Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Samstarf foreldra í framhaldsskólum hef- ur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í öllum framhalds- skólum landsins. Markmið foreldraráða er að vera samstarf- vettvangur foreldra, efla og tryggja gott samstarf heimila og skóla, vinna að velferð nemenda og styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Samstarf á milli heimila og skóla þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun. Margir framhaldsskólar hafa þegar sýnt frumkvæði með öflugri upplýs- ingamiðlun og leggja áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla. Á fyrstu árum í framhaldsskóla er hætta á að foreldrar gefi eftir eða sleppi hendinni af ung- mennum of fljótt, sér- staklega þegar horft er til niðurstaðna kann- ana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára ungmenna hvað varðar neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhalds- skólastarfinu felast sóknarfæri fyrir for- eldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnar- málum. Heilusefling og forvarnir í fram- haldsskólum er eitt af þeim mark- miðum sem brýn eru og skiptir hlut- verk foreldraráða þar miklu máli. Hlutverk foreldraráða í framhalds- skólum er meðal annars að styðja við skólastefnu, mótun hennar, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráða- manna nemenda í samstarfi við skól- ann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarn- arstarfi. Hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heima- húsum og í samkvæmum fyrir skóla- böll, svo dæmi séu tekin. Ungt fólk þarf á stuðningi foreldra að halda til að koma í veg fyrir neyslu vímuefna og brýnt er að bregðast fljótt við ef ungmenni eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára ungmennum. Niður- stöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með ungmennum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmenna draga úr líkunum á vímuefnaneyslu og auka líkur á góð- um námsárangri. Hlutverk foreldraráða í samráði við skólayfirvöld, nemendafélög og aðra sem vinna að málefnum fram- haldsskólanema geta verið margs konar, meðal annars með því að:  Að halda fræðsluerindi sem snerta líf ungmenna, t.d. forvarna- og vímuefnafræðslu og leiðsögn um uppeldishlutverkið.  Að hafa samráð og samskipti – hvetja til öflugs upplýsingaflæðis á milli heimila og skóla með tækninni. Með öflugri heimasíðu, foreldra- aðgangi að innra neti, foreldra- viðtölum, vefritum og tölvupósti.  Með því að halda skipulagða kynningarfundi með foreldrum ný- nema.  Hafa samráð í ákvörðunartöku, samstarf við skólastjórnendur, kennara, forvarnarfulltrúa og nem- endaráð.  Taka sameiginlega þátt í undirbúningi viðburða, t.d. busa- vígslu, árshátíða og þemavikna svo dæmi séu tekin. Einnig geta for- eldrar haft áhrif á að eineltisáætlun sé við skóla.  Að efla samvinnu við nærsam- félagið – Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þess vegna er brýnt að vinna með samfélaginu, íþrótta- félögum, fyrirtækjum, heilsugæslu, lögreglunni og öðrum sem tengjast nærumhverfi hvers skóla. Hvert skólasamfélag hefur tæki- færi til að mynda sér sína sérstöðu – skólastefnu miðað við aðstæður og umhverfi – en samstarf skilar alltaf árangri. Til að mynda er hægt að setja saman samráðshóp innan sam- félags til bregðast við ákveðnu ástandi o.s.frv. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nem- endafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er m.a. hægt að sporna við brottfalli ungmenna í framhaldsskólum. Einn- ig gegna foreldrar lykilhlutverki í að stuðla að góðri hegðun ungmenna á netinu, til að koma veg fyrir einelti á netinu eða úti í samfélaginu. Með því að ganga á undan með góðu fordæmi getum við foreldrar lagt okkar af mörkum til að vinna að því að efla og styrkja sjálfsmynd ungmenna. Foreldrar geta stuðlað að því að ungmenni tileinki sér góð samskipti, jákvæðni, ábyrgðar- kennd, samkennd, umhyggju og virðingu fyrir margbreytileika. Einnig er ákaflega mikilvægt nú þegar erfiðleikar steðja að mörgum heimilum í landinu að stuðla að sam- stöðu í umhverfi okkar og með því að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin. Foreldrar framhaldsskólanema í skólabyrjun Eftir Sjöfn Þórðardóttur » Samstarf á milli heimila og skóla þarf öðru fremur að einkenn- ast af gagnkvæmri upp- lýsingamiðlun. Sjöfn