Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 32
32 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VOFF! ER ÞETTA ALLT! FANNST ÞÉR VANTA EITT- HVAÐ UPP Á? NEI, ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ BARA HÆTT AÐ VERA SPENNANDI SKÓLINN ER BÚINN! ÉG ÞARF ALDREI AFTUR AÐ FARA Í SKÓLANN! HVAÐ MEINARÐU „ALDREI”, SUMARFRÍIÐ ER BARA ÞRÍR MÁNUÐIR?!? FYRIR EINHVERN Á MÍNUM ALDRI ÞÁ ERU ÞRÍR MÁNUÐIR HEIL EILÍFÐ HRÓLFUR ER VANUR AÐ SEGJA „ÞVÍ STÆRRA, ÞVÍ BETRA” ÞAÐ ER AUGLJÓST, EN ER ÞETTA EKKI FULL LANGT GENGIÐ MAÐUR SPYR SIG HVORT HANN SÉ AÐ REYNA AÐ BÆTA UPP FYRIR EITTHVAÐ? HRÓLFUR HINN STÓRI! ER GRÍMUR ENN FYRIR UTAN HVÍTA HÚSIÐ? JÁ, HANN NEITAR AÐ GEFAST UPP SVONA SNÁFAÐU, ÞAU VILJA ALVÖRU PORTÚGALSKAN HUND! KAUPUM BANDARÍSKT! ÉG ÞARF AÐ DRÍFA MIG, ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR MÉR ER ÞAÐ TOMMY SEM BÍÐUR EFTIR ÞÉR? HVERNIGVEIST ÞÚ ÞAÐ? SVONA FÁÐU ÞÉR SMÁ MATZO! EF ÞÚ HEFÐIR BANNAÐ KRÖKKUNUM AÐ BORÐA BRAUÐ ÞÁ HEFÐU ÞAU VEITT MÓTSPYRNU... ...EN ÞAR SEM ÞÚ GAFST ÞEIM VAL, ÞÁ ÁKVÁÐU ÞAU AÐ FARA AÐ ÞÍNU FORDÆMI OG HALDA PÁSKAVIKUNA HEILAGA ÆTLI ÞAÐ MEIGI EKKI LÆRA EITTHVAÐ AF ÞESSU Gullúr tapaðist Kvengullúr tapaðist laugardaginn 21. októ- ber sl. á leiðinni úr Smáíbúðahverfi að Nóatúni í Austurveri og þaðan í Bónus í Kringl- unni. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 553- 7607 eða 862-5509. Heiðarleiki Miðvikudaginn 20. október fór ég í hrað- bankann í Borgartúni til þess að taka út pen- inga og síðan lá leiðin á hárgreiðslustofu á Smáratorgi. Þegar ég kom út af stof- unni með nýblásið og fínt hár var létt rigning svo ég setti á mig plastpoka áður en ég fór inn í bílinn minn á Smáratorgi. Þegar ég var komin til Reykjavíkur aftur ætlaði ég að fá mér eitthvað matarkyns í Nóatúni sem er rétt hjá heimili mínu og brá mér þá í brún þar sem ég fann ekki handtöskuna mína. Ég keyrði sam- stundis til baka og gekk úr skugga um að taskan var ekki á hárgreiðslu- stofunni og ekki heldur á planinu þar sem bíll- inn hafði staðið. Fór heim og hringdi í VISA til að láta loka kortum. Korteri seinna hringdi síminn og var það lög- reglan í Kópavogi sem sagði að maður nokkur hefði fundið töskuna mína á bílaplaninu og komið með hana á lög- reglustöðina. Um há- degið kom lög- reglumaður með töskuna mína og var allt í henni sem þar átti að vera. Ég fékk ekki að borga fundarlaun, en vil þakka manninum sem fann töskuna heiðarleikann og lögreglunni fyrir aðstoðina. Mér finnst afar gleði- legt, eftir að hafa lesið í blöðunum að siðferðinu hér á landi hafi farið aftur, að enn skuli vera svona heiðarlegt fólk hér. Öldruð kona. Ást er… … jarðbundið samband. Velvakandi Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu- hópur II kl. 10.30, vatnsleikf. kl. 10.45, myndlist og prjónakaffi kl. 13, bók- m.klúbb. kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna kl. 9, smíði/ útskurður, botsía kl. 9.30 helgistund. kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók- band, leikfimi kl. 13. Dalbraut 18-20 | Dans kl. 10.30,bókabíll kl. 11.15, samvera kl. 15.15, sr. Bjarni Karls. