Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 31

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Sudoku Frumstig 5 7 3 8 2 3 9 4 8 4 1 1 4 7 9 2 8 1 2 7 3 5 8 5 2 7 1 1 5 7 9 7 8 3 4 8 3 6 5 9 1 3 5 4 1 7 1 7 8 6 9 4 6 1 6 5 1 8 3 4 3 1 6 5 8 2 7 8 4 7 3 9 3 2 8 8 9 2 7 3 5 6 4 1 6 4 1 8 2 9 5 3 7 3 5 7 4 1 6 9 2 8 9 1 4 6 8 7 3 5 2 7 6 8 3 5 2 4 1 9 2 3 5 9 4 1 7 8 6 1 8 6 5 9 4 2 7 3 4 2 9 1 7 3 8 6 5 5 7 3 2 6 8 1 9 4 1 8 9 6 7 2 4 3 5 5 3 2 8 9 4 7 1 6 7 4 6 1 3 5 8 2 9 4 1 5 3 8 6 9 7 2 9 6 3 4 2 7 5 8 1 2 7 8 9 5 1 3 6 4 3 2 4 5 1 8 6 9 7 8 5 1 7 6 9 2 4 3 6 9 7 2 4 3 1 5 8 3 9 6 2 8 7 1 4 5 8 1 2 4 5 3 6 7 9 4 5 7 6 9 1 8 3 2 9 4 1 8 2 5 7 6 3 7 3 5 1 4 6 9 2 8 6 2 8 7 3 9 4 5 1 5 6 4 9 1 2 3 8 7 1 8 3 5 7 4 2 9 6 2 7 9 3 6 8 5 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. 28. október 1780 Reynistaðabræður lögðu af stað úr Árnessýslu norður Kjöl við fimmta mann, með 180 kindur og 16 hesta. Menn- irnir fórust allir í Kjalhrauni. 28. október 1943 Einar Ólafur Sveinsson hóf lestur Njálu. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingasaga í fullri lengd var flutt í útvarp- inu. Lesturinn naut mikilla vinsælda. „Opnast þarna áreiðanlega mörgum nýr heimur bókmennta,“ sagði í Útvarpstíðindum. 28. október 1958 Húla-hopp-hringir voru aug- lýstir til sölu í Morgunblaðinu í fyrsta sinn. Nokkrum dögum síðar sagði Þjóðviljinn að varla væri hægt „að þverfóta um götur bæjarins fyrir húla- hoppandi krökkum“. 28. október 1962 Biskup Íslands beindi þeim til- mælum til þjóðarinnar „að hún sameinist í bæn til Guðs um það að þeirri hættu sem nú ógnar heimsfriði, og þar með lífi mannkyns, verði bægt frá“. Kúbudeilan stóð þá sem hæst en leystist með samn- ingum milli Bandaríkjamanna og Rússa. 28. október 1999 Pétur Jóhann Sigfússon, starfsmaður í bygginga- vöruverslun, var valinn „fyndnasti maður Íslands“ í keppni á skemmtistaðnum Astró. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Söfnun Eyrún María Mathiesen, El- ísa Líf Guð- rúnardóttir og Kládía M. Kristjáns- dóttir söfnuðu 6.226 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Flóðogfjara 28. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.59 0,9 9.15 3,7 15.38 1,1 21.44 3,2 8.59 17.25 Ísafjörður 5.06 0,5 11.09 2,0 17.49 0,6 23.31 1,6 9.15 17.19 Siglufjörður 1.50 1,2 7.24 0,5 13.36 1,3 20.05 0,3 8.58 17.02 Djúpivogur 0.05 0,6 6.23 2,1 12.45 0,7 18.30 1,8 8.31 16.52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Skemmtilegt síðdegi er í vændum með vinum og fjölskyldu. Ástarævintýri er í uppsiglingu og þú tókst ekki eftir neinu! (20. apríl - 20. maí)  Naut Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Ljóðræn anda- gift er áberandi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Nú kemur sér vel að eiga góða sam- starfsmenn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur sterka löngun til listsköp- unar. Líttu í kringum þig og þú sérð fullt af möguleikum sem voru á huldu áður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú munt sjá að það smitar líka út frá sér. Mundu að annað fólk er jafn metnaðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú nærð nýjum hæðum í velgengni á peningasviðinu, en ekki komin/n alla leið. Dagurinn hentar vel til að taka ákvarðanir varðandi fasteignaviðskipti. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Saklaust daður og ánægjulegt félagslíf lífga upp á daginn. Hafðu þitt á hreinu og tal- aðu skýrt svo enginn geti ætlað þér annað. