Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 35

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 SÍMI 564 0000 16 16 7 7 12 L L L SÍMI 462 3500 16 7 12 L TAKERS kl.8-10 SOCIALNETWORK kl.8-10.15 BRIM kl. 6 AULINNÉG3D kl.6 SÍMI 530 1919 16 7 12 L INHALE kl.6-8-10.10 SOCIALNETWORK kl.6-9 BRIM kl.6-8-10 EATPRAYLOVE KL. 5.15 - 10 INHALE kl.6-10 TAKERS kl.5.40-8-10.20 SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35 SOCIALNETWORKLÚXUS kl.5.20-8-10.35 BRIM kl.4-6-8 EATPRAYLOVE kl.10 AULINN ÉG2D kl. 3.40 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan NÝTT Í BÍÓ! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SPENNUMYND Í ANDA “HEAT” ÍSLENSKT TAL STEVE CARELL Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:10 FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA HEAT OG THE TOWN Sýnd kl. 6 - 3D ísl. talSýnd kl. 8 - 3D - enskt tal Sýnd kl. 5:50 - 3D - íslenskt tal SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! MATT DILLON PAULWALKER IDRIS ELBA JAYHERNANDEZ MICHAEL EALY TIP “T.I! HARRIS CHRIS BROWN HAYDEN CHRISTENSEN Forsýnd kl. 10:10 POWERSÝNING POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :10 FORSÝNING -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Græna ljósið, í samvinnu við Ting, norræna listahátíð í Reykjavík, stendur fyrir sýningum á þeim fimm myndum sem tilnefndar voru í ár til Kvikmyndaverðlauna Norð- urlandaráðs, í Bíó Paradís. Sýning- arnar fara fram 29. október til 4. nóv- ember. Leikstjórinn danski, Thomas Vinterberg, sem hlaut verðlaunin í ár fyrir Submarino, verður viðstaddur sýningu á myndinni þriðjudags- kvöldið nk., 2. nóvember, og mun að henni lokinni svara spurningum áhorfenda. Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur stýrir en hann er í rannsóknarhópnum Deus ex cinema. Um myndina segir í tilkynningu: „Submarino er saga tveggja að- skildra drengja, sem bera merki dap- urlegrar æsku. Þeir voru aðskildir á unga aldri þegar sorglegur atburður sundraði fjölskyldunni. Þegar mynd- in hefst er líf Nicks gegnsýrt af áfengisneyslu og ofbeldi, en bróðir hans er einstæður faðir sem reynist erfitt að veita syni sínum betra líf því að hann er fíkill. Leiðir þeirra skar- ast og það kemur til óumflýjanlegs uppgjörs“. Spurt og svarað með Thomas VinterbergHver man ekki eftir hnífa-kastaranum í kvikmynd-inni Desperado, þessumljóta sem reyndi hvað hann gat að gera Antonio Banderas að gatasigti en tókst þó ekki. Sá ljóti er hér snúinn aftur, eða öllu heldur leikarinn sem túlkaði hann, Danny Trejo, og að þessu sinni eru engir litlir kasthnífar á ferð heldur stórar og flugbeittar sveðjur, enda heitir vígamaðurinn Machete Cortez, eða Sveðja Cortez. Machete starfar í upphafi myndar fyrir alríkislögregl- una en lendir í klóm mexíkósks eit- urlyfjabaróns (Seagal) sem myrðir eiginkonu Machetes fyrir augunum á honum. Sveðjan sleppur naumlega undan illmenninu og flýr til Texas. Þar fer hann huldu höfði eða allt þar til hann er þvingaður til þess að taka öldungadeildarþingmann af lífi en sá stundar þá iðju að skjóta ólöglega mexíkóska innflytjendur á færi við landamærin. Machete er leiddur í gildru af þeim sem réð hann til verksins, þingmaðurinn sleppur og Machete er hundeltur af lögreglu. Hann hyggst ná fram hefndum eins og honum einum er lagið og hefst þá blóðbað mikið þar sem sveðjur koma heldur betur við sögu en einnig kyn- þokkafull landamæralögreglukona (Alba) og önnur og ekki síður kyn- þokkafull mexíkósk mær og skæru- liði (Rodriquez). Báðar vilja þær sænga hjá hinum lítt fagra Machete, þrátt fyrir að hann gæti verið afi þeirra beggja, kominn á sjötugsald- urinn eða þar um bil. Machete er B-mynd í sparifötun- um og Rodriguez hefur áður sótt í brunn slíkra mynda, m.a. í samstarfi við B-myndaaðdáandann Quentin Tarantino. Áhorfendum er því holl- ara að gera engar kröfur um gáfu- legan eða rökréttan söguþráð; hér er það blóð, kynlíf og ofbeldi sem ræð- ur för og spaugið er bleksvart. Blóð- ið gusast í allar áttir eins og fag- urrauður gosbrunnur og konurnar eru til skrauts, meiri áhersla er lögð á lögulega líkama en innri fegurð. Já, þetta er strákamynd, svo mikið er víst, en þó skal ekki útiloka að stelpur hafi gaman af henni, það er aldrei að vita. Leikaravalið eitt fær menn til að brosa eyrna á milli, það er stórfurðuleg karlafantasía: Don Johnson, Steven Seagal og Robert DeNiro! DeNiro beyglar munninn sem aldrei fyrr og Seagal (einhver kallaði hann ísskáp með tagl og er það býsna nákvæm lýsing) er stirð- ari en nokkru sinni. Hann er frysti- kista með tagl! Trejo er flatur að venju en það hentar mynd af þessu tagi, hér er ekki verið að sækjast eft- ir óskarsverðlaunum fyrir drama- tíska leiksigra. Uppgjörið undir lok myndar er svo uppfullt af vélhjóla- og skotvopnablæti og sannkristnir munu án efa súpa hveljur yfir nokkr- um atriðum í myndinni (ekki skal frekar farið út í þá sálma, eitthvað verður jú að koma á óvart). Machete er til gamans gerð og víst er hún skemmtilega groddaleg B-mynd í fokdýrum Hollywood-glanspappír. Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó Machete bbbnn Leikstjórar: Robert Rodriguez og Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Michelle Rodriguez, Robert De Niro, Jessica Alba, Don Johnson og Steven Seagal. 105 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Sveðjur Machete sýnir vopnabúrið og er svo sannarlega ekki árennilegur. Þrjótar munu fá það óþvegið. Klofið í herðar niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.