Þórðardóttir Höfundur er grunnskólakennari og er formaður Heimilis og skóla – lands- samtaka foreldra. Undanfarin 3 ár hef ég unnið að eigindlegri rannsókn um afleið- ingar kynferðisofbeldis á brotaþola. Markmið mitt var að skoða lang- tíma-afleiðingar kyn- ferðisofbeldis á kyn- verund kvenna út frá sjónarhóli brotaþola. Jafnframt lagði ég áherslu á að skoða hvaða áhrifavaldar væru að verki sem ýttu undir upplif- anir þeirra og þær afleiðingar sem þeim fannst erfiðast að kljást við. Ég tók viðtöl við 18 konur á aldrinum 25- 63 ára, áhersla mín var á að láta raddir og reynslu þeirra hljóma, þar sem raddir brotaþola fá yfirleitt lít- inn hljómgrunn og nánast útilokaðar í hjúpi þagnar og skammar. Nið- urstöður mínar birtast í mast- ersritgerð minni sem ber nafnið „Mér var stolið“ – Af kynverund kvenna eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingar og áhrifavaldar og hvet ég ríkissaksóknara og starfsmenn hans að lesa þá ritgerð og annað efni sem fjallar um þessi mál, þar sem ummæli ríkissaksóknara undanfarið bera vitni um vanþekkingu á kyn- ferðisbrotum. Áhersla á verknaðarþátt í kyn- ferðisbrotamálum, frávísanir kæra, mildir dómar og goðsagnir um kyn- ferðisofbeldi sem byggjast á því að konur ljúgi eða hafi á einhvern hátt boðið upp á það ofbeldi sem þær urðu fyrir, eru hugmyndakerfi sem virðast sniðin fyrir gerendur kyn- ferðisbrota. Einn viðmælandi minn sagði að almenningur héldi bjargfast í þá trú að lögin væru algildur mæli- kvarði á réttlæti. Þegar kæra hennar var felld niður hjá ríkissaksóknara mætti viðmælandi minn þeim við- horfum að hún hefði verið að kæra að ósekju. Gerandinn veifaði niðurfell- ingu ríkissaksóknara á kæru hennar, sem sönnun fyrir sakleysi sínu og staðfestingu á því að hún væri að ljúga. Réttarkerfið okkar setur tóninn sem almenningur tekur upp gagn- rýnislaust. Samfélagið virðist bregð- ast við með því að sakfella þolanda þegar gerandi er sýkn- aður eða kæra felld nið- ur. Almenn tiltrú á sjálf- stæði og hlutleysi laganna virðist hafin yf- ir alla gagnrýni. Í rétt- arkerfinu virðist ríkja tortryggni gagnvart kynferðisbrotamálum og það vígi er erfitt við- ureignar fyrir þolendur. Í meirihluta tilvika fá brotaþolar í kynferð- isbrotamálum ekki tækifæri til að leggja mál sitt undir dóm. Það eitt er brot á mannréttindum því allar manneskjur eiga rétt á því að dómstólar úrskurði um mál þeirra. Hvergi veita lögin eins takmarkaða vernd og á kynfrelsi einstaklingsins og kynferðisofbeldi mun halda áfram að þrífast í skjóli þess að brotaþolar eru sjálfir gerðir ábyrgir fyrir því eins og ummæli Val- týs Sigurðssonar bera vitni um. Þess vegna skora ég á Valtý Sigurðsson og starfsmenn hans að endurskoða þau viðhorf sem virðast liggja til grund- vallar í mati þeirra á kynferð- isbrotakærum og leita sér þekkingar á kynferðisofbeldi. Að öðrum kosti tel ég nauðsynlegt að Valtýr Sigurðs- son, settur ríkissaksóknari, segi af sér enda ekki fært að sitja í embætti sem á að grundvallast á því að jafnt sé horft til sektar og sýknu. Ummæli hans undanfarið virðast benda til þess að hann taki skýra afstöðu með þeim sem eru kærðir og hans hjart- ans mál virðist beinast að því að sak- laus maður sé ekki dæmdur. Hvað með þá seku? Voru bara 7 nauðganir á síðasta ári og voru þær 240 konur sem leituðu til Stígamóta og Neyð- armóttöku vegna nauðgana á sama tíma bara að ljúga? Opið bréf til Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara Eftir Önnu Bentínu Hermansen Anna Bentína Hermansen » Voru bara 7 nauðg- anir á síðasta ári og voru þær 240 konur sem leituðu til Stígamóta og Neyðarmóttöku vegna nauðgana á sama tíma bara að ljúga? Höfundur er kynjafræðingur. Stam. Hvað er það? Er það ekki bara eitt- hvað sem svona taugaveiklaðar týpur gera? Eða fólk sem veit ekki alveg hvað það ætlar að segja? Stamar fólk ekki bara þegar það er stress- að? Þetta eru algeng- ar hugmyndir um stam og þá sem stama en engar þeirra eru réttar. Sumir stamarar eru taugaveiklaðir, aðrir ekki. Eins og annað fólk. Stamarar vita alveg upp á hár hvað þeir ætla að segja og fólk sem stamar ekki stamar stundum þegar það er stressað. Við sem stömum í grunn- inn stömum kannski ennþá meira við þær aðstæður. Við vitum hins vegar ekki hvað orsakar stam. