Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 29
ná meiri tökum á honum þó að áhug- inn væri sá sami og áður. Við þökkum Guðjóni samfylgdina og minnumst hans með þökk og virð- ingu. Ykkur, kæra fjölskylda, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minn- ing um góðan dreng lifir. Örn og Brynja, Hofi. Margur mun sakna vinar í stað við fráfall þitt góði vinur. Traustið, hóg- værðin og góðvildin sem einkenndi þig sem samferðamann var einstök. Leiðir okkar Guðjóns lágu fyrst saman haustið 1967 er við mættum til náms á Hólaskóla í Hjaltadal. Það kom strax í ljós hvern mann Guðjón hafði að geyma, og allir báru virðingu fyrir þessum hógværa og dagfar- sprúða pilti. Hann var virkur þátttak- andi í félagslífi skólans og á þeim ár- um var ekki sú afþreying í boði sem nú er og því reyndi meira á slíkt en nú gerir. Mér eru enn í fersku minni kvöldstundirnar þar sem við sátum saman í herbergi Guðjóns, Rúnars og Þórðar og hlustuðum af athygli á sög- urnar úr Öræfunum; af smala- mennskum á Skeiðarársandi, selveið- inni og fleiru. Við leik og nám leið þessi vetur og hópurinn sem lauk bú- fræðinámi á Hólum 1968 hélt út í lífið. Rúmum tuttugu árum síðar endur- nýjuðum við kynni skólaáranna er ég kom til starfa hér í Austur-Skafta- fellssýslu. Guðjón bjó þá góðu búi með foreldrum sínum, heiðurshjón- unum Þorsteini og Sigrúnu, í Svína- felli. Þangað var gott að koma og margoft naut ég gestrisni þess mynd- arheimilis. Fyrir kom að Guðjón gisti hjá okkur hér á Hlíðarbergi ef hann var við vinnu hér eystra. Þá var oft setið og spjallað lengi kvölds og þá gjarnan um skólaárin og skólafélag- ana. Það var áberandi hve vel hann hafði fylgst með sínum gömlu skóla- félögum og rækt við þá vináttu skóla- áranna, en þannig var hann Guðjón trúr vinum sínum og lét sér annt um þá. Börnin okkar nutu samvista við hann þegar hann dvaldi hér. Hann sagði þeim frá sveitinni sinni og þá sátu harðsvíruðustu ærslakálfar eins og kórdrengir, hljóðir og prúðir. Enn minnist fjölskyldan þessara stunda með hlýhug og þökk. Fyrir réttu ári kom Guðjón í sína síðustu heimsókn hingað. Þá var hann við störf sem kjötmatsmaður á Höfn. Að venju var tekin yfirferð yfir hagi gömlu skólafélaganna og samferða- mennina frá skólaárunum. Skömmu síðar kvaddi sá vágestur dyra sem að lokum hafði betur. Nokkrum sinnum hittumst við á förnum vegi á næstu mánuðum. Alltaf var Guðjón vongóð- ur um bata og gerði fremur lítið úr veikindum sínum. Það var honum líkt að æðrast ekki og halda ótrauður áfram. Við leiðarlok, kæri vinur, vil ég færa þér alúðarþakkir frá mér og fjöl- skyldunni fyrir tryggð þína og vin- áttu. Það munum við geyma með okk- ur og aldrei gleyma. Fjölskyldunum í Svínafelli sendum við samúðarkveðjur, vissulega er ykkar missir mestur. Reynir og fjölskylda Hlíðarbergi. Bændur í Austur-Skaftafellsýslu sjá á bak góðum og traustum liðs- manni við fráfall Guðjóns Þorsteins- sonar í Svínafelli. Guðjón starfaði um árabil í samtökum bænda heima í Hofshreppi, en sat einnig í stjórn Búnaðarsambandsins og fleiri sam- taka bænda. Það duldist engum að þar fór traustur liðsmaður íslenskrar bændamenningar, hógvær en stefnu- fastur ef á þurfti að halda. Guðjón rak sauðfjárbú á föðurleifð sinni Svínafelli ásamt fjölskyldunni af miklum myndarskap og náði eftir- tektarverðum árangri í sauðfjárrækt. Samhliða búskap á Svínafelli starfaði hann