Íslenzk tunga - 01.01.1961, Síða 144

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Síða 144
140 RITFREGNIR eru ljósmynduð' með, þar sem þau eru varðveitt, og grein gerð {yrir þeim í texta. Þessi útgáfa er til hinnar mestu nytsemdar öllum þeim sem við norræna mál- fræði fást. Þó að bréf þau sem hér eru gefin út hafi öll verið prentuð áður, hafa ekki verið birtar myndir nema af fáum þeirra, og þarf ekki orðum að því að eyða hver munur það er að geta grannskoðað góðar myndir af bréfunum hjá því að hafa aðeins prentaða texta að styðjast við, og það stundum texta sem ekki eru gefnir út með þeirri nákvæmni sem nú þykir nauðsyn ef á að nota þá til málfræðilegra athugana. Augljóst er t. d. hversu þarfleg þessi útgáfa er öllum þeim sem lesa vilja niður í kjölinn rit þau sem Marius Hægstad og D. A. Seip hafa birt um norska málssögu að fornu, en í þeim er fjallað um mörg þess- ara bréfa. Ekki er síður mikilsverð sú mynd sem fæst í þessari bók af þróun norskra rithanda á 13. öld. Þar er saman, komið merkilegt efni til samanburðar við handrit, bæði að því er snertir stafagerð og réttritun. í þeim atriðum má af þessari útgáfu draga mikinn lærdóm, einnig um íslenzka handritasögu. Saman- burður íslenzkra og norskra handrita hefur enn ekki verið stundaður sem skyldi, en hann verður því auðveldari sem fleiri ljósmyndaútgáfur verða til- tækar. Með þeim verður æ hægara að rekja þau tengsl sem þar eru á milli, en á því sviði er fjarri því að enn séu öll kurl komin til grafar. Enda hefur ekki verið hægt um vik um beinan samanburð handrita eða bréfa, þar sem fæstir fræðimenn hafa átt þess kost að handleika handritin sjálf eða leggja þau hvert við annars hlið til nákvæms samanburðar. Nú er innan skamms von á ljósprentaðri útgáfu elztu íslenzkra frumbréfa, og verður þá allt greiðara um samanburð þeirra við hin norsku, þegar þessi útgáfa er komin á undan. Vonandi verður haldið áfram útgáfu norskra skinnbréfa fram eftir 14. öld, því að þau mundu sízt ómerkari um sögu norskrar tungu né síður nytsöm íslenzkum fræðum en þessi. í skilmerkilegum inngangi gerir útgefandi almenna grein fyrir bréfunum, ytri einkennum þeirra, efnisskipun og formúlukerfi; eins er bréfunum skipt í flokka eftir efni og dregin fram dæmi um samhengi þeirra við sögu Noregs á því tímaliili sem hér er um að ræða. Loks er yfirlit um helztu málseinkenni bréfanna og þá vitneskju um norskar mállýzkur sem úr þeim má lesa. Allur er inngangurinn hinn fróðlegasti og órækur vitnisburður um þekkingu höfundar og glögga yfirsýn á þeim sviðum sem þar er um fjallað. fslenzkir fræðimenn mega engu síður en norskir fagna þessari útgáfu og kunna útgefanda þakkir fyrir það verk sem liann hefur af hendi leyst. JAKOB BENEDIKTSSON OrHabók Háskóla íslands, Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.