Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Að heilsast og kveðjast hér um fáa daga, hryggjast og gleðjast, það er lífsins saga. Eftir hádegi á fimmtudag hringir síminn. Það er Jóhann, sonur minn, sem tilkynnir mér að tengdafaðir sinn, Lárus Finnbogason, hafi látist um morguninn. Við hjónin höfðum heimsótt Lárus á þriðjudag á Landakotsspítala, þar sem hann lá mjög þjáður, en sendi okkur þó sitt blíða bros og hann vissi af okkur þar. En eigi má sköpum renna. Eftir að við tengdumst Lárusi og Úllu, konu hans, myndaðist ákaf- lega gott samband á milli okkar, sem ekki hefur fallið skuggi á. Lár- us var mikill fjölskyldumaður, enda fann litla fólkið að það átti hauk í horni þar sem afi var til staðar í leik og starfi. Við nutum þess að fá að vera eina viku hjá þeim hjónum í Hvammi í Dýrafirði. Það var sól alla daga, Dýrafjörður skartaði sínu feg- ursta og fjöllin spegluðust í sjáv- arfletinum. Svona sýn líður ekki úr minni. Lárus Hvammdal Finnbogason ✝ LárusHvammdal Finnbogason fædd- ist á Rana í Hvammi, Dýra- firði, 24. mars 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítalans, Landa- koti, 14. október 2010. Útför Lárusar fór fram frá Bú- staðakirkju 22. október 2010. Þarna var Lárus fæddur og uppalinn. Hann sleit þar barns- skónum, gekk í barna- skóla og síðan ungl- ingaskólann á Núpi. En lífið bauð ekki upp á langtíma skóla- göngu, því lífsbarátt- an hófst snemma. Eins og sæmir hjá sönnum Vestfirðingi tók sjómennskan við, fyrst þar fyrir vestan og síðan hér sunnan- lands. Lárus aflaði sér vélstjóraréttinda og var vélamaður á ýmsum bátum. Síðar stofnuðu þeir bræður til útgerðar hér í Hafn- arfirði og gerðu þar út tvo báta. Þeir byggðu myndarlegt hús fyrir saltfiskverkun og að sjálfsögðu hét fyrirtækið Hvammsfell. En ekki gleymdist Hvammurinn í Dýrafirði. Gengið var í að gera upp gamla húsið, það var lagað utan og innan, svo úr varð glæsilegur sum- arbústaður sem fjölskyldur þeirra bræðra dvöldust í til skiptis yfir sumartímann. Og Lárus gleymdi ekki uppruna sínum þótt hann væri búsettur hér sunnanlands, því það bjó með honum löngun til að hafa dálítinn búskap með höndum og hann varð sér úti um nokkrar ær sem hann hafði í húsi hér ofan við Hafnarfjörð. Það varð dægradvöl hans að afla heyja og sinna búsmal- anum um veturinn. Það var líf hans og yndi að taka á móti lömbunum á vorin, fara svo með rúmlega tvöfald- an hópinn upp í Krísuvík og smala svo aftur saman að hausti. Við Lárus áttum margar gleði- stundir saman með örlitla dögg í glasi, ræddum málin og ígrunduð- um. Við náðum sama takti í pólitík- inni og þegar ég var ósáttur við for- ystumenn þar sagði Lárus jafnan með sínu ljúfa brosi: „Þú jafnar þig á því, Dóri minn.“ Það vakti hjá okkur hjónum tilhlökkun að fara austur fyrir fjall að hitta þau og njóta þeirra frábæru gestrisni í glæsilegu sumarhúsinu í Grímsnes- inu, og alltaf var jafn gaman að fá þau í heimsókn til okkar í Skorra- dalinn. Það er dimmt yfir sorgar ranni, en eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Við kveðjum vinur, í síðasta sinn og söknuður hug okkar fyllir. Nú minningar vakna, um vinskap og tryggð er vorsólin tindana gyllir. Nú þakka skal allt sem við áttum með þér það ætíð mun hug okkar fylla. Brátt sumarið kemur með sólskin og yl þá sólstafir leiðið þitt gylla. Við vottum Úllu og fjölskyldu innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Lárusar Finnbogasonar. Halldór Hjartarson og Sig- rún Ásta Sigurbjartsdóttir. HINSTA KVEÐJA Til Lárusar afa. Ég mun sakna þín af því að þú ert dáinn. Hafðu það gott uppi á himni. Ég mun sakna þess sem þú sagðir alltaf við mig: „Afi á þetta barn.