einnig sem kjötmatsmaður, fyrst í sláturhúsinu á Fagurhólsmýri og síðar á Höfn. Undirritaður naut þeirrar ánægju að starfa með Guðjóni í stjórn Búnaðarsambandsins um nokkurt skeið. Þar komu í ljós hans miklu mannkostir. Við alla ákvarð- anatöku var honum tamara að horfa til hagsmuna heildarinnar en sér- hagsmuna fárra og þegar hann hafði myndað sér skoðun þá var hún vand- lega yfirveguð og rökstudd. Guðjón var félagslyndur og naut þess að vera í góðra vina hópi. Þar var hann léttur og gamansamur, en gætti þess þó jafnan að haga orðum sínum þannig að engum sviði og aldrei var gamansemi hans þannig fram sett að hún væri á annarra kostnað. Allir sem í Svínafell komu nutu ein- stakrar gestrisni fjölskyldnanna og þó heimilin væru þrjú þá var maður í raun að heimsækja eina stóra og sam- henta fjölskyldu. Þess nutum við oft. Viku fyrir andlát hans heimsótti ég hann á Landspítalann. Honum var of- ar í huga hvernig búskapur gengi, smalamennska og þvíumlíkt en um- ræða um eigin veikindi. Það var fastmælum bundið að hitt- ast fyrir austan næst. Sá fundur verð- ur víst aldrei haldinn en eftir lifir minning um einstakan öðling og góð- an dreng. Fjölskyldunum í Svínafelli sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Bjarni og Finndís, Dilksnesi. Hið fornkveðna „að bregða hvorki við sár né bana“ á sannarlega við um frænda minn, Guðjón Þorsteinsson í Svínafelli. Andlegt jafnvægi hans til hinstu stundar var hetjulegt. Ég var ekki meðal þeirra sem umgengust hann síðustu dagana en skilst að hann hafi getað gert að gamni sínu nánast fram í andlátið. Það hjálpar þeim sem eftir standa þó að söknuðurinn sé sár. Þegar ég hitti Guðjón í miðri geisla- meðferð vegna meins sem hjó nærri lífi hans á þeim tíma, mætti hann mér með bros á vör. Það virtist ekkert ná að hagga honum. Við Guðjón vorum náskyld og vissum hvort af öðru frá barnæsku. Skrifuðumst meira að segja á þegar við vorum nýbyrjuð að draga til stafs og sendum bréfin með póstbílnum á milli bæja. Þar miðluð- um við hvort öðru helstu fréttum af húsdýrunum. Kindurnar voru í uppá- haldi og bæði vorum við stoltir fjár- eigendur. Ég man alltaf hvað prent- stafirnir voru jafnir og fallegir hjá Guðjóni. Samgangur var stopull enda um 25 kílómetrar á milli bæjanna og mynd sem til er af okkur fimm til sex ára sýnir að við vorum dauðfeimin hvort við annað þegar við hittumst. Á henni er okkur stillt upp við vegg og við látin haldast í hendur. Hann rjóð- ur og niðurlútur en ég flissandi og verulega vandræðaleg á svipinn. Síð- ar urðum við skólasystkini í Hofs- skóla þar sem faðir hans var læri- meistarinn. Guðjón var hrekklaus og góður félagi og þannig var hann alla tíð, traustur, skyldurækinn og heið- arlegur, með húmorinn á réttum stað. Fyrir nokkrum árum fór ég um Suð- urland undir leiðsögn fræðimannsins Jóns Böðvarssonar, ásamt hópi fólks sem hafði setið Njálunámskeið hjá honum. Endastöðin var Svínafell. Þar sneri hópurinn við og hélt til gistingar á Klaustri en ég og samferðamaður kusum að dvelja um kvöldið í Öræfum enda bauðst Guðjón til að skutla okk- ur út að Klaustri næsta morgun. Í þeirri ferð komst ég að því að hann kunni Njálu utan að og hafði ákveðnar skoðanir á sögupersónun- um. Hann bjó ekki á setri Flosa fyrir ekki neitt. Guðjón var virkur í fé- lagsmálum í sveitinni og sat í stjórn- um ungmennafélags, búnaðarfélags, sauðfjárræktarfélags