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handavinna kl. 10, botsía kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30 og myndlist kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna/ brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, Félag heyrnarlausra kl. 11. Vinnust. op. frá hád., myndlist, perlu- og búta- saumur. Furugerði 1, félagsstarf | Kór eldri borgara í Gbæ í Furugerði 1 28. okt. kl. 16. Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann- yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ kaffitár kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9, leik- fimi kl. 10, listasmiðjan, spænska kl. 12. Þegar amma var ung kl. 10.50. Söng- hópur Hjördísar Geirs kl. 13.30. Línudans kl. 15. Miðar á Finnska hestinn í Þjóðleik- húsinu, sölu lýkur 1. nóv. Uppl: s. 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Pútt við Kópa- vogslæk kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er listasmiðja Korpúlfa með gleriðnað og tréútskurð kl. 13. Sundleikfimi á morgun kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi kl. 11. Laugarneskirkja | Laufey Geirlaugs- dóttir söngkona segir frá sænska sálma- skáldinu Linu Sandell og syngur við texta hennar í íslenskri þýðingu kl. 14. Veitingar í boði sóknarnefndar. Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9-16. Vinnustofa í útskurði opin allan daginn. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður og ganga kl. 9.15, kertaskreyting kl. 13, kóræfing og leikfimi kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhaldssaga kl. 12.30, handavinnustofan opin, spilað og stóladans kl. 13, myndasýning kl. 13.30. Haustfagnaður 29. okt. kl. 18. Matur, skemmtun og dans. Uppl. og skráning í s. 411-9450. Sigrún Haraldsdóttir hitti kerl- inguna á Skólavörðuholtinu í gær. Þetta sagði hún um kvennafrídag- inn: Í óveðri húktu úfnar þar í alla vega stellingum, á holtinu mínu varla var verandi fyrir kellingum. Ekki láta allar vísur mikið yfir sér. Eins og þessi látlausa setning: Ég ætla að segja þér frá því þó að það snerti frúna kannski meir þá kem ég í kaffi til þín núna. Ef orðunum er raðað í línu, þá kemur vísan svona út, án þess að umsjónarmanni sé kunnugt um höf- und: Ég ætla að segja þér frá því þó að það snerti frúna kannski meir þá kem ég í kaffi til þín núna. Svo er það þessi, sem ekki blasir við í fljótu bragði, hvernig á að raða í vísuorð: Viltu heyra vísu sem ég gerði áð- an þar sem ekki var unnt að greina hendingar. Baldur Eiríksson er höfundurinn, samkvæmt vísnavef Héraðs- skjalasafns Skagfirðinga, og vísan hljóðar svo: Viltu heyra vísu sem ég gerði áðan, þar sem ekki var unnt að greina hendingar. Umsjónarmaður er þakklátur fyrir ljóðabókina Þorn og þistla, sem barst honum frá Óttari Ein- arssyni, og er vert að minna á þessa fallegu útgáfu. Þar er til að mynda vísan „Í faðmi Austurlands“, sem ort var eftir að höfundur hafði sinnt kennslustörfum á Eiðum um þriggja ára skeið: Hér við fjöll og fjörð og sand, fljót og hreinaslóðir, okkur faðmar Austurland eins og besta móðir. Í mars 2010 kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í efnahagsmálum sem stjórnarandstaðan taldi allsendis ónógar. Óttar felldi álit hennar í rím og stuðla: Allt að sama brunni ber, bresta vonir manna. Vex nú heldur virðist mér vandi heimilanna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af óveðri og kvennafrídegi Félagsstarfeldriborgara Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.