Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Fyrir rúmlega hálfri öld þegar taðan af tún- um Austurbæjarins í Svínafelli í Öræfum, auður ormláðs, var komin í hlöður, voru tveir ungir drengir send- ir út í haga að finna fé í töðugjöld. Sá yngri var frumburður hjónanna Sig- rúnar Pálsdóttur frá Svínafelli og Þorsteins Jóhannssonar frá Hnappa- völlum, skálds, kennara og vega- vinnuverkstjóra sveitarinnar. Þetta var hinn fjárglöggi Guðjón sem vart var búinn að fylla áratug ævi sinnar, en honum var sýnt þetta traust. Hinn, kaupstaðar-drengurinn sem þetta rit- ar, sá hins vegar lítinn mun á fénaði nema þá helst af æpandi litafari eða hornalagi, einkum þroskaðra hrúta. Hann gerði það eina gagn að hjálpa til með reksturinn. Honum fannst á viss- an hátt að hann væri í hlutverki ör- laganornar og olli það honum smá hugarangri. Það sem auðveldaði hon- um þó hlutverkið var vinur drengj- anna, hinn frábæri fjárhundur Seppi sem líka var með í för. Fljótlega fundust tvær aldraðar geldær og voru þær reknar heim á leið ásamt fáeinum lambám til að létta reksturinn. Þetta var síðsumars og aðeins farið að rökkva, a.m.k. í minn- ingunni. Og ekkert var sagt á þessari slóð sem sögur fara af, enda virtist vegferð þessi heltaka hugann. Hvaða hugmynd um framtíðina bjó í kolli þessara kinda? Vissu þær að fram- undan blöstu við töðugjöld okkar? Eða er lífið bara svona? Mannkindin sjálf er kannski í þessum sömu klaufalegu sporum sauðkindarinnar? Á valdi örlaganna. Og þrátt fyrir allt mannvit? Meira að segja læknavís- indin? Og hópurinn streymdi fram, ekki endalaust. Því að framundan var hrímkalt haust einnar ærinnar. Í byrjun október sl. var sá er þess- ar rúnir ristir á leið til Reykjavíkur frá Þorbergssetri Suðursveitar. Þar hafði verið ráðstefna um rætur Ís- lendinga og menningar vorrar, kelt- neska kvenlegginn. Ákveðið var að Guðjón Þorsteinsson ✝ Guðjón Þor-steinsson, Svína- felli í Öræfum, var fæddur í Aust- urbænum á Svínafelli 13. mars 1949. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 13. október sl. Útför Guðjóns fór fram frá Hofskirkju í Öræfum 23. október 2010. koma við í Svínafelli og heilsa upp á Guðjón. Þar voru líka rætur ömmu þess sem hér heggur bautann. Hann sjálfur hafði auk þess dvalið þar sumarlangt í sex ár hjá frændfólki sínu. Þau systkin Guð- jóns urðu því eins og sumarbræður og systir hans. Það var búið að vera þungbúið þessa haustdaga. Þegar fyrst var komið vestarlega á Kotáraura og síðan á Virkisáraura (helstu hlaupsanda Öræfajökulsgosa), braust sólin eitt augnablik í gegnum skýjaþykknið og regnbogi birtist. Fyrst yfir Sandfelli og síðan Svínafelli, sem varð þá upp- ljómað og himinninn fyrir ofan bæinn brúaður óvenju litskrúðugri Bifröst. – Þetta var tákn sem hlaut að boða eitt- hvað gott. – En þegar heim að bænum var komið var gripið í tómt. Pálína var þá nýfarin „suður“ með helsjúkan bróður sinn. Því að nú vitum vér að þar fór Guðjón sína hinstu för, í átt til sólseturs síns og síðan um þá brú sem liggur á milli himins og jarðar. En kannski var regnboginn fagri þrátt fyrir allt gæfumerki? Tákn fagnaðar- erindisins? En við sem stöndum nú við jarðneskan sporð brúarinnar syrgjum djúpt góðan vin og frænda, sem fór yfir um hana langt fyrir aldur fram. Sól skein í heiði er hann yfirgaf fjárbú sitt, en nú eru það önnur heið- arlönd sem blasa við