og slysavarna- deildar. Hann var bóndi af bestu gerð og sístarfandi eins og margir í hans stétt. Ég fylgdi honum og Jóhanni, bróður hans, í fjárhúsin í vor þegar sauðburður var langt kominn. Allt var þar með ró og spekt. Væntumþykja til kindanna leyndi sér ekki hjá Guð- jóni og þær báru óskorað traust til hans. Þarna rifjaðist upp byggingar- saga útihúsanna en þeir bræður höfðu ungir átt þátt í stækkun hlöð- unnar. Þetta var skemmtileg stund. Er við komum út litum við yfir skjól- sælar brekkurnar í Svínafelli þar sem lambféð dreifði sér og Sandaærnar höfðu sérstakt hólf með útsýni til sumarlandsins. Guðjón skilur eftir sig stórt skarð hjá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Fráfall hans minnir okkur á hversu hverfult og ósanngjarnt lífið er á köflum. Öræfin eru ekki söm án hans og allra síst Svínafell. Ég votta ástvinum hans einlæga samúð og bið Guð að styrkja þá. Kæran frænda kveð ég með söknuði. Blessuð sé minning hans. Gunnþóra Gunnarsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Þegar ég fékk sím- tal um það að afi minn væri orðinn veikur og ekki talið líklegt að hann myndi ná sér, þá var ég ótrúlega óviðbúin því að afi minn, sem var ekki einu sinni byrjaður að gleyma, væri orðinn nógu gamall til að kveðja þennan heim af eðlilegum orsökum. Ég flaug til landsins daginn eftir til þess eins að fá að tala við hann í síðasta sinn. Þeirri stund mun ég aldrei gleyma og er ég mjög fegin að hafa fengið tækifæri til þess. Við erum samheldin fjölskylda og eyddi ég mörgum góðum stundum með honum og ömmu. Við höfum verið saman nánast öll jól, ég gisti þar oft um helgar þegar ég var barn og svo fórum við oft saman í ferðalög og veiðiferðir. Á sunnudögum hitt- umst við fjölskyldan svo í kaffi þar sem vikan var rædd. Síðasta árið hef ég því miður ekki hitt hann og fjöl- skylduna jafnoft og áður þar sem ég flutti til Danmerkur. Eins og áður sagði þá gleymdi afi engu og var hann þar af leiðandi mikill viskubrunnur. Það var margt sem hann var með á hreinu sem fáir eða enginn annar gat munað eða hafði reynt að leggja á minnið. Hann til að mynda þekkti öll skipanöfn og ekki einungis núverandi skipanöfn heldur gat hann tengt skipanúmer við gömul nöfn sem skipið hafði áður haft. Þetta hefur mér alltaf þótt ótrúlega merkilegt en svo tala ég ekki um „símaskrárminnið“ sem hann hafði en alltaf þegar ný síma- skrá kom út fletti hann í gegnum hana og tók þá eftir því ef hinn eða þessi hafði flutt heimilisfangið sitt eða bætt titli aftan við nafnið sitt. Það hefði verið mjög gott á háskóla- árunum ef ég hefði haft jafngott ljós- myndaminni og hann. Eitt mun alltaf fá mig til að brosa þegar ég hugsa um afa og það er til- hneiging hans til að segja manni vís- ur þegar sáust kossar eða ástaratriði á sjónvarpsskjánum. Ég man það vel að það var stundum ekki nokkur leið Engilbert Þórarinsson ✝ Engilbert Þór-arinsson fæddist á Stokkseyri 4. