Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 24

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 ✝ Ragnheiður(Ragna) Svan- laugsdóttir fæddist að Syðri-Bægisá, Öng- ulstaðahreppi 15. maí 1907. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. október 2010. Foreldrar hennar voru Svanlaugur Jón- asson, bóndi og síðar verkstjóri á Akureyri, f. 4.11. 1882, d. 15.10. 1946 og Rósa Þor- steinsdóttir frá Engi- mýri, f. 23.11. 1882, d. 20.2. 1957. Börn þeirra í aldursröð voru: Sig- urlaug, Jenný, Jónasína Eva, Ragn- heiður, Klara Guðbjörg, Hjalti Öxn- dal, Garðar Öxndal, Hrefna, Baldur Öxndal, Hulda Klara, Sigríður, Anna, Þorsteinn Öxndal, Helga og Baldur Öxndal. Ellefu þeirra náðu fullorðinsaldri og eru tvær systur Rögnu á lífi, hjúkrunarkonurnar Hulda Klara og Helga. Þann 7. nóv. 1942 giftist Ragna Sveini Hallgrímssyni, f. 24.9. 1897, d. 17.11. 1982, verkstjóra hjá Kassagerð Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Hallgrímur Brynjólfsson, f. 1.9. 1870 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. Edda. B) Svanlaugur H., f. 25.1. 1947, byggingatæknifræðingur, kvæntur Freyju Guðlaugsdóttur, skólaliða, f. 26.1. 1947. Eiga þau þrjú börn: 1) Jón Gunnar, blikk- smiður, f. 10.7. 1966, kvæntur Ingi- björgu Bjarnarsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Kristín Bára, b) Freyja Dís, c) Bjarnar Þór. 2) Ragn- ar Sveinn, rafvirkjameistari, f. 3.2. 1970, kvæntur Rúnu Sigríði Örlygs- dóttur. Börn þeirra eru: a) Bjarki Freyr, b) Alma Brá, c) Harpa Líf. 3) Hrafnhildur Ásta, vélaverkfræð- ingur, f. 14.6. 1983. Sambýlismaður, Ólafur Magnús Ólafsson, vélaverk- fræðingur. Ragna ólst upp í Öxnadalnum, en fluttist 1919 með foreldrum sínum frá Þverá til Akureyrar, en hleypti síðan heimdraganum eftir ferm- ingu. Stundaði hún nám í Köng- lýðháskólanum á Fjóni 1929, í garð- yrkjuskóla í Óðinsvéum 1930 og síð- an í Hjúkrunarskóla Íslands 1931-1934. Framhaldsnám í rönt- gen- og skurðstofuhjúkrun við sjúkrahúsið í Birmingham á Bret- landi 1936-1937. Ragnheiður starf- aði á Landspítalanum 1934-1936 og síðan til ársloka 1942. Hún hóf hjúkrunarstörf að nýju upp úr 1960 og vann síðustu árin við vaktavinnu á Hvítabandinu, þá tæplega áttræð að aldri. Útför Ragnheiðar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 24.7. 1937 og kona hans Sigurveig Sveinsdótir, f. 1.9. 1872 á Miðeyj- arhólmi, Rang- árvallasýslu, d. 19.4. 1955. Bjuggu þau að Felli í Mýrdal og síðar í Vestmannaeyjum. Ragna og Sveinn eignuðust tvo syni, þeir eru: A) Þórarinn E., f. 11.11. 1943, yfir- læknir á krabba- meinsdeild LSH, kvæntur Hildi Bernhöft, fulltrúa, f. 15.7. 1944. Eiga þau þrjár dætur: 1) Hildur Edda, dýralæknir, f. 18.12. 1963, gift Guðmundi S, Pét- urssyni, vélatæknifræðingi. Börn þeira eru: a) Sveinn Flóki, b) Rósa Stella og c) Sverrir Geir. 2) Ragn- heiður Inga, aðstoðarorkumála- stjóri, gift Ólafi Pétri Pálssyni, pró- fessor, deildarforseta við HÍ. Börn þeirra: a) Helga Kristín, b) Hildur Þóra, c) Katrín Unnur, d) Karl Há- kon. 3) Brynja Kristín, barnalækn- ir, f. 10.11. 