Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 13

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir rannsóknir í Þingvallavatni og Öxará í rúman áratug er Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur farinn að kannast við marga einstaklinga í urr- iðafjölskyldunni og talar um þá eins og vini sína. „Mér þykir sérstaklega vænt um einn sem ég gaf nafnið Svil- hjálmur áttundi, eftir að ég var búinn að veiða hann í vísindaskyni í Öxará í átta ár í röð,“ segir Jóhannes. Niður- stöður rannsóknanna hafa þegar gef- ið mikilvæga innsýn í líf þessara fiska. Urriðinn í Þingvallavatni er fyrir löngu þekktur fyrir mikla stærð og þyngd og þrífst greinilega vel á murt- unni í vatninu sem er hans aðalfæða eftir að hann fullorðnast. Stærstu urr- iðarnir um þessar mundir sem vitað er um í Þingvallavatni eru um ellefu kíló að þyngd. Sá lengsti sem mældur hefur verið reyndist vera nákvæm- lega 100 sentimetrar. Methafinn fékk eðlilega nafnið Trölli. Strikamerki við búðarkassa Um þetta leyti árs er hrygningar- tími urriðans og hann bregður sér á vit ævintýra í Öxará, en kemst þó ekki óséður á ástarfundina því á leiðinni fer fiskurinn í gegnum tæki og tól Jó- hannesar. Þau lesa af rafkennum urr- iðanna ýmislegt um lífssögulega for- sögu fiskanna eins og af strikamerki við búðakassa. „Þingvallaurriðinn er einstakur á margan hátt,“ segir Jóhannes. „Bæði er hann stór og fallegur og hins vegar verður hann svo gamall að það gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með löngu æviskeiði. Við höfum fylgst með allt upp í sextán ára gömlum urriða, en algengt er að þeir komist á ferm- ingaraldur og verði 12-14 ára. Þing- vallaurriðinn tekur í mörg ár þátt í hrygningunni og það er annað sem gerir svo skemmtilegt að fylgjast með honum. Það er algengt að fiskarnir hrygni þrisvar til fjórum sinnum í Öx- aránni, en dæmi eru um meiri afköst eins og hjá Svilhjálmi vini mínum.“ Jóhannes rekur rannsóknafyrir- tækið Laxfiska sem hóf nú í septem- ber að skrá ferðir allra Þingvalla- urriða sem ganga til hrygningar í Öxará með fiskteljara sem lengdar- mælir og kvikmyndar alla fiska sem ganga upp á hrygningarstöðvarnar. Verkefnið var kynnt í fræðslugöngu í þjóðgarðinum í byrjun mánaðarins og sló þátttakan fyrri met þegar a.m.k. 260 manns kynntu sér líf risaurriðans. Auk teljarans er samhliða starf- ræktur skynjari sem nemur einstak- lingsmerki, svokölluð rafkenni sem drjúgur hluti fiskanna ber innvortis. Batnandi urriðabúskapur Urriðinn í vatninu verður yfirleitt síðla kynþroska oftast við sex eða sjö ára aldur. Þetta ásamt linnulausu áti í nægtarbrunni vatnsins veldur því að þeir eru orðnir stórir þegar þeir koma í fyrsta sinn á hrygningarstöðvarnar. „Urriðastofninn í Þingvallavatni hefur farið stækkandi og hefur styrkst samfellt öll þessi ár sem ég hef fylgst með honum,“ segir Jóhann- es. „Murtan er í hundruðum tonna í vatninu og heppilegra æti er tæpast að finna nokkurs staðar fyrir urrið- ann eftir að hann hefur náð ákveðinni stærð. Ætisframboð hefur ekki verið takmarkandi líkt og sístækkandi hrygningarstofn urriðans vitnar um sem og vel haldnir urriðarnir.