Íslenzk tunga - 01.01.1961, Side 134

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Side 134
130 RITFREGNIR Eins og ýmsir aðrir tengir höf. físl. vás ‘erfiði’ og vœstr ‘þreyttur’ við orð, sem merkja ‘væta’, lo. vátr eða fe. wós (< *wans-) eða þá fhþ. wasal, og gerir þannig ráð fyrir, að vás merki í öndverðu ‘votsamt verk’. Ég held, að það orki mjög tvímælis, enda ýmis dæmi úr norrænum málum, sem ekki koma heim við þá skoðun. I n. máll. er t. d. talað um rinda vaasa eða slcjota vaasa ‘blása út, kasta mæðinni (eftir erfitt átakj’; skjota vaasa merkir líka ‘ranka við sér (úr öngviti)’. Orðasamhönd þessi eru fomleg að yfirbragði og geyma efalítið gantla og upphaflega merkingu orðstofnsins, þ. e. ‘erfiði, mæði, þreyta’, sbr. ennfremur nno. vœsast utor ‘örmagnast (á ferðalagi)’ o. fl. Merkingin ‘votsamt verk’ ætla ég, að sé síðar til komin, bæði vegna þess að menn tengdu orðstofn- inn við önnur orð, lík eða samhljóða, sem merktu ‘væta’, t. d. nísl. væsa ({.), og eins af því að erfið útiverk voru oft votsöm. Um ie. ættartengsl þessa orða- fars er allt á huldu, hvort það á t. d. skylt við fi. vöyati, váyate ‘örmagnast’ og þá ef til vill h'ka fi. váti ‘blæs’ og nísl. væsa ‘blása’ og vasi ‘vindhlær, reigs, vastur’. Höf. rekur eldri skýringar á orðunum þæri (n.) og áxarþærur (< *}mhria, sk. þjó; < *þwöria, sk. gr. sörós; < *þwarhia, sk. gr. sárx). Fyrri skýringarn- ar tvær eru við það miðaðar, að œ-ið í þœri sé hljóðvarp af <5. Síðasta skýringin virðist gera ráð fyrir œ < á, en þá gat w-itS ekki horfið (*þwarhia > *þværi), svo að hún stendst ekki hljóðfræðilega. Hjaltl. orðmyndin tori ‘upphengt og þurrt sauðarkrof’ hendir eindregið til þess, að stofnsérhljóð orðsins hafi verið á. Sama er að segja uin rithátt þess í físl. handritum, m. a. í konungsbók Grá- gásar. En færeyskan sker þó úr um þetta. Þar heitir orðið tœri, en ekki *t0ri, og merkir bæði ‘sauðarþæri’ og ‘hald, töggur’. Og þar með eru í rauninni allar ofangreindar skýringartilgátur úr leik, og leita verður annarra úrræða. Mér kemur helzt í hug, að þœri sé úr *þarhia og skylt ísl. þari (m.) < *þarhan-, lat. torqueo ‘sný’, rússn. torok ‘hand, belti’, fpr. tarkue ‘ól, reim’. Upp- haflega merkingin hefði þá átt að vera ‘e-ð samansnúið, strengur, taug’ e. þ. h., sbr. þari. í ísl. merkja þœri og þœrur ‘skammrif, bógur með síðu, rifjabiti, hangin sauðarsíða, mörg rif sundurskorin úr síðu, þykkt kjötstykki’. Rifþœra er rifhein með kjöti á. Ekki er h'klegt, að þœri hafi í öndverðu beinlínis merkt rifin sjálf, sem væri þá líkt við strengi eða belti, en sennilegra, að nafnið lúti að trefjamiklu og seigu kjöti. Merkingin ‘töggur, hald’ í fær. tœri gæti bent til þess, shr. og fær. tœgingur ‘mójörð, mór; hrossakjöt’. Þærur er í ísl. líka notað um þunnildi eða þunnildisnef á fiski, shr. öxarþœrur ‘breiddin milli þunnildis- nefja á flöttum fiski, þunnildi, þunnildisnef’. En naumast er það upphaflegt, heldur er líkingin tekin af húfénu, sbr. að óxarþærur merkir einnig ‘herða- eða bógstykki (af sauðkind eða stórgrip)’. Ekki veit ég gjörla, hvort fyrri liður orðsins er óxi, sem hafi þá verið notuð til að sundra krofinu, eða er í einhverj- um fornum tengslum við öxl og óst, fhþ. uochisa, fe. öxn o. s. frv. Um frekari ættingja orðsins þæri í germ. málum er vant að segja, en vel gæti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.