1973, gift Oddi Stein- arssyni, heimilislækni. Börn þeirra eru: a) Anna Valgerður, b) Þórunn Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína Rögnu Svan- laugsdóttur eftir langt og farsælt líf, en hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir hinn 20. október sl. á 104. aldursári. Ragna fæddist á Syðri-Bægisá og ólst síðan upp í Öxnadalnum til tólf ára aldurs, en flutti þá með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Var hún fjórða elst fimmtán systkina, en ellefu þeirra náðu fullorðinsaldri og lifa tvær systur hennar hana, þær Hulda Klara og Helga. Hús- næðið í Norðurgötu var þröngt fyr- ir þennan stóra hóp, enda varð reyndin sú að elstu börnin hleyptu heimdraganum fljótt eftir fermingu og sáu sér sjálf farborða eftir það. Ragna réð sig í vist til Dalvíkur á fermingarári og dvaldi eftir það að- eins sem gestur á æskuheimili sínu. Rúmlega tvítug að aldri hélt hún til Danmerkur, þar sem hún stund- aði nám við Köng-lýðháskólann á Fjóni og síðan í Garðyrkjuskóla í Óðinsvéum. Eftir heimkomu hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Ís- lands og lauk því 1934. Starfaði síð- an við Landspítalann, en á árunum 1936-1937 dvaldi hún í Bretlandi, þar sem hún stundaði framhalds- nám í röntgen- og skurðstofuhjúkr- un við Aðalsjúkrahúsið í Birming- ham. Að því námi loknu starfaði hún á röntgendeild Lsp. en hætti störfum þar þegar hún giftist eig- inmanni sínum, Sveini Hallgríms- syni. Helgaði hún heimilinu starfs- krafta sína, en fór aftur að vinna við hjúkrun upp úr 1960. Lauk hún starfsferli sínum á Hvítabandinu, þá áttræð að aldri. Ung að árum kom ég á heimili Rögnu og hennar góða eiginmanns, Sveins Hallgrímssonar, er kynni tókust með mér og syni þeirra. Var mér strax tekið opnum örmum og dekruðu þau við mig frá fyrstu tíð. Mikil reglusemi ríkti á heimilinu og voru þau hjónin samhent í öllu sem gert var. Eftir að við Þórarinn stofnuðum eigið heimili var hún alltaf fljót til aðstoðar ef eitthvað vantaði. Sem dæmi um það má nefna, að á dvalarárum okkar í Danmörku frétti hún af því að ég hefði fengið lánaða saumavél og var þá ekki að sökum að spyrja, ný Husquarna-saumavél var send með næstu ferð Gullfoss til Hafnar. Ragna var alla tíð ung í anda og leið hvergi betur en með okkar vin- um og þaðan af yngra fólki. Á ní- ræðisaldri heimsótti hún endurtek- ið barnabörn sín til Danmerkur og aðstoðaði þau m.a. við barnapöss- un, eins og þörf krafði hverju sinni. Við andlát eiginmanns hennar árið 1982 gekkst hún fyrir gróð- ursetningu skógarlundar, „Sveins- lundar“, á æskustöðvum hans á Felli í Mýrdal, þar sem fjölskyldan hafði sumaraðstöðu. Var það í reynd undanfari skógræktar í Fellslandi. Árið 2001 flutti Ragna á Hjúkr- unarheimilið Eir og dvaldi þar til dauðadags. Naut hún þar góðrar aðhlynn- ingar, en síðustu þrjú ár ævi sinnar var hún rúmliggjandi. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Eirar frábæra umönnun í veikind- um hennar. Góð kona er gengin. Þakka ég henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Hildur Bernhöft. Elsku amma. Það er skrítið að skrifa minningargrein um þig, elsku amman mín, svona í öðru landi. Það er einnig skrítið vegna þess að þú hefur eiginlega ekki ver- ið í mínu lífi í meira en tvö ár. Mér finnst svo langt síðan ég í raun missti þig. Þær stundir sem ég heimsótti þig á elliheimilið Eir hafa verið mér erfiðar, sjá þig svona veikburða, á fljótandi fæði