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerð- ar og eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna um hvort stam orsak- ist af líffræðilegum þáttum, and- legum eða félagslegum. Til dæmis hefur verið sýnt fram á annars konar virkni í talstöðvum heila þess sem stamar þegar á staminu stendur, miðað við þegar talið er laust við stam. Stam getur verið ættgengt þótt það sé engan veginn algilt. Við vitum einnig að til eru einstaklingar sem hafa byrjað að stama vegna andlegs áfalls. En það er frekar óalgengt. Það eru ýmsar hugmyndir um orsakir stams, en þrátt fyrir miklar rannsóknir er ekki enn hægt að útskýra ná- kvæmlega hvað veldur þessum flókna eiginleika. Börn byrja yfirleitt að stama á aldrinum þriggja til sex ára, eða þegar þau eru að ná tökum á málinu og framburði. Algengt er að börn stami á ákveðnu tímabili á þessu málþroskaskeiði meðan þau eru að ná valdi á talmálinu og síðan hætti það. Hjá sumum, eða 1% barna, hættir það ekki. 1% mannkyns stamar. Í rauninni er það alveg fullt af fólki. Það þýðir að á Íslandi stama rúm- lega 3.180 manns. En stam getur verið falið vandamál. Misjafnt er hvort fólk vill telja stam til fötl- unar eða ekki en það væri þá helst talið til félagsfötlunar. Afleiðingar þess að stama geta haft alvarleg félagsleg áhrif á þann sem stamar. Hætta er á því að sá sem stamar tali minna og hætti alveg við að tala í ákveðnum aðstæðum af ótta við að stama. Hann eða hún á þá á hættu að einangrast og félagsleg virkni minnkar. Þetta verður svo að vítahring, þar sem óttinn við að tala (stama) verður meiri og meiri og ýtir þá jafnvel undir meira stam. Þess vegna er mikilvægt fyr- ir þá sem stama að tala, þrátt fyrir stamið, og venja sig á að stama í kringum aðra og í hvernig að- stæðum sem er. Fyrir marga er það besta meðferðin. Til þess að samskipti megi fara sem auðveldast fram er mikilvægt að ræða stamið og að við sem stömum leiðbeinum viðmælendum okkar hvernig sé best að bregðast við. Því oft liggja samskiptaörð- ugleikarnir ekki í staminu sjálfu, heldur í óvissu viðmælenda um hvað „sé í gangi“ og hvernig við- komandi eigi að haga sér í þeim aðstæðum. Og það er í sjálfu sér einfalt: að sýna biðlund meðan stamarinn talar (og stamar) og að hlusta. Hvernig þekkir maður stam? Það getur verið erfitt að þekkja stam hjá manneskju, jafnvel þótt maður eigi einhvern nákominn sem stamar. Því stam getur birst á mis- munandi hátt. Sumir stama oftast svokölluðu „höktstami“, þ.e. end- urtaka atkvæði, orð eða setningar aftur og aftur áður en þeir halda áfram að tala. Aðrir „festast“ meira í talinu og geta verið stopp á sama orðinu allt upp í nokkrar mínútur, en talað tiltölulega reip- rennandi þess á milli. Margir þeir sem stama þróa með sér auka- hreyfingar sem fylgja staminu. Þær eru oft útskýrðar sem ein- hvers konar viðleitni stamarans til að „hjálpa orðunum út“ en verða svo oft að ósjálfráðum viðbrögðum við staminu. Einnig getur hægst á hreyfingum þegar stam gerir vart við sig og hjá mörgum getur reynst erfitt að samhæfa stam og líkamsbeitingu. Einnig getur radd- beiting bjagast svo tjáningin sem felst í blæbrigðum raddarinnar, svo sem raddstyrk og áherslu í setningum, kemst ekki til skila. Og sumir stama án alls þessa. En stam þarf ekki bara að vera vandamál. Mörgum tekst að láta það hafa lítil eða engin áhrif á líf sitt. Að sumu leyti getur það líka haft jákvæð áhrif. Það sem hefur reynst mörgum vel er að kynnast öðru fólki sem stamar. Málbjörg, félag um stam, er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur fólks sem stamar, aðstandenda þeirra og annars áhugafólks. Félagið veitir upplýsingar og ráðgjöf um sér- fræðiaðstoð og meðferðir en leitast einnig við að skapa vettvang fyrir stamara að kynnast, deila reynslu sinni og sækja styrk og hugmyndir hver í annan. Málbjörg hefur verið virk í alþjóðlegu samstarfi og styrkt félagsmenn sína til að sækja ráðstefnur erlendis á ári hverju. Sú reynsla getur reynst dýrmæt og hjálpar manni að bæta viðhorf sitt gagnvart staminu. www.stam- .is. Ééég heiti GuGuGuðbjörg og ég ststama Eftir Guðbjörgu Ásu Jónsd. Huldudóttur » Oft liggja sam- skiptaörðugleikarnir ekki í staminu sjálfu, heldur í óvissu viðmæl- enda um hvað „sé í gangi“ og hvernig bregðast eigi við í slík- um aðstæðum. Guðbjörg Ása Jónsd. Huldudóttir Höfundur er leikkona, stjórn- armeðlimur í Málbjörg, félagi um stam, og stamari. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.