Guðjóni hvar lömbin eiga sjálf sín eigin töðugjöld. Lífið er einkennilegt. Vegir náttúr- unnar, skaparans, eru órannsakan- legir. Sjúkdómur Guðjóns hafði breiðst svo hratt út að lokum, að það líktist helst vorkomu á Skáni forðum. Þá varð allt skyndilega eitt blómstur. Þar skall vorið á með braki (eins og Öræfajökull enn fyrr gerði boð á und- an sér). En þetta var með öfugum for- merkjum því að nú er haust á Fróni. Í stað blóma og grænna laufblaða eru rauð reyniviðarber og gulbrúnt laufið ríkjandi. Lík vængjum farfugla sem búa sig undir flug til fjarlægra staða. Og Guðjón var eins og hetja þessa haustdaga ævi sinnar. Æðruleysið al- gjört. En að lokum var þó eins og eitt- hvað hefði brostið. Því að þegar hann var spurður hvaða hrúta ætti að setja á, kom ekkert svar. Og fáeinum dög- um síðar var Guðjón floginn á haf út, til annars fjár í nýju túni. Þar er bær einn girtur litfögrum boga. Guðjón bar nafn með rentu, nafn systkina afa síns, Guðrúnar Pálsdóttur og Jóns Pálssonar. Í bæjargilinu á Svínafelli gróðursettu þau hvort sína reynihrísl- una í skjóli lækjarniðar, sem nú eru komnar í skugga asparlundar. En gæfa fylgir nafni og ekkert skyggir þar á. Frá þessum reynivið sveif Guð- jón inn í eilífðina. – Far vel frændi. Sigurður V. Sigurjónsson. Elsku Guðjón frændi. Hver hefði trúað því, þegar sjúkrabíllinn renndi úr hlaði fyrir aðeins þremur vikum síðan, að það væri þín kveðjustund við heittelskaða heimahaga, fjöllin þín og jöklana. Að þú skulir ekki lengur vera hér meðal okkar er erfitt að sætta sig við. Alla mína tíð hefur þú verið til staðar, rólegur, kátur og endalaust þolinmóður. Mínar bernskuminningar eru flest- ar tengdar þér á einhvern hátt. Ég að skottast á eftir þér í fjárhúsin, hlaupa í kringum lömbin, hamast í heyskap á bjartri sumarnóttu eða við hlið þér á hesti – ég var ekki gömul þegar þú hafðir fyrir því að teyma undir mér nánast um allt. Mér skilst að ég hafi vitað vel hvað ég vildi – og ég vildi fá að vera með. Það hefðu nú ekki allir móðurbræður haft þolinmæði í að hafa svona stelpuskott á hælunum, en það er svo lýsandi fyrir þig að það var aldrei vandamál. Ég hljóp oft yfir til ömmu og spurði: „Hvar eru strák- arnir?“ Því það voruð þið bræður yf- irleitt kallaðir. Ég vildi ekki missa af, ef eitthvað spennandi var að gerast – þó mér væri ekki alltaf boðið með leit- aði ég ykkur oft uppi. Og yfirleitt var mér vel tekið, oftar en ekki fékk ég eitthvert verkefni og þá var gaman að lifa. Sem barn vissi ég að ég átti góðan frænda – en eftir að ég varð fullorðin gerði ég mér grein fyrir því að þú varst perla. Alltaf kletturinn í bak- grunninum. Það var ekki þinn stíll að trana þér fram – en samt alltaf til í fé- lagsskap og oftast var stutt í hlátur- inn. Það var svo gott að vera í kring- um þig og eftirsóknarvert að eyða tíma með þér, hvort sem var heima í stofu eða úti í náttúrunni. Svo fékkstu lítinn nafna og það varð fljótt öllum ljóst, að í hans huga var Guðjón frændi og dráttarvél óaðskiljanlegt. Undanfarið hefur Guðjón Steinn haft það fyrir venju í öllum heimsóknum í Svínafell, að leita þig uppi og blikka þig til að taka einn hring á stóru bláu dráttarvélinni. Nokkuð oft kom það í ljós að þú áttir ekkert erindi á drátt- arvélinni, en það var algjört aukaat- riði. Að gleðja barnshjartað hafði allt- af forgang, væri hægt að koma því við. Það hefur