Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 11

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 11
Morgunblaðið/Ómar Þjóðfræðingurinn Símon Jón horfir hér dreyminn til himins þar sem hann stendur við Hamarinn í Hafnarfirði. tengslum við drauma. „Stundum hringir bláókunnugt fólk í mig og leitar ráða eða segir mér frá sér- stökum draumum. Fólkið sem ég um- gengst dags daglega minnist oft á drauma við mig, bæði í gamni og al- vöru. Þetta skilar sér allt á einhvern hátt inn í skrif mín um drauma.“ Sumir draumar eru bull Símon Jón segir að hver og einn læri með árunum á eigið draumlíf og sína undirmeðvitund. „Ég kem ein- mitt inn á það í bókinni hvernig fólk getur lært að spá í drauma í heild sinni, hvað það merkir almennt að dreyma eitthvað, síðan er hægt að skoða samhengið út frá því. Þá geta draumarnir sagt okkur ýmislegt. En sumir draumur eru óttalegt marklaust bull, til dæmis þegar mann dreymir áframhald á kvikmynd sem maður horfði á áður en maður fór að sofa, eða eitthvað annað sem greinilega tengist einhverju sem er að velkjast um í kollinum á manni. Aðrir draumar sitja lengur í manni og eru kannski fullir af táknum. Slíkum draum- um er vert að velta betur fyrir sér.“ Ýmsar kenningar eru til um drauma, hvað þeir séu og hvers vegna okkur dreymir. „Freud og Jung settu á sínum tíma fram kenningar um að draumar væru fyrst og fremst undirmeðvitundin að tala til okkar. En saga draum- ráðninga er ævaforn. Heimildir sýna okkur að draumráðningar hafa fylgt siðmenningunni frá fyrstu tíð. Fyrstu draumaráðn- ingabækur sem til eru koma frá Egyptum og eru yfir 3.000 ára gamlar. Draumráðningar eru hluti af menningu okkar og til dæmis eru Íslendingasögurnar fullar af alls- konar draumapælingum. Þar segir frá draumum sem hafa mikla þýð- ingu í framvindu sagnanna.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Í bókinni er fjallað um draum- tákn úr ýmsum áttum, m.a. tengd húsum og híbýlum, lík- amanum, hlutum í daglegu lífi, mat og drykk, manna- nöfnum og kynlífi. HESTUR: Að sjá hlaupandi hest í draumi er fyrirboði ríki- dæmis og séu hestarnir marg- ir verður auðlegðin meiri. Hvítir hestar eru fyrirboðar gleði en svartir hest- ar boða sorg. Rauðir eða jarpir hestar segja fyrir um vel- sæld og marglitir hestar vita á gróða. Bleikir hestar eru feigðarboðar. Skeifur eru fyrirboðar góðra frétta og folald boðar barnsfæðingu og hrosshár eru tákn einhverra leiðinda. Folald boðar fæðingu NÝJA DRAUM- RÁÐNINGABÓKIN Annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 verður svokallað Baðstofukvöld í Ara- tungu í Biskupstungum. Þar munu nokkrir valinkunnir sagnameistarar gleðja gesti með því að segja sögur, en allir vita þeir að góð saga má aldr- ei gjalda sannleikans. Þetta eru þeir Hallgrímur Guðfinnsson í Miðhúsum, Kristinn Ólason í Skálholti, Hilmar Einarsson á Laugarvatni, Einar Sæ- mundsen í Reykholti, Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi rektor í Skál- holti, og Bjarni Harðarson Selfossi, sem einnig verður kynnir kvöldsins. Rými verður fyrir fleiri sem hafa „góðar sögur í kollinum“. Félagar úr kvæðamannafélaginu Árgala ætla líka að mæta á svæðið, kynna sig og kveða stemmur. Kaffi verður á könn- unni og léttar veitingar seldar en Lionsklúbburinn Geysir sem stendur fyrir haustskemmtuninni, hefur æv- inlega stundað fjáröflun til að leggja góðum málum lið. Nú fer allur ágóð- inn í kaup á eyrnaskoðunartæki fyrir heilsugæsluna í Laugarási. Endilega … … bregðið ykkur í baðstofuna Morgunblaðið/Golli Kvæðamenn Guðjón Kristinsson og Sigurður Sigurðarson eru í Árgala. Þessi uppskrift frá Napólí á Suður- Ítalíu er vissulega klikkað góð eins og sumir myndu segja en með þessari nafngift er hins vegar verið að vísa til ítalska nafnsins á réttinum, pesce al- l’acqua pazza eða fiskur í klikkuðu vatni. Ítalir eru alla jafna mjög jarð- bundnir þegar kemur að því að nefna matarrétti og er hér líklega verið að vísa til þess hvernig vatnið bullsýður og verður að ljúffengri sósu. Og ljúffeng er hún. Það er ótrúlegt hvernig þessi fáu og einföldu hráefni umbreytast í unaðslegan rétt, maður þarf bara að loka augunum á meðan sósan sýður til að ferðast til Miðjarð- arhafsins. Ítalir nota vissulega ekki smálúðu mikið en mér finnst hún smella vel að þessari sósu. 1 kíló smálúða 1 stór „Ítalíu“-krukka af heilum tómötum eða tvær niðursuðudósir 1 lítri vatn 4 hvítlauksgeirar, niðursneiddir 1 búnt steinselja, söxuð 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður og saxaður 1 dl ólífuolía, extra virgin salt Hellið vatni, tómötum, steinselju, hvítlauk, chili og ólífuolíu í stóra pönnu sem hægt er að loka með loki. Saltið. Hitið upp að suðu, lækkið hit- ann, setjið lokið á og látið malla í 45 mínútur. Takið þá lokið af, hækkið hitann og sjóðið niður þar til um helmingur af upphaflegu magni er eftir á pönnunni. Bætið nú fiskinum út á pönnuna og látið roðið snúa upp. Sjóðið í tvær mínútur og snúið honum þá varlega við og eldið í um tíu mínútur til við- bótar. Saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram. Það þarf í sjálfu sér ekkert meðlæti með þessum rétti. Tagliatelle eða hrísgrjón er hins vegar hægt að hafa til hliðar ef vill. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Klikkuð smálúða Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/matur og á www.vinotek.is. - nýr auglýsingamiðill Nýtt og betra atvinnublað alla fimmtudaga Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is ERATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.