Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 18
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLAGJAFAHANDBÓK ATVINNULÍFSINS Þann 11. nóvember kemur Jólagjafahandbók Viðskiptablaðs Morgunblaðsins út í sjötta sinn. Þessi veglegi blaðauki hefur skipað sér sess sem ómissandi hjálpartæki fyrir stjórnendur jafnt stórra og smárra fyrirtækja sem standa frammi fyrir vandasömu verkefni á þessum tíma árs. Jólagjafahandbókin fjallar um allt sem snertir jólagjafir til starfsfólks, samstarfsaðila og viðskiptavina. Skoðaðir verða fjölbreyttir gjafamöguleikar sem henta öllum þörfum. Hér er á ferð samantekt sem auðveldar valið á réttu gjöfinni sem kemur til skila þakklæti, vinsemd og hátíðarstemningu jólanna. Vertu með í glæsilegri sérútgáfu sem nær beint til markhópsins Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 8. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Oft hefur læðst að manni sá grunur að Ís- lendingar hafi í gegn- um árin verið óheppnir með þá menn sem vald- ir hafa verið til stjórn- unar þessa lands. Hafi svo verið fyrr á árum þá tekur nú steininn úr. Fáviskan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á landsbyggðinni er með þeim eindæmum að lengi mun í minnum haft. Getur það verið að stjórnspekingarnir í ríkisstjórninni séu þeir dæmalausu aular að þeir geti ekki reiknað jafn einfalt dæmi og það, að það að flytja sjúkling frá ein- um stað til annars er viðbótar- kostnaður sem leggst á ríkið, nema því aðeins að sjúklingarnir eigi sjálfir að borga? Dágóður skattur yrði það á öryrkja og aldraða sem eðli málsins samkvæmt yrðu vafalítið stór við- skiptavinahópur. Að hjúkra sjúklingi hvort sem er á stað A eða B hlýtur að kosta það sama. Ef litið er til alvarlegri þátta í aðgerðum sem þeim, að flytja sjúk- linga þvers og kruss um landið, þá mættu þeir misvitru í ríkisstjórninni aðeins skenkja því dálitla hugsun hvort ekki er verið að hætta lífi fár- veiks eða illa slasaðs manns með löngu ferðalagi í misjöfnu veðri og færð, á víða ekki of greiðfærum veg- um landsins. Engum þyrfti að koma það á óvart þó að einhverjir sem fengju þessa meðferð lifðu ekki ferð- ina af. Liggur þá ekki beinast við að setja einn reit í dán- arvottorð þar sem yf- irskriftin yrði: Lést vegna aðgerða rík- isstjórnar Íslands í heil- brigðismálum á lands- byggðinni? Lög frá Alþingi nr. X o.s.frv. Svo má nokkuð ljóst vera að ekki verður of gott að fá lækna til starfa við þær aðstæður sem sýnilega á að bjóða upp á, á landsbyggð- inni. Auðvitað er það ekki bara þetta ein- staka mál sem skelfir alla hugsandi Íslendinga heldur öll önnur mál sem þetta lánlausa fólk hefur hingað til komið nálægt eða haft einhverja meðgjörð með. Öll sú hörmung- arsaga eins og hún liggur fyrir er ekki bara efni í eitt lítið bréf heldur efni í einhverja verstu hryllingssögu sem skrifuð verður um stjórnmál á Íslandi, ef af verður. Eftir að hafa hugsað lítillega um þó ekki sé annað en þennan þátt sem snýr að aðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilsugæslu og heilbrigðismálum þá hlýtur það að skelfa hvern hugsandi mann að eiga velferð sína og sinna undir, mér liggur við að segja, svo galtómum hugsuðum sem þetta fólk virðist vera. Hafi einhvern tíma verið ástæða til þess að segja guð blessi Ís- land og Íslendinga og leysi þjóðina undan þeirri nauð sem blasir við und- ir stjórn þessa gæfusnauða fólks sem situr við stjórnvölinn þá er það nú. Ef eitthvað af því fólki sem nú stjórnar Íslandi verður á Alþingi Ís- lendinga eftir næstu kosningar þá má öllum ljóst vera að kjósendur eru eins og klárinn sem sækir þangað sem hann er kvaldastur. Þá þurfa menn ekkert að gera því skóna að okkur aumum kjósendum sé við- bjargandi. Gerum okkur vonir um að það sé einhver glóra í toppstykkinu á núverandi ríkisstjórn, þá mætti kannski vænta þess að hún sjái sóma sinn í því að taka nú pokann sinn og yfirgefa sali Alþingis og geri þjóðinni þann stóra greiða að koma hvergi nærri framboðslistum við næstu kosningar. Þess væri óskandi að ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar Ís- lands tækju sér allan þann tíma sem til þarf, til þess að koma í veg fyrir að nokkur alþingismaður sem styður núverandi ríkisstjórn, láti nafn sitt sjást á framboðslista við næstu kosn- ingar. Ef þeir gera það og ná árangri má með sanni segja að eitt mál hafi þeir þó afgreitt skammlaust. Því mið- ur er ekki hægt að hugsa sér að nokkurt annað mál sem þessi rík- isstjórn hefur lagt hönd að geti orðið henni til málsbótar á spjöldum sög- unnar. Vonlausir stjórnendur með fylgifiskum Eftir Ragnar Imsland » Öll sú hörmung- arsaga eins og hún liggur fyrir er ekki bara efni í eitt lítið bréf held- ur efni í einhverja verstu hryllingssögu