Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Kynlegur stormur í aðsigi 2. Húðflúraði kynfæri á bak vinar 3. Andlát: Hilmar Ingimundarson 4. Uppsagnir hjá Símanum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Arnar Eggert Thoroddsen heldur vart vatni yfir Diskóeyjunni, nýjustu afurð Braga Valdimars Skúlasonar og Memfismafíunnar. „Meistaraverk,“ hrópar hann m.a. í dómi sínum. »36 Diskóeyjan fær fullt hús hjá rýni  Hljóðaklettar standa fyrir tón- leikum í kvöld á Venue. Í aðal- hlutverki er hinn virti óhljóða- listamaður BJNil- sen en einnig koma fram Vindva Mei, Rúnar Magn- ússon og Pétur Eyvindsson. Inngangseyrir er bundinn við frjáls framlög. Tónleikar byrja kl. 22.30 en húsið verður opnað kl. 22. Fyrstu tónleikar BJNilsen á Íslandi  Fimmtudaginn 4. nóvember hefst tónleikaröðin „Af fingrum fram“ und- ir stjórn Jóns Ólafssonar. Hún er nefnd eftir sam- nefndum sjónvarps- þáttum Jóns og verður með svipuðu lagi. Fyrstu tónleik- arnir verða með Gunnari Þórðarsyni sem er einn vinsæl- asti lagahöfundur íslensku tónlist- arsögunnar. Gunni Þórðar með tónleika í Salnum Á föstudag Vaxandi austan- og norðaustanátt, 10-15 m/s síðdegis. Hvassast og talsverð rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig. Á laugardag Hvöss norðaustanátt, snjókoma eða él nyrðra. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austanátt, 8-15 m/s við norðurströndina og á Suðausturlandi en víða 3-8 annars staðar, hvessir vestan til í kvöld. Lítilsháttar rigning eða slydda, en víða þurrt suðvestan til. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands. VEÐUR Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði varaliðs Liverpool og leikmaður íslenska 21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, reiknar með því að fara frá enska félaginu að þessu tímabili loknu. „Ég þarf að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Victor við Morgunblaðið. Fundað verð- ur um mál hans með Roy Hodgson, knattspyrnu- stjóra Liverpool, í dag. »1 Reiknar með að yfirgefa Liverpool Íslands- og bikarmeistarar Snæfells í körfubolta karla koma sterkir til leiks þó að stór skörð hafi verið höggvin í lið þeirra í sumar. Jón Ólafur Jóns- son, öðru nafni Nonni Mæju, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson eru þar í stórum hlutverkum. Jón Ólafur segir að margar byssur séu í liðinu og það geti hæglega blandað sér í toppbar- áttuna í vetur. »4 Margar byssur í meist- araliði Snæfells Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, segist hafa bætt sig gríðarlega mikið frá því hann gekk í raðir þýska stórliðsins Kiel. „Ég held að mesta bætingin hjá mér hafi átt sér stað í hausnum. Ég finn það vel þegar ég spila á erfiðustu útivöllum í heimi,“ segir Aron í við- tali við Morgunblaðið. »2 „Hef bætt mig mest í hausnum“ ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það verður undarleg tilfinning að vakna á morgun og hafa engum opin- berum skyldum að gegna,“ segir Tammy Axelsson, sem hættir sem bæjarstjóri í „Íslendingabænum“ Gimli í Kanada í dag. Tammy er af íslenskum ættum og gift Grétari Axelssyni frá Íslandi. Hún hefur verið safnstjóri Safns ís- lenskrar menningararfleifðar á Nýja Íslandi um árabil og bauð sig fram gegn sitjandi bæjarstjóra fyrir fjór- um árum. Hún hafði betur með glæsibrag en er nú reynslunni ríkari. „Ég get ekki sinnt báðum störfunum eins vel og ég vildi sinna þeim og þess vegna gef ég ekki áfram kost á mér,“ segir hún um ákvörðun sína um að hætta í stjórnmálunum. Kosningar fóru fram í gær og Tammy afhendir ný- kjörnum bæjarstjóra lyklana á há- degi í dag að staðartíma eða klukkan fimm síðdegis að íslenskum tíma. Miklar breytingar Um 6.000 manns búa á Gimli og íbúatalan tvöfaldast á sumrin. 21. október 1875 settust Íslendingar þar fyrst að og oft hefur verið talað um Gimli sem hjarta Nýja Íslands, en áhrif fólks af íslenskum ættum eru ekki eins mikil nú og áður og nú er helsta vígið fallið. Það hefur reyndar gerst nokkrum sinnum áður án þess að það hafi haft áhrif á „íslenska“ yfirbragð bæjarins. Tammy segir að álagið hafi verið meira en hún hafi gert sér grein fyrir, þó enn sé litið á starf bæjarstjóra sem hlutastarf. „Það gengur ekki að vera í fullu starfi og vera jafnframt bæjar- stjóri,“ segir hún en bætir við að hún sé ánægð með það sem hafi áunnist í stjórn og skipulagi bæjarins undan- farin fjögur ár. Hins vegar hafi vinn- an komið niður á störfum sínum fyrir „íslenska“ samfélagið, „en nú get ég einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast að gera, að efla safnið og tengslin við Ísland“. Helsta vígið á Gimli fallið  Tammy Axelsson hættir sem bæjarstjóri en verður áfram safnstjóri  Áhrif fólks af íslenskum ættum eru ekki eins mikil nú og áður á Gimli Tammy Axelsson Íslenska karlalandsliðið í handknattleik slapp fyrir horn í gærkvöld þegar það vann nauman sigur á Lettum, 28:26, í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni. Fyrirfram var búist við mjög örugg- um sigri Íslands og leikmenn liðsins voru greinilega á sömu skoðun en þeir voru í miklu basli með mótherjana allan tímann. Vanmatið hafði nærri því orðið liðinu að falli en með Hreiðar Levy Guðmundsson og Ólaf Stefánsson í stórum hlutverkum tókst því að innbyrða sigur. Ólafur lék sinn 300. leik og þakkar hér áhorfendum góðan stuðning í leikslok. » Íþróttir Vanmat varð íslenska liðinu nærri því að falli Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.