og gast varla opnað augun. Ekki getur maður kallað þetta mikið líf sem þú hefur lifað síðustu tvö árin og því held ég að þér líði betur þar sem þú ert núna. Sú manneskja sem ég heimsótti á elliheimilið Eir er ekki amman sem ég man eftir, og mun ekki vera sú sem ég man eftir. Amman sem ég man eftir er sterk, ákveðin og alltaf til í að gera allt, sérstaklega fara í ferðalög. Þér fannst svo gam- an að ferðast að jafnvel þótt lík- aminn segði nei, að hann gæti ekki farið í ferðalag, þá var hugurinn alltaf sterkari og sagði já. Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Þú varst einnig sú eina sem spilaðir við mig af líkama og sál. Já við erum svolítið líkar að því leytinu til að við erum báðar með það sem mamma mín kallar fyrstu veikina, viljum alltaf vera fyrstar eða vinna. Jafnvel þótt ég hafi ekki verið eldri en sjö ára og þú áttræð var ekkert gefið eftir og er það lík- legast ástæðan fyrir því hversu gaman mér þótti að spila við þig. Það er svo margt sem fær mig til að brosa þegar ég hugsa til þín. Ég brosi þegar ég minnist þess að þú borðaðir alltaf restina af matnum mínum sem ég vildi ekki eftir að pabbi var búinn að segja við mig að ég færi ekki frá matarborðinu fyrr en ég væri búin með allan matinn, og þetta var alltaf gert í laumi svo að pabbi héldi nú að ég hefði klárað matinn minn sjálf. Allt saman þér að þakka. Ef þú varst ekki í heim- sókn hjá okkur á matartíma þá óskaði ég þess nú oft að þú værir hjá okkur að klára matinn minn. Önnur minning sem er mér of- arlega í huga er þegar þú kynntist honum Óla kærastanum mínum. Þegar þú kynntist honum varstu komin inn á Eir og minnið ekki upp á sitt besta, en engu að síður virt- istu alltaf muna eftir honum Óla mínum. Í hvert sinn sem þú sást hann þuldirðu upp „Ólafur muður ætlarðu suður“ og spurðir hvort hann ætlaði nú ekki að fara að klippa sig. Jafnvel þótt fleiri Ólar séu í ættinni okkar var það bara Ólinn minn sem vakti þessa runu hjá þér. Þótti okkur báðum virki- lega vænt um það að þú virtist allt- af muna eftir honum. Þessar minningar eru nú bara brotabrot af öllum þeim minningum sem ég á um þig en þær munu allar ávallt lifa með mér. Elsku amma, ég kemst ekki í jarðarförina þína en ég ætla að kveikja á kerti heima hjá mér og hugsa til þín í staðinn, ég verð með þér í anda. Mér þykir vænt um þig og ég er þakklát fyrir allar þær samverustundir sem ég hef átt með þér. Ég ætla ekki að hafa kveðjuna lengri því ég veit að við munum hittast einhvern tímann aftur. Kveðja, Hrafnhildur og Ólafur í Danmörku. Margar góðar minningar koma fram í hugann nú þegar amma okk- ar hefur kvatt, 103 ára að aldri. Lífsgleði hennar og dugnaður hefur ávallt verið okkur góð fyrirmynd. Amma Ragna sýndi í verki að með jákvæðum huga, vandvirkni og vinnusemi væri allt mögulegt. Hún sagði almennt já við því sem í boði var og var alltaf tilbúin til ævintýra með engum fyrirvara. Bauð þessi lífssýn hennar upp á mörg eftir- minnileg og skemmtileg atvik. Hún fór með okkur í útilegur, fjallgöng- ur og flugferðir og var alltaf virkur þátttakandi. Hún vann sem hjúkr- unarfræðingur þar til á áttræðisaf- mæli sínu þegar hún ákvað að hætta þar sem henni þótti varla hæfa að vera að vinna við umönnun aldraðra sjálf komin á