sem skrifuð verður um stjórnmál á Íslandi, ef af verður. Ragnar Imsland Höfundur er ellilífeyrisþegi á Suðausturlandi. Samband íslenskra framhaldsskólanema mótmælir harðlega nið- urskurði í mennta- kerfinu sem fyrirhug- aður er samkvæmt fjárlagafrumvarpi vegna fjárlaga 2011. Það skapar einungis vandamál í mennta- kerfinu og í samfélag- inu öllu ef skera á enn frekar niður í mennta- málum. Ljóst er að framhalds- skólakerfið glímir nú þegar við vandamál er lúta að gæðum og þróun náms sem og mikið brottfall nem- enda. Fyrirhugaður niðurskurður mun gera þessi vandamál erfiðari við- fangs um fyrirsjáanlega framtíð. Þegar skorið er niður í framhalds- skólum landsins fer af stað ákveðið ferli: Stjórnendur skólanna sjá fram á erfiða fjárhagsstöðu og vinna því að ráðstöfunum. Hjá flestum virðast þær ráðstafanir vera svipaðar. Dæmi eru um að umfram nemendur eru teknir inn í skólann, fjölbreytni náms minnkuð, laun starfsmanna lækkuð með því að fækka kennslustundum og skólastofur yfirfylltar af nemendum sem týnast í fjöldanum og fá enn verri, ef einhverja, persónulega að- stoð og þjónustu. Það þarf ekki að rýna mikið í þess- ar staðreyndir til að gera sér grein fyrir augljósum afleiðingunum. Hætta er á að gæði náms snarminnki og álag á bæði nemendur sem og kennara aukist. Það segir sig sjálft að með þessu er ýtt undir frekara brott- fall en þar með lægra menntunarstig þjóðarinnar og fjölgun atvinnulausra. Gott menntakerfi hefur mikil áhrif sem margsinnis hafa verið reiknuð út og mikið rædd. Ljóst er að menntun er vel þess virði að um hana sé stað- inn vörður og henni tryggð virðing- arstaða í þjóðfélaginu. „Góður árangur Sviss og Norðurlandanna sýnir að traustar stofn- anir og skynsamleg hagstjórn, ásamt fyrsta flokks menntakerfi og áherslu á tækni og ný- sköpun, mynda góðan grunn að betri sam- keppnishæfni í alþjóða- hagkerfi sem verður sí- fellt flóknara. Lönd eins og Norð- urlöndin, sem fjárfesta mikið í menntun, eru líklegri til að geta hækkað tekjur á hvern íbúa, eiga auðveldara með að draga úr fátækt og ná góðri stöðu í al- þjóðahagkerfinu.“ (Ísland í alþjóð- legum samanburði, Iðntæknistofnun, 2006) Samkvæmt skýrslu OECD, Education at a Glance 2010, varði Ís- land að meðaltali meira til menntunar á leikskóla- og grunnskólastigi en önnur aðildarríki OECD en var hins- vegar undir meðaltali við útgjöld til framhalds- og háskólastiga. Við höfum alltaf viljað ná langt sem þjóð og í því skyni ætti að leggja enn meiri áherslu á framhalds- og há- skólanám. Áhuginn og ásókn í áfram- haldandi nám er augljóslega til stað- ar, sem sýnir sig m.a. annars í yfirfullum framhaldsskólunum. Horf- ast þarf í augu við þá staðreynd og sjá til þess að framboðið svari eftirspurn, bæði í fjölbreytileika og gæðum námsins. „Menntun er fjárhagslega hag- kvæm, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið. Opinber framlög til menntunar skila sér til baka í hærri skatttekjum. Þar við bætast jákvæð áhrif menntunar á þjóðfélagið sem ekki mælast í auknum skatttekjum.“ (Education at a Glance 2010, OECD Indicators, úr samantekt Hagstofu Íslands) Þeir fjármunir sem fara í mennta- kerfið eru ein besta fjárfesting sem völ er á. Það er fjárfesting í framtíð landsins. Ólíkt flestum öðrum út- gjöldum ríkisins þá skilar slík fjár- festing sér til baka til ríkissjóðs og út í samfélagið. Fjárfestingin skilar arði með beinum hætti í gegnum skatt- kerfið og lækkar útgjaldaþörf til ann- arra málaflokka, svo sem atvinnu- leysisbóta svo eitthvað sé nefnt. Með fyrirhuguðum niðurskurði er- um við ekki að stefna í rétta átt nú þegar við leitum allra leiða til að krafla okkur upp úr kreppunni. Í raun væri, til lengri tíma litið, hag- kvæmara að efla menntakerfið og styðja enn frekar við það á þessari stundu. Gangi þessar áætlanir eftir undir- strikum við í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema mikilvægi þess að faglega verði staðið að niðurskurð- inum. Nauðsynlegt er að gæta að gæðum námsins og þjónustu við hvern nemanda. Við megum ekki líta á skólakerfið sem færiband sem haldi hvort eð er áfram þó að það hökti á tímabili. Á meðan á höktinu stendur reyna nemendur að aðlaga sig að breyttum forsendum og fyrirkomulagi í náminu sínu. Sé vitlaust gefið getur það haft mikil áhrif á námsframvindu og fram- tíð einstaklinga. Munum eftir smáatriðunum þó að við hugsum um þetta í stærra sam- hengi. F.h. Sambands íslenskra fram- haldsskólanema. Verjum framtíðina Eftir Heiðu Karenu Sæbergsdóttur » Samband íslenskra framhaldsskóla- nema mótmælir harð- lega fyrirhuguðum nið- urskurði í menntakerfinu. Heiða Karen Sæbergsdóttir Höfundur er framhaldsskólanemi og formaður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.