“ Jóhannes hefur fengist við urriða- rannsóknir víðar ekki síst á sjóbirt- ingum, þ.e.a.s. urriðum sem ganga til sjávar til að afla sér ætis. Í þeim rann- sóknum er einnig stuðst við notkun fullkominna kvikmyndateljara og raf- eindafiskmerkja, auk hefðbundinna nálgana. Í Tungulæk og Grenlæk í Skaftárhreppi og Litlá í Kelduhverfi hafa mælimerki og hljóðsendimerki verið nýtt til að afla nákvæmra upp- lýsinga um ferðir fiskanna í sjó og ferskvatni. Í rannsóknunum hefur síðustu árin einnig mikið verið lagt upp úr því að afla upplýsinga um lífslíkur og vöxt urriðanna fyrstu aldursárin, t.d. í Tungulæk, Grenlæk, Vatnsá við Vík, Eldvatni í Meðallandi, Þverárvatni, auk sambærilegra athugana á stað- bundnum urriðum í Þingvallavatni og Kleifarvatni. „Það er í mörgum tilfellum ýmis- legt sameiginlegt með urriðum sem ganga til sjávar og staðbundna urr- iðanum í Þingvallavatni, til dæmis hár aldur og fjöldi hrygninga. Allt á þetta jú sama upphafið því í kjölfar síðustu ísaldar námu hér land sjóbirtingar sem bárust hingað sunnan frá Bret- landseyjum. Þegar land reis eftir að ísfarginu létti lokuðust ýmis svæði af vegna ófiskgengra fossa og til urðu staðbundir stofnar í stað sjóbirtinga, líkt og í tilfelli Þingvallavatns.“ Fiskvegur í náinni framtíð Urriðar úr Þingvallavatni ganga niður í Efra-Sog og Úlfljótsvatn og merkingar Laxfiska hafa sýnt að dæmi um að stórvaxnir Þingvallaurr- iðar hafi tekið sér ferð á hendur alla leið niður í Sog. „Gaman er að geta þess að Landsvirkjun hefur í huga að gera fiskveg í náinni framtíð við hlið stíflumannvirkisins þar sem Efra-Sog opnast niður úr Útfallinu. Þannig að urriðinn mun áður en langt um líður hafa frjálsa för upp í Þingvallavatn á ný,“ segir Jóhannes. Hrygning urriðanna í Öxará stend- ur enn yfir þó svo það mesta sé um garð gengið. Þegar göngurnar voru öflugastar gengu hátt í hundrað fisk- ar um fiskteljarann á sólarhring en nú hefur umferðin um fiskteljarann minnkað mjög mikið. „Við höfum ver- ið að rembast við að halda teljaranum í gangi, en veðrið getur sett strik í reikninginn hvenær sem er þegar slík tæki eru starfrækt í 100 metra hæð yfir sjó að vetrarlagi. Að því kemur að grunnstingullinn prjónar sig upp stál- virkið og þá er ekkert annað að gera en fella fyrirstöðugirðinguna og hífa græjunar upp,“ segir Jóhannes. Ljósmynd/Laxfiskar Risaurriði Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur með ellefu kílóa urriðahæng í Öxará í haust, en margir slíkir boltafiskar eru í Þingvallavatni. Fagnar urriðunum eins og gömlum vinum sínum  Margra ára rannsóknir í Þingvallavatni og Öxará gefa innsýn í líf risaurriðans Ýmsar tegundir merkja eru notaðar til að fylgjast með lífi urriðans. Raf- eindamerkin fyrrnefndu eru í nokkrum hundruðum fiska og verða virk þegar þau fara í gegnum telj- arann. Þá er skráð að hér komi við- komandi einstaklingur, stærð hans er skráð og tekin er mynd af fisk- inum. Ef merki er ekki í fiskinum þá fást eigi að síður upplýsingar um hvort hængur eða hrygna er á ferð og stærð þeirra auk þess sem útlitið er fest á filmu. Af fullkomnum rafeindafisk- merkjum ber hæst mælimerki frá Stjörnu-Odda annars vegar og hins vegar hljóðsendimerki. Mælimerkin safna árið um kring upplýsingum um hegðun fiskanna, s.s. um dýpið sem dvalið er á í Þingvallavatni og Öxará og virkni fiskanna auk þess sem hitastig vatnsins sem fiskurinn fer um er mælt. Hljóðsendimerkin í fiskunum eru