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er sjálfsagt að lífga upp á tilveruna með léttu gríni ef þú gætir þess bara að það sé ekki á annarra kostnað. Láttu ekki setja þig út af laginu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Í dag væri upplagt að spjalla við vini, maka og fólk almennt. Þú tekur hlut- unum ekki af léttúð þessa dagana og hugsar vel og vandlega um heilsuna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ókunnug manneskja þekkir þig hugsanlega betur en einhver sem þú vinnur með. Gakktu ekki alveg fram af þér og gefðu þér líka tíma til að rækta sjálfa/n þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sín- um skoðunum. Hlustaðu á þá sem þarfnast hjálpar en ekki þá sem vilja bara athygli. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gættu þess að láta ekki vinaböndin trosna, heldur leggðu þig fram um að rækta þá, sem þér eru kærir. Ferðalög höfða sér- staklega til þín þessa dagana. Stjörnuspá Í dag er fimmtudagur 28. október, 301. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trú- ir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.) Bandaríski körfuboltinn hófstmeð látum í fyrrinótt. Augu allra beindust að viðureign Miami Heat og Boston Celtics í Boston og stemningin var eins og um úrslita- leik væri að ræða, en ekki fyrsta leikinn af 82 á löngu og lýjandi keppnistímabili. Miami náði sér í sumar í LeBron James frá Clevel- and og Chris Bosh frá Toronto og þeir eiga ásamt Dwyane Wade að tryggja liðinu frá Flórída titil næsta sumar. Flestir eiga von á að Miami og Boston berjist til úrslita í aust- urdeildinni í vor og því ríkti mikil eftirvænting fyrir leikinn. Það þarf meira en þrjár stjörnur til að búa til meistara og það sást. Miami átti fá svör við góðri vörn Boston. Ef frá er skilinn kafli í þriðja leikhluta þar sem James fór á kostum stóð ekki steinn yfir steini hjá Miami. x x x LeBron James á sér fáa vini íCleveland. Athygli vekur að Boston átti í nótt að leika gegn Cle- veland og veltu menn fyrir sér hvað hefði vakað fyrir skipuleggjendum NBA að raða leikjunum svona upp. Dálkahöfundur Boston Globe sagði að þetta væri svipað og að fara út að borða með Brad Pitt og Angelinu Jolie eitt kvöldið og Jennifer An- iston það næsta. Þulur, sem lýsti leik Boston og Miami, spáði að áhorf- endur í Cleveland myndu rísa úr sætum til að klappa fyrir Boston fyr- ir að hafa unnið James og félaga í Miami í fyrrinótt. x x x Shaquille O’Neal hefur nú bæst íraðir Boston. Hann er næstelsti leikmaður deildarinnar, en sýndi í fyrsta leiknum að eitthvað er eftir í tanknum hjá honum, þótt enn hafi hann ekki lært að taka vítaskot. Leikmenn Boston segja að O’Neal fylgi jákvætt andrúmsloft og hann hafi góð áhrif á hópinn. Hann hefur einnig aflað sér vinsælda í borginni. Um helgina kom hann sér fyrir á bekk í miðbæ Boston og sat þar eins og myndastytta. Brátt safnaðist saman mikill mannfjöldi hjá honum og myndavélar fóru á loft. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 alda, 4 undir eins, 7 ól, 8 fugls, 9 tek, 11 gler, 13 fjall, 14 tuskan, 15 frá, 17 nísk, 20 blóm, 22 endar, 23 urg, 24 dreg í efa, 25 kaka. Lóðrétt | 1 dregur upp, 2 látin, 3 nákomin, 4 görn, 5 grotta, 6 þvaðra, 10 veinar, 12 þrif, 13 bókstafur, 15 trjástofn, 16 auðugan, 18 nói, 19 braka, 20 ískri, 21 músarhljóð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gikkshátt, 8 eljan, 9 rímur, 10 náð, 11 tinna, 13 apann, 15 kyrru, 18 halur, 21 nýr, 22 stund, 23 orður, 24 linnulaus. