Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 36

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH - H.S. MBL HHHH „FRAMVINDAN SVO ÁREYNSLULAUS OG SKEMMTILEG AÐ ÁHORFANDINN GLEYMIR SÉR.“ - R.E. FBL HHHH „BESTA MYND SINNAR TEGUNDAR Á KLAKANUM OG HIKLAUST EIN AF BETRI ÍSLENSKUM MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - Ó.H.T. – RÁS2 7 BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM UGLURNAR AF GA‘HOOLE LANGFLOTTASTA ÞRÍVÍDDAR MYNDIN SÍÐAN AVATAR FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR 300 OG WATCHMEN HHHH „SKEMMTIR FULLORÐNUM JAFNT SEM BÖRNUM“ - USA - TODAY HHHH „SJÓNRÆN VEISLA Í ÞRÍVÍDD“ - ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI Frá þeim sömu og færðu okkur Juno og Litle miss sunshine Jennifer Aniston og Jason Bateman í frábærri nýrri gaman- mynd sem kemur öllum í gott skap HHH „JASON BATEMAN ER FRÁBÆR“ - S.M. ACCESS HOLLYWOOD HHH „ÞÚ MUNT ELSKA ÞESSA MYND“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHH „THE SWITCH KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART“ - O.W. ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK BESTA SKEMMTUNIN LET ME IN FORSÝNING kl.10:30 16 ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10 THE SWITCH kl.6 -8-8:20-10:20 10 FURRY VENGEANCE kl.6 L KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D m. ísl. tali kl.5:503D 7 DINNER FOR SCHMUCKS kl.8 -10:20 7 THE TOWN kl.8 -10:30 16 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA... kl.63D L THE TOWN kl.6 -9:15 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA THE SWITCH kl. 8:10 - 10:20 10 KONUNGSRÍKI UGLANNA 3D m. ísl. tali kl. 63D 7 LEGEND OF THE GUARDIANS 3D m. ensku tali ótextuð kl. 63D 7 ÓRÓI kl. 8:10 - 10:20 10 THE TOWN kl. 8 - 10:30 16 FURRY VENGEANCE kl. 6 L / KRINGLUNNI Haukur Emil Kaaber gaf út plötu fyrir þremur árum undir nafn- inu HEK en stýrir nú sveitinni Örför á þessari samnefndu plötu. Verkið er stutt, sjö lög samtals, og rúllar það vel af stað með laginu „Eyra til að heyra“. Sérkennilega hljómaframvinda, saman með sér- kennilegum söng valda því að maður leggur eyrun óhjákvæmilega við. „Krókurinn“ í laginu er líka vel beittur. Munnharpa og bakrödd slaufar svo laginu með glans. Eftir þessa byrjun hallar hins vegar fljót- lega undan fæti og restin af plötunni er því miður mestanpartinn miðju- moð, lögin fara að renna saman í eitt þegar á líður. Hringlandi þriggja gripa popp sem skilur lítið eftir. Sér- stæð rök HEK er leynivopnið hérna og textarnir eru á köflum for- vitnilegir. En lagasmíðarnar mættu tilfinnanlega vera meira „djúsí“ svo ég sletti lítið eitt. Örför – Örför bbnnn Undir- furðulegt á köflum Arnar Eggert Thoroddsen Skúli mennski og hljómsveitin Grjót hafa verið áberandi í tónleikasenu Reykjavíkur und- anfarið. Skúli, sem er Þórðarson, hefur þá verið virkur í hljómlistinni í áratug, leikur sem trúbadúr og fyrir tveimur árum kom út plata með sveitinni Sökudólg- unum sem hann er í forvígi fyrir. Þessari fyrstu plötu Grjót og hins „mennska“ listamannsnafn Skúla er pakkað inn í forláta gallaefni, skreytt með nælu sem ber andlit söngvarans í teiknimyndalíki. Glæsi- legt! Tónlistin er þungbúin, nett djössuð og fagmannlega leikin, líf- ræn bæði og næm. Söngrödd og textar Skúla fylgja Cohen/Waits lín- um, drafandi, hálftalandi og textar býsna glúrnir; vangaveltur um mannsandann, örbirgð hans, vonir og væntingar. Stefnumót tónlistar og skálds er í heildina vel heppnað; heimsósómakvæði felld að hæfandi tónlist og úrvinnslan heilsteypt. Lífið seyrt og kalt Skúli mennski og hljómsveitin Grjót – Skúli mennski og hljóm- sveitin Grjót bbbmn Arnar Eggert Thorodddsen Guðm. Kristinn Jónsson hefur síð- ustu ár staðið fyrir mörgum af best lánuðu plötunum hér á landi. Í gegn- um Memfismaf- íuna, lausskipaða sveit úrvals hljóð- færaleikara, hefur kjörgripum og krassandi smellum verið dælt út í massavís. Maður er svo heppinn að upplifa einslags nútímaútgáfu af Mo- town, þar sem snilldinni er hent út linnulaust. Fyrir tveimur árum kom platan Gilligill út, barnaplata með lögum og textum Braga Valdimars Skúlasonar (kenndur við Baggalút) sem hann vann með Memfismafíunni. Plata sú var bráðvel heppnuð og er höggvið í svipaðan knérunn hérna en lögin fylgja línulegri sögu í þetta sinnið. Prófessorinn, hið skemmtilega hlið- arsjálf