níræðisald- ur. Í staðinn tók hún til við að passa barnabarnabörnin og 82 ára flutti hún til Danmerkur sem au-pair. Varð hún þar hluti af hópi unga fólksins, tók þátt í stúdenta- skemmtunum og hljóp með okkur til að missa ekki af strætó eða lest- um. Amma ólst upp í stórum systk- inahópi í ofanverðum Öxnadal og var mikill kærleikur og samband þeirra á milli. Hún fór ung að heiman eins og tíðkaðist gjarnan þá. Stundaði nám í lýðháskóla og garðyrkju í Danmörku og lauk síð- an námi í hjúkrun, auk framhalds- náms í röntgen- og skurðstofu- hjúkrun i Birmingham. Amma var lagin í höndunum, málaði myndir og keramik, prjónaði og saumaði, stundaði smíðar og bókband. Hún hafði einnig gaman af að spila bæði bridge og félagsvist, auk þess sem hún unni ferðalögum innanlands sem og til útlanda. Amma og afi voru nægjusöm og nýtni var þeim í blóð borin. Gjaf- mildi þeirra var þó mikil þegar kom að afkomendum og fjölskyldu. Þau gáfu sér einnig góðan tíma til að sinna hverjum og einum, höfðu áhuga á því sem við vorum að fást við á hverjum tíma og reyndu af kostgæfni að styðja við það. Við þökkum ömmu fyrir sam- fylgdina og munum við geyma vel allt það góða sem hún kenndi okk- ur og koma heilbrigðri lífssýn hennar og kærleika áfram til af- komenda okkar. Ragnheiður og Brynja. Elsku amma mín. Við erum rík að hafa átt samleið með þér amma Ragna, þú varst góð fyrirmynd. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu en þig. Það var mikil samheldni í stóra systkinahópnum þínum, þótt ung færuð að heiman. Systkinabörnin þekkjast því vel og hafa haldið þorrablót árlega frá því ég man eft- ir mér. Ættarmót eru haldin á fimm ára fresti og við barnabörnin erum einnig farin að hittast með þorrablót. Við eigum fallegar minningar. Ég gisti oft hjá ykkur afa Sveini og fékk að sofa á milli ykkar. Þú eld- aðir rúsínugraut og afi sagði sög- una af Búkollu. Það var ævintýri að fylgjast með þér pakka upp úr ferðatöskum, en þá birtust ótrúleg- ustu hlutir, t.d. jarðarber í plast- flöskum, kuðungar í sokkum og alls kyns góðgæti handa okkur krökk- unum. Við fórum oft að Felli í Mýr- dal, sem var æskuheimili afa, og vorum mikið úti í náttúrunni. Þú hafðir yndi af útivist og gróðursett- ir með fjölskyldunni fallegan Sveinslund á Felli í minningu afa. Amma, þú hefur alltaf verið mik- ill gleðigjafi og þátttakandi í okkar lífi. Þið afi voruð nýtin og að sama skapi gjafmild. Fermingargjafir okkar barnabarnanna voru stórar. Ég fékk hryssu með folaldi, reið- tygi og reiðnámskeið. Þú varst alltaf til í ævintýri og eftir að þið Ragnheiður systir vor- uð búnar að heimsækja Brynju á skátamót í Viðey komuð þið fljúg- andi með Húsafellsbræðrum að Húsafelli á fögrum sumardegi. Á leiðinni voruð þið spurðar hvernig ykkur litist á flugferðina. Amma, þú svaraðir: „Það er allt í lagi með mig, það er verra með Ragnheiði, hún er svo ung.