki hefur verið hægt að ráðast í þær umbætur sem taldar hafa verið nauðsynlegar, fyrr en nú að Um- hverfisstofnun og Ferðamálaráð fengu heimild til að skipta um girð- ingar og fjölga skiltum. Á meðan svæðið er ekki friðlýst hefur engin ein stofnun umsjón með því. Sveitarfélagið vill fresta frið- lýsingu Geysis  Nýjar girðingar með göngustígum Ljósmynd/Umhverfisstofnun Hættur Nýjar girðingar leiða gesti eftir göngustígum hverasvæðisins. Geysir í Haukadal » Geysir er einn þekktasti goshver jarðarinnar. » Mjög dró úr gosvirkni í byrj- un 20. aldar en henni var við- haldið með framkvæmdum. » Síðustu árin hefur Strokkur haldið uppi merki goshver- anna. » Geysir er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ríkisendurskoðun hefur hvatt skrif- stofu Alþingis til að endurskoða verklag sitt við útboð. Ástæða þessa er þing Norður- landaráðs, sem haldið verður í Reykjavík í nóvember, en Alþingi sér um framkvæmd þess. Skrifstofa Alþingis óskaði eftir tilboðum í tækniþjónustu á þinginu frá tveimur fyrirtækjum, í framhaldi af því var ákveðið að ganga til samninga við það fyrirtæki sem bauð lægra verð. Hitt fyrirtækið taldi að bjóða hefði átt verkefnið út. Niðurstaða Ríkis- endurskoðunar er að bjóða hefði átt þjónustuna út. Bent er á að lög um opinber inn- kaup eru byggð á samræmdum reglum EES, sömu reglur gilda ann- ars staðar á Norðurlöndum. Því verða bæði ríkið og Norðurlandaráð að hlíta þeim. Auk þess greiðir skrif- stofa Alþingis reikningana vegna tækniþjónustunnar þótt hún eigi endurkröfurétt á Norðurlandaráð. Útboðsreglur ekki virtar af skrifstofu Alþingis Morgunblaðið/Golli Alþingi Endurskoða þarf verklag við útboð og verðfyrirspurnir.  Endurskoði verklag sitt Útboð yfir 12,4 milljónir » Samkvæmt lögum um opinber innkaup ber að bjóða út kaup á þjónustu sé verð- mæti hennar 12,4 milljónir króna eða meira. » Lægra tilboðið í umrætt verkefni hljóðaði upp á 19,8 milljónir króna. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á flugsamgöngur víða í ver- öldinni og er rannsókn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sú fyrsta sinnar tegundar. Þorsteinn I. Sigfússon myndaði teymi manna til að koma að rann- sókninni og fékk meðal annars tvo atvinnulausa flugvirkja í vinnu við rannsóknina með stuðningi frá Vinnumálastofnun. Líkt var eftir raunaðstæðum. Hreyfilhlutar voru hitaðir upp í vinnuhitastig. Sigtaðri ösku var síðan sandblásið á um 1.150°C heita hlutana. Við það myndaðist glerjun, fín glerhúð á hreyfilhlutunum, en þegar hún var kæld aftur braut askan sig lausa. Þetta ferli hófst við um 600°C. Sam- fara þessu voru mældar ákveðnar fasa- breytingar, ummyndun, í öskunni, þegar hún kólnaði. Askan braut sig lausa RANNSÓKNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.