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 kanna, 4 herða, 5 tomma, 6 heit, 7 grun, 12 nær, 14 púa, 15 kost, 16 rausi, 17 undin, 18 hroll, 19 liðnu, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Bd3 e5 4. c3 Be7 5. Rf3 Rc6 6. O-O O-O 7. Rbd2 h6 8. He1 Rh7 9. Bb5 exd4 10. cxd4 Rg5 11. h3 Bd7 12. Bc4 a6 13. a3 Dc8 14. Rxg5 Bxg5 15. Rf3 Bxc1 16. Hxc1 Re7 17. Rh4 Be6 18. d5 Bd7 19. e5 dxe5 20. Hxe5 Dd8 21. d6 cxd6 22. Dxd6 Rc6 23. He4 Dg5 24. Hc3 Bf5 25. Rxf5 Dxf5 26. Hf4 Had8 Staðan kom upp í kvennaflokki Ól- ympíuskákmótsins sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Heimsmeistari kvenna, Alexandra Kostenjuk (2524), hafði hvítt gegn Juliu Kochetkova (2327) frá Sló- vakíu. 27. Dxf8+! og svartur gafst upp enda hrókstap óumflýjanlegt. Heims- meistarakeppni kvenna fór síðast fram árið 2008 og verður næsta mót haldið næstkomandi desember í Tyrklandi og þar hefur Kostenjuk titil að verja. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Engin sveifla. Norður ♠7 ♥43 ♦D983 ♣1076543 Vestur Austur ♠Á104 ♠8632 ♥D107652 ♥– ♦ÁG5 ♦K1074 ♣2 ♣ÁDG98 Suður ♠KDG95 ♥ÁKG98 ♦62 ♣K Suður spilar 2♠. „Nú, jæja – 400 er góð tala,“ hugsaði Brad Moss, en hann var með spil vest- urs í úrslitaleik Rosenblum og „gleymdi“ að dobla Eric Rodwell í 4♥. Rodwell fór fjóra niður í hættunni og Moss hugsaði með sér að 400-kallinn gæti skilað sveiflu. „Gæti“ er rétta orðið. Hinum megin vakti Hampson á sterku laufi í suður og Hamman í vestur stökk í 2♥. Pass og pass til Hampsons. Sennilega leka 2♥ einn niður, sem hefði dugað í 10 stig með 400-kallinum af hinu borðinu. En Hampson sagði 2♠. Allir pass. Hamman kom út með hjarta og Zia í austur trompaði fyrsta slaginn. Spilaði svo ♣Á og drottningu. Menn geta ímyndað sér framhaldið, en eftir stung- ur þvers og kruss sat Hampson uppi með fjóra slagi í 2♠: fjórir niður, 400 í AV og engin sveifla. „Ég er að hugsa um að taka mér frí á þessum degi og halda síðan veislu á laugardag,“ segir Krist- björg Clausen, söngvari og bókasafnsfræðingur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er fimmtug í dag. „Ég er dálítið veisluglöð og hef mjög gaman af því að halda veislur,“ heldur hún áfram. Hún segir mikla hefð fyrir því í sinni fjölskyldu og eig- inmannsins að halda afmælisveislur, en í fjölskyld- unum séu um 85 manns auk annarra vina og kunn- ingja. Því ætli hún að leigja sal að þessu sinni og það hafi hún ekki gert áður. „Yfirleitt hrúgumst við öll saman heima,“ segir hún. Fyrir utan það að halda utan um nótnasafn Sinfóníunnar í fullu starfi syngur Kristbjörg í frístundum, en hún hefur sungið hjá Jóni Stefánssyni í kór Langholtskirkju og síðar kammerkór kirkjunnar frá því hún var átta ára. Samt er ekki von á diski frá henni á næstunni. „Ég held ekki, þótt mamma hafi beðið mig lengi um það.“ Hún bætir við að margir söngvarar og tónlistarfólk séu í fjölskyldunni og því verði lagið örugglega tekið á laugardag, þótt hún ætli ekki sjálf að stíga á svið. „Ég læt aðra sjá um það,“ segir hún, „en tónlist hefur allt- af verið mitt starf og tómstundagaman .“ steinthor@mbl.is Kristbjörg Clausen er fimmtug í dag Lífið snýst um tónlistina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.