Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010  Liðsmenn síðrokkssveitarinnar Náttfara hafa nú komið saman á ný og ætla þeir að halda tónleika með vinum sínum í Sódómu Reykjavík í kvöld kl. 21 en húsið verður opnað þá. Hinar hljómsveitirnar sem leika fyrir gesti eru Markús and The Di- version Sessions, Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change en Náttfari er næstsíðastur á svið. Miðaverði er stillt í hóf, 500 króna aðgangseyrir. Síðrokkssveitin Nátt- fari og vinir á Sódómu  Hljómsveitin Noise heldur annað kvöld útgáfutónleika vegna þriðju breiðskífu sinnar, DIVIDED, en hún kom út 13. september sl. Tón- leikarnir verða haldnir á Sódómu Reykjavík í samstarfi við útvarps- stöðina X-ið 977. Þess má geta að bandaríski upptökustjórinn Beau Hill lagði lokahönd á plötuna en hann hefur m.a. tekið upp plötur með Alice Cooper, Warrant og Eu- rope. Sódóma verður opnuð kl. 22 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Ten Steps Away og Coral hita upp. Noise fagnar útgáfu plötunnar DIVIDED Í frétt um Óð til friðar – dagskrá til heiðurs John Lennon í Viðey sem birtist í gær var rangt farið með dagsetningar. Upprunaleg frétta- tilkynning birtist því hér með: „Til heiðurs John Lennon verður sérstök kvölddagskrá í Viðey sem samanstendur af heimsklassa- kvöldverði í Viðeyjarstofu, lifandi tónlist, leiklist og frásögnum tileink- uðum lífi Johns Lennons, Yoko Ono og lífsýn þeirra. Hinn margverðlaunaði mat- reiðslumeistari Friðgeir Ingi Eiríks- son á Gallerí Restaurant Hótel Holti hefur sett saman þriggja rétta mál- tíð með skírskotun í lagatexta og líf Lennons. Leikarar stíga á svið og fara yfir sögu Johns Lennons og baráttu hans og Yoko Ono fyrir heimsfriði og ást og friður í anda þeirra verður aðalviðfangsefni Jóns Ólafssonar og hljómsveitar. Eftir sýninguna verður leiðsögn að Friðarsúlunni, einu merkasta lista- verki Yoko Ono. Súlan lýsir upp himininn og er tákn um eina helstu ósk þeirra hjóna, heimsfrið.“ Dagskráin í Viðey verður í boði eft- irfarandi kvöld: 9. október, 14. októ- ber, 28. október, 11. nóvember, 25. nóvember og 8. desember. Einnig er hægt að bóka fyrir hópa á öðrum dagsetningum. Bókanir í síma 533- 5055 eða á videyjarstofa@holt.is. Lennon í Viðey LEIÐRÉTT Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ragnar Bjarnason, Raggi Bjarna, er án efa einn ástsælasti söngvari þjóð- arinnar og þjóðþekkt er hans hang- andi hönd. Í dag verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmynd um Ragga og ber hún hinn viðeigandi tit- il Með hangandi hendi. Það verður þó seint sagt um Ragga að hann geri hlutina með hangandi hendi, hann er fagmaður fram í fingurgóma og það á báðum höndum. Höfundur mynd- arinnar er Árni Sveinsson og fylgdist hann með Ragga í um tvö ár. Í mynd- inni er ferill Ragga rakinn og m.a. fylgst með undirbúningi fyrir stór- tónleika í Laugardalshöll í fyrra sem haldnir voru í tilefni af 75 ára afmæli hans. Og það er víða komið við, eins og kom í ljós þegar blaðamaður ræddi við Ragga í gær. Reyndar vakti blaðamaður söngvarann í gær- morgun en hann tók því af stóískri ró, enda þekktur fyrir ljúfa lund. Blaðamaður spurði Ragga fyrst hvernig honum litist á myndina. „Mér líst bara mjög vel á hana. Hún fékk fimm stjörnur í krítík og það var náttúrlega indælt. Hún er bara mjög góð, eða mér finnst það alla vega,“ svaraði Raggi. Ekki bara músík – Hvernig er að sjá sjálfan sig tek- inn fyrir í heimildarmynd í fullri lengd. Er það ekki einkennileg til- finning? „Jú, það er það. Þetta er ekki bara músíkmynd. Við förum til baka og tölum um þetta líf svolítið, hvernig þetta var. Við förum á gamlar slóðir, þar sem ég var að alast upp og þessa staði sem ég hef spilað á og það koma margir fram og tala í myndinni, Páll Óskar, Jónatan Garðarsson, Ómar Ragnarsson og hinir og þessir.“ – Og mæra þig væntanlega? „Já, já, að einhverju leyti,“ segir Raggi. Myndin sé raunveruleg og endapunkturinn á henni afmælistón- leikarnir í Laugardagshöllinni. Árni líti til baka, fari yfir feril hans og rifji upp tímann sem Raggi söng með K.K. sextettnum o.fl. „Hún er quick, rennur fljótlega yfir eða manni finnst það, þótt hún sé einn og hálfur tími er hún ekki langdregin,“ segir Raggi. Hann hafi haft áhyggjur af því að myndin yrði langdregin og því orðið feginn þegar hann sá að hún var það ekki heldur vel klippt og hraði frá- sagnarinnar góður. „Af hverju kemur þú ekki bara á myndina, drengur?“ – Kemur ný hlið á þér fram í mynd- inni, áður óþekkt hlið á Ragga Bjarna? „Ja, ég veit það nú ekki. Ekki nema það að ég tala um sjálfan mig og vandræði sem ég hef lent í sem hefur kannski ekki verið uppi á yfirborðinu,“ svarar Raggi og nefnir skilnað sem hann hafi staðið í á sínum tíma. „Af hverju kemur þú ekki bara á myndina, drengur?“ bætir Raggi við að lok- inni þessari upprifjun og blaðamaður svarar skömmustu- legur að hann ætli vissulega að sjá myndina. „Þú hefur ábyggilega gam- an af þessari mynd,“ segir Raggi og bendir svo á að myndin sé alls engin sorgarsaga, þrátt fyrir að einhverjir erfiðleikar í lífi hans komi við sögu. – Hvernig er að hafa kvikmynda- gerðarmann andandi ofan í hálsmálið á sér í svona langan tíma? „Hann Árna? Það var mjög gott, það var fínt,“ segir Raggi og hlær smitandi, góðkunnum hlátri. Ljósmynd/Árni Sveinsson Kynslóðir Raggi Bjarna á tónleikum með ungsveitinni Retro Stefson, að vísu ekki með hangandi hendi. Maðurinn með höndina  Kafað í feril og rætur Ragga Bjarna í nýrri heimildarmynd um söngvarann Árni Sveinsson, höfundur myndarinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í september sl. að Þorgeir Ástvaldsson hefði átt hugmyndina að því að gera heimildarmyndina um Ragga en Þorgeir hefur leikið undir á skemmtunum með Ragga um árabil. Dóttir Þorgeirs, Eva, leitaði til Árna og í kjölfarið fór Árni með köppunum í tvær tón- leikaferðir. Í kjölfarið skrifaði hann handritið að myndinni. Með hangandi hendi var sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2010. Þorgeir átti hugmyndina TILURÐ HEIMILDARMYNDARINNAR Árni Sveinsson www.bioparadis.is Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ sérblað Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað, laugardaginn 27. nóvember 2010 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.