verið upplifun fyrir mig að fylgjast með samskiptum ykkar nafnanna, því það minnir mig á hvernig það var að vera barn í kring- um þig. Það er svo margt sem hægt er að rifja upp og vera þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa með þér. Ég er hrædd um að mín litla fjölskylda verði lengi að sætta sig við tómarúmið sem þú skilur eftir þig. Elsku Guðjón frændi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. En þvílík for- réttindi að hafa þekkt þig og fengið að kynnast æðruleysi þínu og auðmýkt gagnvart lífi og dauða, sem endur- speglaðist svo eftirminnilega í við- horfi þínu gagnvart sjúkdóminum, sérstaklega undir það síðasta. Þú stóðst þig eins og hetja, aldrei langt í brosið – þó lítið væri tilefnið. Það er áminning fyrir okkur sem eftir sitj- um, að gleyma okkur ekki í sorginni – heldur minnast allra góðu stundanna, og muna eftir að brosa. Minningin um þig, glaðan og kátan, mun lifa í hjarta mér um alla framtíð. Sigrún Svafa. Guðjón Þorsteinsson föðurbróðir minn er látinn aðeins 61 árs að aldri. Hann átti alla tíð heima í Austurbæn- um í Svínafelli, en fjölskylda mín býr á Nýjatúni skammt frá. Guðjón og pabbi bjuggu félagsbúi og við krakk- arnir í Svínafelli hjálpuðum oft til við bústörfin eftir getu. Við hjálpuðum til dæmis við að setja lambfé út á vorin, reka það út fyrir girðingar, keyra það inn undir Hafrafell eða út á Sand. Ein skemmtileg minning kemur upp í hugann. Það var einn góðan vor- dag að við strákarnir; Steinþór á Bölt- anum í Svínafelli, Hlynur frændi minn, sem var hjá okkur í sveit, og ég fórum með Guðjóni í dráttarvélinni út í Sanda eitthvað að stússa í fé. Á leið- inni til baka fórum við strákarnir að suða í Guðjóni um að fara lækjarveg- inn heim eins og við krakkarnir köll- uðum hann, en í rigningartíð rennur oft vatn eftir þessum vegi. Vegurinn liggur í átt að Fjallinu og ef það hefur lengi runnið vatn eftir honum mynd- ast stór pollur við þjóðveginn. Guðjón var nú ekkert á því að láta þetta eftir okkur fyrst um sinn, en allt í einu beygði hann út í pollinn okkur til mik- illar skemmtunar, því vatnið gusaðist í allar áttir. En við fórum ekki langt því pollurinn var fullur af leðju svo dráttarvélin festist í honum miðjum. Nú voru góð ráð dýr. Þetta var fyrir tíma farsíma í okkar eigu, svo það var ekki hægt að hringja eftir aðstoð. Guðjón vildi ekki að við strákarnir myndum blotna í fæturna svo hann bar okkur einn af öðrum úr vélinni að bakkanum. Við gengum svo heim og náðum í aðra vél til að kippa Fergu- soninum upp úr pollinum. Þannig endaði ferðin sú og þótti okkur strák- unum, sem vorum 10-12 ára, þetta mikið ævintýri. Við á Nýjatúni munum sakna Guð- jóns, en yljum okkur við góðar minn- ingar um hann. Þorsteinn Jóhannsson. Elsku Guðjón. Mikið verður tóm- legt að koma á Austurbæjarhlaðið án þess að þú komir út á móti manni í gúmmítúttum og bláum jakka, með bros á vör. Þó að þú hafir ekki verið maður margra orða þá hafðirðu ein- staklega góða nærveru og mér leið alltaf vel í kringum þig. Enda var ég ekki gömul þegar ég fékk að koma með þér í fjárhúsin og hjálpa þér að gefa. Ég man eftir því þegar ég var lítil og þú dróst mig með þér á snjó- þotu austur í Löngutorfu, ég var með spýtu bundna í langt band sem ég lét dragast á eftir þotunni og fékk þannig Lappa, sem þá var hvolpur, til að elta okkur. Ef ekki var færi fyrir