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljós- heimum, 15. október 2010. Útför Engilberts fór fram frá Selfoss- kirkju 23. október 2010. að einbeita sér að bíó- mynd þegar ástarat- riði byrjuðu því þá byrjaði hann að prófa mig í þekkingu á vís- um og stökum sem ég á þessum tíma hafði lítinn áhuga á og vildi miklu frekar sjá fólk kyssast á sjónvarps- skjánum en að læra vísu. Honum hefur þá eflaust þótt ég heldur ung til að horfa á svona sjónvarpsefni og reyndi með þess- um hætti að fá mig til að horfa ekki á það sem upphófst á skjánum. Afi, þú munt alltaf vera í huga mínum og ég mun sakna þín óskap- lega mikið. Þitt barnabarn, Bylgja. Elsku afi, ég er varla ennþá búin að átta mig á að þú sért farinn. Það situr enginn afi í stólnum sínum þegar maður kemur í heimsókn á „Sunnó“, hann er tómur. Um hug- ann reika ótal minningar. Þau voru ófá skiptin sem við systurnar kom- um í helgarheimsókn á Sunnuveg- inn og gistum á röndóttu beddunum, fengum sveskjugraut í morgunmat, kíktum með þér á ömmu í vinnuna og fengum ísblóm. Það var líka mesta sportið að fá að sitja í þínum stól í sjónvarpsherberginu og skoða hluti með stækkunarglerinu þínu. Við fórum líka í veiði með þér, ömmu og Siggu frænku og skemmt- um okkur alltaf jafn vel, þótt veiðin væri stundum dræm hjá okkur systrum. Við Steinar reyndum líka alltaf að kíkja við í kaffi þegar við áttum leið hjá og það var alltaf jafn gaman að koma við á sunnudögum, því oftar en ekki hitti maður þá fyrir fleira fólk. Það var líka alltaf eitt- hvert góðgæti á boðstólum sem amma galdraði fram án mikillar fyr- irhafnar. Það var alltaf jafngott að koma í heimsókn til ykkar og spjalla. Þú varst yndislegur við langafa- börnin þín og Þorgeiri fannst ekki leiðinlegt að sitja hjá afa sínum og kúra. Hann tók líka ástfóstri við rauða stafinn þinn úti á Kanarí og var alltaf fljótur að finna hann þegar við kíktum í heimsókn. Það var ynd- islegt þegar þið komuð heim frá Kanarí í vetur og komuð við og kíkt- uð í heimsókn að líta á nýja afkom- andann. Bríeti fannst nú líka gott að sitja í afafangi og alveg merkilegt hvað börnin voru alltaf róleg þegar þau sátu hjá langafa sínum. Elsku amma, hugur okkar er hjá þér. Þín verður sárt saknað, elsku afi. Hvíldu í friði. Irma Rán, Steinar Freyr og börn. Margar skemmtilegar minningar rifjast upp hjá okkur systkinunum þegar við hugsum um afa. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þeg- ar við hugsum til baka eru minningar tengdar veiði eða veiðiferðum en afi var sá sem kenndi okkur öllum að veiða á stöng. Hann, amma og Sigga frænka höfðu öll svo gaman af því að veiða og við ekki síður gaman af því að fara með þeim í veiði. Afi hafði líka gaman af því að fara í útilegu, eins og líklega öll fjölskyldan. Margt skemmtilegt var brallað og er okkur sérstaklega minnisstætt 80 ára af- mælið hans sem hann hélt upp á með því að fara með ættingjum og vinum í útilegu í Þrastalund. Fjölskyldan okkar hefur alltaf hist á jóladag heima hjá ömmu og afa en þá var afi alltaf búinn að moka inn- keyrsluna að húsinu á Sunnuvegin- um og hálfa götuna svo öruggt væri að allir fengju góð bílastæði. Það verður skrýtið að hitta hann ekki á jóladag. Hann var einstaklega hand- laginn og fannst gaman að dunda sér við að laga hluti. Ef við báðum hann um að laga eitthvað fyrir okkur þá gafst hann aldrei upp fyrr en verkinu var lokið. Hann kenndi okkur að keyra bíl og leyfði okkur alltaf að keyra ef við vorum farþegar hjá honum í bíl. Eft- ir að hann hætti að vinna var hann alltaf til í að keyra okkur systurnar heim frá Selfossi ef við nenntum ekki að bíða eftir rútunni. Afi fylgdist vel með öllum ættingjum og vinum. Þegar Harpa bjó í Róm skrifaðist afi á við hana og sagði frá því helsta sem var að gerast hjá fjölskyldunni og á Suðurlandi. Þetta eru dýrmæt bréf. Takk, elsku