Óttars Proppé, tuktar tvö „þæg og óspennandi“ börn til í fág- unarskóla sem hann rekur á Diskó- eyju með tilheyrandi ævintýrum og uppákomum. Skemmst frá að segja gengur allt upp á þessari plötu, og þá meina ég allt. Lög Braga Valdimars eru einföld en grípandi og maður er farinn að syngja með eftir eina og hálfa hlustun. Spilamennska öll er til fyr- irmyndar, útsetningar glúrnar og söngvarar allir frábærir (m.a. Unn- steinn Manúel úr Retro Stefson, Páll Óskar, Magga Stína og Sigurður Guðmundsson). Textarnir eru mergj- aðir; óborganlega fyndnir á köflum en með lunkinni samfélagsrýni þegar því er að skipta. Sigtryggur Baldursson bindur diskinn saman sem sögumað- ur og á algjörum kostum fer svo sjálf- ur Prófessorinn. Umslag og teikn- ingar (eftir Bobby Breiðholt), allt ber þetta að sama brunni. Ég hef ná- kvæmlega ekkert út á þessa plötu að setja. Suðupotturinn sem Guðm. Kristinn Jónsson, Bragi Valdimar og fleiri hræra í af aðdáunarverðum krafti hefur sjaldan eða aldrei verið jafn gefandi. Meistaraverk. Bara ein spurning að lokum. Hver á þessa hesta? Í góðu stuði – með stæl! Prófessorinn og Memfismafían – Diskóeyjan bbbbb Arnar Eggert Thoroddsen Ólíkindatól „Látiði endilega eins og þið séuð heima hjá … mér,“ segir skólameistari fágunarskólans, sjálfur Prófessorinn. Íslenskar plötur Eftirtaldar kvikmyndir verða frum- sýndar í dag og á morgun, skv. miða- söluvefnum midi.is. Machete Í myndinni segir af hinum stór- hættulega Machete, eða Sveðjunni, sem starfar fyrir alríkislögregluna. Hann lendir í klóm eiturlyfjabaróns sem myrðir eiginkonu hans en Mac- hete kemst undan og flýr til Texas. Þar reynir hann að fara huldu höfði en illvirki einn neyðir hann til þess að ráða öldungadeildarþingmann einn af dögum. En þingmaðurinn kemst undan og í ljós kemur að Machete hefur verið leiddur í gildru, er nú eft- irlýstur fyrir banatilræði. Sveðjan hyggur á hefndir og hefst þá blóðbað mikið. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, þeir Ethan Maniquis og Robert Rodriquez. Í aðalhlutverkum eru Danny Trejo, Robert DeNiro, Steven Seagal, Jessica Alba, Don Johnson og Michelle Rodriguez. Metacritic: 60/100 The Hollywood Reporter: 70/100 Með hangandi hendi Heimildarmynd um hinn ástsæla söngvara Ragnar Bjarnason, Ragga Bjarna. Í myndinni er fjallað um feril Ragga sem spannar yfir 60 ár. Þá er fylgst með undirbúningi fyrir stór- tónleika hans í Laugardalshöll en á þeim fagnaði hann 75 ára afmæli sínu. Raggi er ungur í anda og kímn- in aldrei langt undan. Höfundur myndarinnar er Árni Sveinsson en hann fylgdi Ragga eftir í um tvö ár. Í tengslum við sýningar á myndinni í Bíó Paradís verða eldri borgarar boðnir sérstaklega velkomnir í rjómapönnukökur og ýmsar uppá- komur tengdar efni myndarinnar. Let Me In Hér er komin bandarísk end- urgerð sænsku hryllingsmynd- arinnar Låt den rätte komma in frá árinu 2008. Í myndinni segir af Owen, 12 ára stráki, sem þarf að glíma við einelti og foreldra sem sinna honum ekki. Nágranni hans, ung stúlka að nafni Abby, er hans eini vinur og býr hún með föður sín- um. Fjöldi morða er framinn í bæn- um sem þau búa í og faðir Abby hverfur einn daginn og taka þá dul- arfullir atburðir að gerast. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves en með aðalhlutverk fara Chloe Moretz, Kodi Smit-McPhee og Richard Jenk- ins. Metacritic: 79/100 Variety: 100/100 Úti er ævintýri 2 Teiknimynd þar sem þekktum æv- intýrum er flétt saman og margar þekkar ævintýrapersónur ruglast í ríminu, m.a. Mjallhvít, Rauðhetta og Rumputuski. Mjallhvít er á gelgju- skeiðinu og hefur lítinn áhuga á heimilisstörfum. Þegar hún end- urreisir hús grísanna þriggja með hljálp dverganna sjö lærir hún mik- ilvægi samvinnu og hjálpsemi. Leik- stjóri er Steven E. Gordon. The Kids Are All Right Systkinin Joni og Laser eru á ung- lingsaldri en vita ekki hver faðir þeirra er. Þau eru alin upp af tveimur mæðrum og þegar faðirinn finnst og lætur sjá sig veldur það spennu hjá fjölskyldunni og breytir öllu. Leik- stjóri myndarinnar er Lisa Cholo- denko en með helstu hlutverk fara Annette Bening, Julianne Moore og Mark Ruffalo Paul. Metacritic: 86/100 Rolling Stone: 88/100 Blóðbað og Raggi Bjarna Ótti Úr hrollvekjunni Let Me In, endurgerð á sænskri hrollvekju. FRUMSÝNINGAR»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.