snjó- þotu, þá varstu vanur að vippa mér upp á axlir þar sem ég hafði góða yf- irsýn yfir hlutina. Ég átti líka margar góðar stundir uppi í herberginu þínu að fletta í gegnum fjárbækur og skoða nöfnin á kindunum. Ég mun alltaf muna eftir fyrstu kindinni sem þú gafst mér, hún hét Hetta og fékk það nafn af því að orðið „hetta“ var eitt af þeim orðum sem ég notaði mikið á þeim aldri og gat ekki sagt „þetta“. Þolinmóðari mann er erfitt að finna og þú sást yf- irleitt spaugilegu hliðarnar á málun- um. Ég man varla eftir því að þú hves- stir þig við okkur börnin, ekki nema við værum að gera eitthvað hættulegt og þú yrðir hræddur um okkur. En þegar hættan var liðin hjá varstu oft- ast fljótur að slá á léttari strengi. Ég á svo margar yndislegar minn- ingar um þig og þú skilur eftir stórt skarð í daglegu lífi heima í Svínafelli. Ég á eftir að þurfa tíma til að venjast því að þig vanti í kvöldmat hjá okkur, í fjárhúsin og útreiðartúra, svo ég tali nú ekki um jólin. Við skriðum oft upp á háaloft til að sækja jólaskrautið og áttum þá til að kíkja kannski aðeins í kassa í leiðinni, við höfum oft hlegið mikið yfir einhverjum furðulegum hlutum sem við fundum þar. Það verður mjög erfitt að fá ekki að skreyta gamla jólatréð í Austurbæn- um með þér og fá mandarínur í stað- inn, nokkuð sem hefur verið hefð alla mína ævi, og mun ég sakna þeirra stunda mjög sárt. En þrátt fyrir að erfitt sé að horfa á eftir þér úr lífi okkar veit ég að þú óskar þess að við munum halda áfram að gleðjast og njóta lífsins. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að og ég mun alltaf geyma minn- ingar mínar um þig í hjarta mér. Með sárum söknuði kveð ég þig elsku Guðjón frændi. Dóra Guðrún. Þegar ég hitti Guðjón í síðsumar- blíðunni austur á Svínafelli núna seint í september hvarflaði ekki að mér að það yrði okkar síðasti fundur. Hann var að vísu í erfiðri lyfjameðferð vegna illvígs sjúkdóms, en bjartsýnn um að stríðið mundi vinnast. Skömmu síðar hófst lokastríðið þar sem vá- gesturinn vann því miður sinn sigur. Guðjóni kynntist ég þegar við, á þriðja tug ungra manna, hófum nám við eldri deild Bændaskólans á Hólum haustið 1968. Hluti hópsins var heimavanur þar sem þeir höfðu verið í yngri deild skólans árið áður og voru okkur nýgræðingunum þannig í upp- hafi til leiðsagnar. Guðjón var úr þeim hópi. Strax skynjaði maður að þarna var óvanalega traustur og staðfastur maður. Samheldni þessa hóps hefur alla tíð síðan verið mikil og Guðjón einn sterkasti hlekkurinn í því. Á þeim árum voru Öræfin, heimasveit hans, á vegarenda í bókstaflegri merkingu. Þessi sérstaka og heillandi sveit varð við frásagnir Guðjóns í huga mínum viss ævintýraheimur, sem ég átti síðan eftir að kynnast miklu betur í mörgum heimsóknum til hans síðar. Þar naut maður frá- sagna hans og foreldra hans meðan þeirra naut við af sögu sveitar og marvíslegri sérstöðu í búskaparhátt- um og af hinni fjölbreyttu og sérstöku náttúru. Þarna fann ég vel hve Guð- jón var bundinn sterkum böndum þessu tignarlega umhverfi. Guðjón bjó félagsbúi með syst- kinum sínum og fjölskyldum þeirra. Fjárbúið var hans aðalvettvangur í búrekstrinum. Hann var einstaklega góður bóndi og stórsnjall fjárræktar- maður og hefur fé frá honum dreifst víða um landið til kynbóta. Um ára- tuga skeið starfaði hann á haustin sem kjötmatsmaður í sláturhúsi. Þar