“ Á Húsafelli varð vinskapur með ykkur Ástu. Við fórum saman í fal- legan útreiðartúr og þú baðst um góðan hest, en þetta sumar unnum við Þóra vinkona í hestaleigunni á Húsafelli. Fyrir valinu varð dún- mjúkur töltari, sem þú hafðir gott lag á, enda vön hestum frá barn- æsku. Nokkrum árum seinna fórum við í eftirminnilega hringferð um land- ið þú, mamma og ég. Í Lónssveit heimsóttum við vinkonu þína frá námsárunum og voru um 50 ár liðin frá ykkar síðustu endurfundum. Þessi stund var dýrmæt og var vel tekið á móti okkur. Við kölluðum ferðalagið fjórar kynslóðir á ferð og vorum einungis hálfnaðar með hringinn þegar Sveinn Flóki fædd- ist, þremur vikum fyrir tímann, á Norðfirði. Veturinn eftir varst þú hjá okkur í Danmörku og hjálpaðir okkur með Svein Flóka. Það var góður tími. Þegar mér síðan bauðst vinna á Blönduósi komst þú 86 ára og passaðir einnig Rósu Stellu frá tveggja mánaða aldri. Takk fyrir allt elsku amma. Þín Edda. Ragna, eins og hún var jafnan kölluð, var kona stórlát og sterkur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og mátti ekki vamm sitt vita. Það gustaði af henni. Hún fór ótroðnar slóðir, m.a. sótti hún nám til út- landa á fyrri hluta síðustu aldar, fyrst í lýðháskóla, síðan í garðyrkju og að lokum sérfræðinám í hjúkr- un. Æðruleysi, velvild og hlýja var sú hlið skaphafnar þeirra hjóna, hennar og Sveins Hallgrímssonar, sem að okkur vinum sona þeirra sneri. Við vorum nokkrir félagar og jafnaldrar í Miðtúni sem vorum heimagangar hver hjá öðrum og sórumst ungir í fóstbræðralag með eldri syninum Þórarni. Það fóst- bræðralag endist enn og traustari vinur þekkist ekki. Eitt lærðist okkur félögum fljótt og höfðum til marks um festu Rögnu. Okkur tjó- aði ekki að knýja dyra og spyrja eftir Tóta eins og við kölluðum hann jafnan. Svar Rögnu var að á heimilinu byggi enginn sem svo héti. Gestrisin og frændrækin voru þau hjón bæði. Var þó í mörg horn að líta, því að systkinahópar beggja voru stórir, börn foreldra hennar voru fimmtán en systkini Sveins tólf. Bæði voru þau úr sveit – hún úr Öxnadal en hann úr Mýrdal. Leiðir þeirra lágu saman í Reykja- vík eftir að hún kom heim frá fram- haldsnámi í röntgen- og skurð- stofuhjúkrun við sjúkrahúsið í Birmingham í Englandi. Fyrir nám í Hjúkrunarskóla Íslands hafði Ragna einnig stundað nám í lýðhá- skóla og síðar í garðyrkjuskóla í Danmörku. Ragna starfaði við hjúkrun á Landspítalanum lengst af starfs- ævinni. Hún tók sér hlé frá störfum þegar synirnir voru að vaxa úr grasi en hóf störf að nýju 1960 og vann við hjúkrun til áttræðisaldurs, síðustu árin á Hvítabandinu. Henni var ekki aðeins gefið langlífi heldur líka hreysti og vinnuþrek langt fram eftir aldri og hún vildi nýta það til að gera gagn. Ragna var trúkona og sá til þess að synirnir færu með bænir og vers og tileinkuðu sér þann boðskap sem þau geyma. Rögnu og Sveini má lýsa sem kjarngóðu fólki eins og það gerist best. Nú þegar Ragna er öll rifjast upp góðvildin og hlýjan í fasi þeirra. Arfleifð þeirra er slík að á betra verður vart kosið. Ást og umhyggja sona, tengdadætra og afkomenda voru þau laun sem Ragna verðskuldaði og uppskar. Þeim öllum sendum við Helga samúðarkveðjur. Helgi H. Jónsson. Ragnheiður Svanlaugsdóttir Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, létust af slysförum 20. október sl. Útför þeirra fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14:00. Daníel Ernir Jóhannsson, Árni Ingi Stefánsson, Halldóra Húnbogadóttir, Tryggvi Þór Guðmundsson, Rósa Harðardóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæru, 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.