senditæki sem hafa hvert sinn ákveðna kóða sem segir einfaldlega „Hér er ég“. Þau nýtast til að afla nánari upplýsinga um dvalarstaði urrriðanna með því að koma fyrir í vatninu síritandi skrán- ingarstöðvum á völdum stöðvum sem skrá tímatengdar upplýsingar um fiskana sem dvelja innan skynj- unarsviðs. Fullkomnustu merkin kosta veru- legar fjárhæðir og fjárhagurinn hverju sinni ræður því hvað hægt er að nota af þeim hverju sinni. Þær viðamiklu rannsóknir sem nú standa yfir eru kostaðar af rannsóknafyrir- tækinu Laxfiskum, en Þingvalla- nefnd hefur árlega stutt rannsókn- irnar með styrkjum. Á fyrri árum nutu rannsóknirnar styrkja frá fleiri stuðningsaðilum einu sinni eða oftar og má þar nefna Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Fiskræktar- sjóð og stangaveiðifélög. Flókin merki í fiskunum Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar var stofnað fyrir átta árum til að vinna að rannsóknum á laxi og sil- ungi. Lengi vel var Jóhannes eini starfsmaður fyrirtækisins, auk fólks í hlutastörfum. Fyrr í ár tvö- faldaðist starfsmannafjöldinn er Jó- hannes fékk annan sérfræðing til liðs við sig. Verkefnin hafa nú þróast á þann veg að vistfræðirann- sóknir á sjávarfiskum og umhverfi þeirra eru ekki síður mikilvægar en samskonar rannsóknir á laxfiskum. „Í því ljósi má kannski segja að það sé kominn tími til að breyta nafni fyrirtækisins“, segir Jóhann- es sem segir að berjast þurfi á hæl og hnakka til að geta rekið einka- rekið rannsóknafyrirtæki í fiski- rannsóknum þannig að hægt sé að lifa af vísindunum. Hins vegar séu verkefnin sem fyrr spennandi hvort sem það er lax, urriði eða bleikja í sjó eða ferskvatni eða sjávarfiska- rannsóknirnar sem nú eru komnar á fullan skrið. Þar ber hæst rann- sókn á hegðun ýsu í Hvalfirði þar sem hljóðsendimerki eru nýtt ásamt aragrúa skráningarstöðva til að fylgjast með ferðum hennar um allan Hvalfjörð árið um kring og árum saman til að fá sem marktæk- astar upplýsingar. Kominn tími til að breyta nafninu? Ljósmynd/Einar Á. E. Sæmundsen Stefnumót Urriðafjöldi í Öxará. Svilhjálmur áttundi sem minnst er á í megingreininni er að sögn Jó- hannesar skemmtilegt dæmi um undantekningu frá þeirri megin- reglu stórurriða sem hrygna í Öxará að hefja hrygninguna stórvaxnir. „Þegar ég hitti hann fyrst í Öxar- ánni var hann fimm ára og sam- kvæmt fræðunum átti hann ekki að verða stór því hann varð kynþroska svo smár og hrygndi árlega í kjöl- farið með tilheyrandi orkuútlátum,“ segir Jóhannes. „Síðast þegar ég hitti Svilhjálm var hann orðinn tólf ára, stór og mikill bolti en útvortis merkið sem hann bar var orðið losaralegt og ég var ekki með merki til skiptanna, þaðan af síður með rafkenni sem tekið hafa við af útvortis merkjunum að mestu. Þess vegna veit ég því miður ekki hvort hann hef- ur gengið á riðin í Öxará síðustu tvö haust. Falleg- asta útgáfan væri sú að hann væri enn að störfum og mér þykir líklegt miðað við það sem ég hef séð til hans að hann sé Svilhjálmur tíundi um þessar mundir.“ Svilhjálmur undantekning HEFÐI EKKI ÁTT AÐ VERÐA STÓR Jóhannes Sturlaugsson Myndataka Hængur í teljaranum í Öxará, en þar er fiskurinn lengdar- mældur og kvikmyndir teknar af fiskum sem ganga á hrygningarstöðvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.