“ Þinn Marteinn Logi. Elsku afi, Sakna þín og elska þig. Þín Sara. Elsku besti afi minn. Ég er ennþá að reyna að horfast í augu við raunveru- leikann og samþykkja að ég mun aldrei sjá þig aftur. Síðustu dagar hafa verið mjög daufir og mikil rigning, enda var verið að kveðja gull af manni – þig. Núna ert þú farinn á vit ævintýranna og ég veit að þú átt eftir að vera sæll og glað- ur, málandi enn eitt listaverkið. Ég mun aldrei gleyma síðasta skiptinu sem við hittumst. Ó, afi, það var svo yndislegt. Ég kom óvænt í heimsókn og ég hef aldrei séð neina manneskju jafn glaða og þú varst. Þú lifnaðir allur við í andlitinu og svo brostirðu út í eitt og sagðir af og til: „Ég er svo glað- ur.“ – Ég var svo glöð að þú varst glaður. Það var alltaf jafn yndis- legt að heimsækja þig og Önnu (ömmu) og heyra hinar og þessar sögur, spila, borða konfekt, horfa á fréttirnar, sofa uppi á háalofti, horfa á þig mála, spila skák og bara það sem okkur datt í hug. Ég mun aldrei gleyma þér og þínum hæfileikum, enda eru listaverkin þín í mjög miklu uppáhaldi hjá mér og þau sem ég á munu alltaf fylgja mér. Ég var stolt að vera barnabarnið þitt enda varstu bú- inn að upplifa og gera margt sem maður má vel vera stoltur af. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi minn, ég mun sakna þín. Ég bið að heilsa pabba og Oddi – þú ert í góðum höndum. Signý Eva Auðunsdóttir. Þórhallur Filippusson ✝ Þórhallur Filipp-usson fæddist í Reykjavík 21. júli 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki 17. október 2010. Þórhallur var jarð- sunginn frá Sauð- árkrókskirkju 22. október 2010. Fáein kveðjuorð til mágs míns og félaga til margra ára. Ég kynntist Þórhalli árið 1953, en þá gerðist ég félagi í Svifflugfélagi Íslands. Þórhallur var þá mikið á Sandskeið- inu og aðstoðaði við kennslu. Hann varð fljótlega einn af bestu svifflugmönnum okk- ar. Hann tók þátt í svifflugmótum sem haldin voru hér inn- anlands og varð hann fyrstur til að verða Íslandsmeistari í svifflugi. Auk þess tók hann þátt í heimsmeistaramótum í Evrópu og gekk vel. Það má geta þess að hann flaug á svifflugu frá Sandskeiði til Vestmannaeyja, en á þeim árum var ekki mikið um löng yfirlands- flug frá Sandskeiði, enda flugeig- inleikar vélanna ekkert í líkingu við það sem nú er. Hann var um tíma formaður félagsins og vann ötullega að því að drífa það áfram og bæta vélakost félagsins, en hann var orð- inn ansi gamall. En eins og hjá flestum mönnum breytast aðstæð- ur, stofnuð er fjölskylda og þá verð- ur minni tími fyrir áhugamálin, en þó hélt Þórhallur alltaf tryggð við svifflugið og það var hans hjartans mál, allt til hins síðasta. Við hjónin vottum Önnu og fjöl- skyldu Þórhalls, okkar innilegustu samúð. Þóra og Þórmundur. Það var í ágúst 1984 sem Anna, frænka mín, sagði mér að hún hefði hitt yndislegan mann sem hún væri alvarlega ástfangin af. Hún ljómaði af gleði enda sá hún fram á að geta lifað eðlilegu lífi utan stofnana með hjálp tækninnar og umhyggju Þór- halls. Anna var sannfærð um að hún gæti stutt Þórhall í baráttu hans og Þórhallur fékk það stóra hlutverk að aðstoða Önnu í fötlun hennar. Þau voru mjög samhent og ákveðin í að þetta skyldi blessast. Eftir nokkurra ára sambúð í Víði- grund festu þau kaup á Raftahlíð 15 þar sem þau bjuggu sér notalegt heimili. Árið 1990 gengu þau í það heilaga. Það var alltaf mjög notalegt að koma í heimsókn. Hlýja og gagn- kvæm ást geislaði af þeim. Þau voru sannkallaðar hetjur. Þórhallur sá um eldhússtörfin og svo var spjall- að um nýjustu myndir Þórhalls og ótal önnur málefni. Þórhallur hafði yndi af að mála og hafði næmt auga fyrir ljósbrigð- um og skýjafari. Hann