Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 131

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Page 131
RITFREGNIR 127 misskilið kenningar eða heiti, afritarar mislesið, auk þess sem torskilin orð hafa getað ruglazt, runnið saman eða slitnað f sundur, er eldri þulubrotum var steypt saman í stærri heildir. Þá eru til mismunandi afbrigði eða leshættir af sumum heitunum, t. d. digni : dirnir ‘uxi’, ornir : grnir ‘ormur’, skalkr : skolkr ‘sverð’, skjáva : skjarva ‘öxi’ o. s. frv., og eru þesskonar tilbrigði raunar ekki hundin við þulurnar, shr. t. d. dvergsheitið ori, óri : uri, úri í Fjölsvinnsmálum. En þá vaknar spurningin: Eru afhrigðin jafngild, eru þetta t. d. tvö sjálfstæð orð, eða er annað afbökun? Þetta er atriði, sem orðsifjafræðingur verður að gera sér grein fyrir. Höf. telur t. d., að ormsheitin ornir og grnir séu sjálfstæð orð og óskyld, slíkt hið sama öxarheitin skjarva og skjáva (skjarva sk. skarjr ‘bjálka- hútur’ og lit. kirvis ‘öxi’, skjáva < *skjaja, sk. so. slcaja). Þetta og fleira af svipuðu tagi er ærið valt og skýringin á skjáva auk þess í ósamræmi við alkunn hljóðlögmál. Ulfsheitið skolkinni(r) hefur valdið miklum heilabrotum, og er höf. í vafa um uppruna þess, en neínir framkomnar skýringar. Nafnið kemur fyrir í þulum og er ýmist skrifað skaull-, skgll- eða skol-kini eða -kinni. Þá hafa menn þótzt finna það í vísu, sem eignuð er Birni Ilítdælakappa. Miðhluta orðsins vantar raunar í handritið. Þar slendur skol... iat iolum. En Sveinbjörn Egilsson fyllti í skarðið og gizkaði á, að braglínan ætti að vera skólkinnis at jólum. tí-ið í skólkinnis er þarna rímbundið, en stangast raunar á við ritháttinn skaull-, skgll- í þulunum. Vel getur þessi tilgáta Sveinbjarnar verið rétt, en sannar að mínum dómi ekkert, hvorki um upphaflega lengd fyrri liðs eða orðið í heild. Vísan er efalítið ung og heitið sótt í þulurnar, skol'- lesið sem skól-, svo að þar fyrir getur skýringartilgáta Finns Jónssonar, skolkinnifr) ‘hinn skolkinnótti’, staðizt. Ég leit líka svo á í ritdómi um orðsifjabók F. Holthausens, en nú hallast ég helzt að því, að skolkinnifr) sé draugorð. Ætla ég, að það hafi orðið til við uppstokkun og samsteypu á þulum. I sumum gerðum hafa úlfsheitin skoll (skgll, skaull) og kinni(r) staðið í sömu braglínu og svo verið lesin sem eitt orð. Þessar gerðir hafa svo runnið saman við aðrar, þar sem skoll og kinni(r) (v. 1. hvinnir) stóðu aðgreind og ekki í sömu braglínu, og þá varð útkoman svipuð og í AM 748 og 757, 4to: „Ilmr, sköll, geri/ ... /freki, kinni, viðnir/_ /imr, ægðir/ok skolkinni." Það er eftirtektarvert, að helztu gerðirnar, sem hafa skolkin(n)i, hafa ekki orðin skoll og kinni sem sjálfstæð heiti, og sætir þó nokkurri íurðu, að nafn hins fræga sólarúlfs skuli vanta. Bæði það og mismun- andi ritháttur forliðsins, skaull-, skgll-, skol(l)-, styður að mínum dómi þessa draugorðstilgátu. Simi eða sími (m.) kemur aðeins fyrir sem sævarheiti í þulum. Höf. og Holt- hausen telja það í ætt við seimr ‘hunangskaka’ og sil ‘lygnt straumvatn’, en ég held helzt, að það sé draugorð. Sýnist mér líklegt, að það sé þannig til komið, a® orðið varrsími ‘kjölrák’ hafi verið slitið í sundur og partarnir villzt hvor frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.