afi, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín er sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Reynir, Harpa og Hrönn Guðfinnsbörn. Siggi Jökull eða Jökullinn eins og hann var oft kallaður er farinn yfir móðuna og það er svolítið síð- an. Ég hélt að ég gæti sloppið við að skrifa grein um karlinn en þetta leitar endalaust á mig og nú skal það koma. Sigga hitti ég fyrst á sundnám- skeiði á Eiðum um 1980, svo liðu ár- in og við hittumst ekki mikið, hann fór á vertíðir á Hornafjörð, var í Þýskalandi um tíma og vann á Gunnólfsvíkurfjalli með öðrum hörkumönnum og gerði það gott en Siggi drakk og það ekki lítið en hann hafði skrokkinn og manndóm- inn til að gera það. Alltaf hitti mað- ur Sigga af og til á skemmtunum og mannamótum og ævinlega urðu þar fagnaðarfundir og félagi Bakkus Sigurður Jökull Stefánsson ✝ Sigurður JökullStefánsson fædd- ist á Egilsstöðum 21. september 1967. Hann lést 25. nóv- ember 2009. Útför Sigurðar fór fram frá Egilsstaða- kirkju 5. desember 2009. oftast með í för. Siggi talaði eins og flest hans fólk mjög, og þá meina ég mjög, kjarnyrta íslensku með allskonar orðum sem ekki koma oft fyrir í daglegu tali og hnýtti saman blóts- yrðum eins og sá í neðra væri í þann mund að birtast, er það ekki hafandi eftir í grein sem þessari. Nú líða árin og það er eins og jörðin hafi gleypt Jökulinn, en allt í einu 2004 dúkkar hann upp á sama vinnustað og ég, stóru verktakafyrirtæki á Egilsstöðum og er heldur svona lágt á honum risið, hendurnar titr- andi, augun flöktandi og karlinn ný- kominn úr meðferð. En nú var ekki til setunnar boðið, það þurfti að virkja Kárahnjúka og byggja álver á Reyðarfirði og það get ég fullyrt að Sigurður Jökull átti stóran hlut að máli. Meðfram öllu þessu var hann með stærðar bú úti í Jökuls- árhlíð með föður sínum, þeir unnu mikið að því saman og tóku tarnir í smalamennsku, heyskap og sauð- burði og dró hvorugur af sér. Á þessum árum tók Sigurður stakka- skiptum, hann varð styrkari með hverjum degi, reif stólpakjaft við hvern sem var og var bara Sigurður Jökull sjálfur. En það komu dagar þar sem vinur minn gekk ekki heill en þá fór hann aðeins í frí og fór í sveitina, mokaði skít, hljóp á fjall og horfði yfir sveitina sína. Þá var hann góður lengi á eftir. Það kom að kaflaskilum í lífinu eins og oft gerist. Siggi hitti hana Þóreyju og með þeim tókust góð kynni. Sjaldan hef ég séð vin minn eins glaðan með sína konu og börnin tvö sem hún átti fyrir. Nú hætti hann að vinna hjá verktökum, tók við búinu af föð- ur sínum og settist að, gerði það sem hann hafði alltaf dreymt um, að búa með sauðfé. Hann undi glaður við sitt, fjölgaði fénu, jók við kvót- ann, baslaði við að byggja og var kátur. En svo bilaði það sem átti ekki að geta bilað miðað við það að éta kjöt tvisvar til þrisvar á dag og tilbrigðin voru saltket, hangiket og nýtt ket. Eins og vinkona þín Ing- unn Snædal sagði réttilega í grein þá er ekki gott að setja smjör á kleinurnar. Hvað um það, Sigurður Jökull. Þú ert farinn og ekkert við því að segja en þú fórst frá hálfklár- uðu verki og það var ekki þinn stíll. Þú ert vinsamlega beðinn að klára dagsverkið hvernig sem þú ferð að því og skila svo dagseðli vandlega útfylltum og farðu svo vinur og láttu ekki sjá þig. Minningin lifir um góðan dreng. Hlynur Bragason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.