hafði stundað nám í mynd- listarskóla. Hann glímdi við valin fjöll og fleira úr náttúrunni frá ýms- um sjónarhornum. Seinni árin festi hann og ýmis hughrif á strigann. Yfir sumartímann var bíllinn óspart notaður, náttúran skoðuð, myndir teknar sem urðu kveikjan að nýjum málverkum. Meira að segja var farið í svifflug. Þar hafði Þórhallur áður skipað sér í fremsta flokk og hreppt Íslands- meistaratitilinn sem hann enn á. Síðustu árin var Þórhallur þjáður af veikindum. Anna hefur af ein- stakri gætni, alúð og hugarró sinnt honum. Ég sendi börnum Þórhalls mínar innilegustu samúðarkveðjur og ég veit, Anna mín, að minningarnar um kæran eiginmann munu verða þér dýrmætar. Stella Guðmundsdóttir. Ömmu minnar er sárt saknað. Hún var ótrúleg kona, það skipti ekki máli hvar í heiminum ég var, ég vissi alltaf að hún hugsaði mikið til mín og ég til hennar. Ég á margar minningar um hana. Þau sumur sem ég var hjá þeim þegar ég var yngri. Hún saumaði æðisleg föt handa mér, apaskinnsgallinn er í miklu uppáhaldi og þau voru ófá ferðalögin sem ég fór með ömmu og afa austur til Eskifjarðar, ótrúlega skemmtilegir tímar í minni barns- minningu. Alltaf þegar hún átti von á mér í heimsókn á hvaða tíma sólahrings sem var, þá var hún búin að elda kjöt- súpu handa mér, því hún vissi að það var mitt uppáhald. En við áttum sameiginlegt áhuga- mál, það var að horfa á sápuóperur og við gátum talað um þær tímunum Anna María Guðmundsdóttir ✝ Anna María Guð-mundsdóttir fæddist á Eskifirði 22. mars 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. október 2010. Útför Önnu Maríu fór fram frá Gler- árkirkju 15. október 2010 í kyrrþey. saman í síma eftir að ég flutti til Noregs, Bold and the Beautiful þá sérstaklega. Amma fylgdist ofboðslega vel með öllum börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum sínum. Ég var heppin að eiga hana sem ömmu, hún gerði svo margt fyrir mig. Ég á ofboðslega mikið af listaverkum eftir hana eða hef uppi í hillum hjá mér og eru þau mér ómetanleg. Hún var svo stolt af mér þegar ég kom aftur heim frá Bandaríkjunum og ákvað að fara í skóla og ég ætlaði að verða stúdent. Ég flutti til ömmu og afa til að fara í skóla á Akureyri, það var alveg yndislegur tími sú önn sem ég átti heima hjá þeim. En ég kláraði ekki skólann og hún lét mig al- veg vita það að hún vildi mæta í út- skriftina mína og hún myndi bíða, ég bara lét hana bíða of lengi og þegar loksins kemur að því að ég klára þá veit ég að hún verður stolt og bros- andi að flylgjast með mér að handan. Ég er mjög stolt af því að heita í höfuðið á henni. Amma, ég elska þig og þú verður alltaf í hjarta mínu. Anna María Steindórsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, ÁRNI FREYR GUÐMUNDSSON, Þrastarási 11, Hafnarfirði, lést af slysförum í Riga, Lettlandi, föstudaginn 22. október. Guðmundur Jónsson, Ruth Árnadóttir, Auður Dögg Bjarnadóttir, Jón Örn Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Daníel Guðmundur Nicholl, Bríet Jónsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON, Kirkjubraut 12, áður Hjarðarholti 4, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 19. október. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudaginn 29. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin, sími 552-4440. Psi, 0111-26- 25 eða psi.is. Salvör Ragnarsdóttir, Rósa, Friðbjörg og Anna Kristmundsdætur. ✝ RUNÓLFUR SÆMUNDSSON frá Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Sigríður Karlsdóttir, Oddný Runólfsdóttir, Karl Runólfsson, Sæmundur Runólfsson, Runólfur Þór Runólfsson, tengdabörn og barnabörn.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.