eins og í öllum störfum sem hann sinnti vann hann sér traust og virð- ingu allra. Guðjón var ákaflega hógvær og hlédrægur maður en gegndi samt margvíslegum félagsstörfum sem hann, eins og allt annað sem honum var falið, leysti af stakri prýði. Guðjón er tvímælalaust í hópi gegnheilustu manna sem ég hef kynnst, ekki orð- margur en orð hans gulls ígildi. Nú þegar þessi góði drengur er fallinn frá mun hann hvíla í faðmi hinnar tign- arlegu sveitar sem ól hann og hann vann síðan starfsævi sína og unni svo mjög. Mold hennar mun áreiðanlega fara um hann mjúkum höndum. Systkinum hans og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína. Margar góðar minningar munu halda nafni hans á lofti. Jón V. Jónmundsson. Í dag kveðjum við sveitunga okkar, Guðjón, sem svo skyndilega er kall- aður frá okkur í blóma lífsins. Guðjón bjó alla sína ævi í Svínafelli í Öræfum og stundaði þar búskap, fyrst með foreldrum sínum og síðan systkinum. Hann var alla tíð máttarstólpi búsins. Guðjón var einstaklega mikið ljúf- menni, jákvæður og lagði alltaf gott til málanna. Hann var hlýr, alltaf í góðu skapi og vildi láta gott af sér leiða. Guðjón var rólegur og yfirveg- aður og það var fátt sem gat sett hann úr jafnvægi, ekki einu sinni krabba- meinið sem lagði hann að velli. Guðjón tók mikinn þátt í félagsmál- um bænda hér í sýslunni. Hann var í stjórn Búnaðarsambandsins um ára- bil og formaður í Búnaðarfélagi Hofs- hrepps í áratugi eða allt þar til hann lést. Fjölmörg félög nutu einnig krafta hans og stuðnings eins og ung- mennafélagið, Landgræðslufélag Öræfinga og fleiri. Hann leiddi allt sauðfjárræktarstarf hér í sveitinni í áratugi og var brautryðjandi í nútíma sauðfjárrækt í Öræfum, enda var hann sérstakur áhugamaður í sauð- fjárrækt og sóttu sveitungar til hans hrúta í tugatali. Bú hans var þekkt á landsvísu fyrir vel ræktað fé. Hann var kjötmatsmaður og þótti ákaflega fær á því sviði og eftirsóttur í slát- urhúsinu og þar eignaðist hann marga vini. Í mínum félagsstörfum þótti mér ætíð gott að leita til Guðjóns því það var hægt að treysta á réttsýni hans. Hann stóð ávallt eins og klettur við hlið mér í mínum félagsmálastörfum og fyrir það vil ég sérstaklega þakka. Hann gat þó verið mjög fastur fyrir, var í senn mjög framfarasinnaður en vildi um leið halda í gömul og góð gildi. Það er erfitt að trúa því að samtalið sem við áttum þann 2. október síðast- liðinn skyldi vera það síðasta. Þá spjölluðum við um hrúta, sauðfjár- rækt og bændapólitíkina, en þetta voru okkar sameiginlegu áhugamál. Þá fann ég að veikindin voru farin að ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLBJÖRN SIGURÐSSON frá Krossholti, Kveldúlfsgötu 26, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar- daginn 30. október kl. 14.00. Kristín Björnsdóttir, Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, Guðmundur Bragason, Sigurður Hallbjörnsson, Þórhalla Agla Kjartansdóttir, Svandís Hallbjörnsdóttir, Grétar Þór Reynisson, Elínborg Hallbjörnsdóttir, Hallur Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, sem andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka að morgni 23. október, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Bjarni Jóhannsson, Sigurborg Garðarsdóttir, Ásgeir Ingi Eyjólfsson, Sigríður Garðarsdóttir, Tyrfingur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.